Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 22
 Samkvæmt þessu hafa því tekjur Landsnets verið um 11,4 milljörðum króna hærri á árunum 2011-2018 vegna hærri bókfærðs eignastofns, sem leiðir til hærri reiknaðs arðs og hærri afskrifta. Úr minnisblaði Summu um arðsemi Landsnets Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR TRYLLTIR TAKE AWAY TILBOÐSPAKKAR TILBOÐSPAKKI – FYRIR TVO Önd & Vaa – Hægeldað andalæri, karamelluseruð epli, belgísk va‡a, maltsósa Íslenskt landslag – Lambatartar, sýrður rauðlaukur, reyktur rjómaostur, graslauks-mayo, ediksnjór Tígrisrækjusalat – Tígrisrækjur, epli, romain salat, parmesan- kex, dillfroða, piparrótarkrem Lax – Kolagrillaður lax, beykisveppir, reykt soð Kolagrilluð nautalund – Sellerírótar-purée, reyktir sveppir, karamelluseraður laukur, bernaisesósa 6.990 kr. 3.495 kr. á mann Bættu við ljú—engum eftirrétti á 890 kr. AFMÆLISPAKKI Panta þarf afmælispakka fyrir kl. 16 samdægurs og hann er eingöngu í boði fyrir tvo eða fleiri Bleikja á vöu – Grafin bleikja með reyktum rjómaosti Önd á vöu – Andaconfit rillet, karamelluseruð epli, maltsósa Tígrisrækjusalat – Tígrisrækjur, epli, romain salat, parmesan- kex, dillfroða, piparrótarkrem Íslenskt landslag – Lambatartar, sýrður rauðlaukur, reyktur rjómaostur, dillolía, ediksnjór Kolagrilluð nautalund – Sellerírótar-purée, reyktir sveppir, karamelluseraður laukur, bernaisesósa Súkkulaði afmæliskaka í eftirrétt ( 6-8 manna) Kakan er með súkkulaðimús og hindberjum og hjúpuð súkkulaðiganache 4.990 kr. á mann Tekið er við pöntunum í síma 551 0011 og með góðum fyrirvara á apotek@apotekrestaurant.is Yfirfærsla á eigna stofni Landsnets yfir í Banda­ríkjadali úr krónum árið 2011, hefur gert það að verkum að eignagrunnur tekju­ marka fyrirtækisins mælt í dölum nærri tvöfaldaðist og þar af leiðandi reiknaður arður, en reiknaður arður ákvarðar tekjumörk fyrirtækisins, þar sem áætlaður, veginn fjár­ magnskostnaður er margfaldaður með eignastofni Landsnets. Skipti­ gengið sem notað var miðaðist við gengi krónunnar gagnvart dalnum um mitt ár 2007. Þetta leiddi svo til þess að arðsemi eigin fjár Landsnets á árunum 2011 til 2018 var yfir 20 prósent, sem er verulega yfir þeirri hámarksávöxtun sem Orkustofnun leyfir, samkvæmt líkani stofnunar­ innar um tekjumörk Landsnets. Þetta kemur fram í minnisblaði Summu rekstrarfélags um tekju­ mörk Landsnets sem útbúið var fyrir Landsvirkjun í mars á þessu ári. Nokkuð hefur verið ritað og rætt að undanförnu um 90 milljarða króna fjárfestingaráætlun Lands­ nets á næstu tíu árum og hugsanleg áhrif hennar á gjaldskrá fyrirtæk­ isins. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sagði þann 24. september síðastliðinn að áætl­ un Landsnets myndi orsaka að efna­ hagsreikningur fyrirtækisins myndi stækka töluvert við fjárfestingarnar á næstu árum og þar af leiðandi hækka flutningskostnað raforku á Íslandi, þar sem gjaldskrá Landsnets tekur mið af eignastofni fyrirtækis­ ins. Þar sem stórnotendur rafmagns á Íslandi væru þegar við sársauka­ mörk ætti að draga saman seglin í stórfjárfestingum í f lutningskerfi, til að halda aftur af verðhækkunum. Hörður Arnarson, forstjóri Lands­ virkjunar, sagði af sama tilefni að Landsnet gæti ráðist í sínar áætluðu fjárfestingar án hækkana á gjald­ skrám, enda væru tekjumörk Lands­ nets metin of hátt. Landsnet hefur svarað því til að fjárfestingaráætlun fyrirtækisins snúi að nauðsynlegum úrbótum á flutningskerfi raforku í landinu. Þar að auki sé verðskrá fyrirtækisins undir öðrum komin, eða Orkustofnun. Í minnisblaði Summu er farið í saumana á því hvers vegna eigna­ stofn Landsnets er of hátt metinn. Það er einkum vegna þess gengis sem notað var við yfirfærslu á efna­ hagsreikningi Landsnets í Banda­ ríkjadal í byrjun árs 2011. Þar var miðað við gengi krónunnar gagn­ vart dalnum þann 31. júlí 2007, sem stóð þá í 61 krónu, en sú dagsetning var fest í breytingu á raforkulögum á árinu 2011. Iðnaðarnefnd Alþingis rökstuddi notkun á þessari dagsetningu með því að þá hefði Landsnet fært gjald­ skrá sína yfir í Bandaríkjadali. Hins vegar rökstuddi Landsnet notkun dagsetningarinnar með því að hún endurspeglaði virði eigna fyrir­ tækisins þegar til þeirra var stofnað. „Það virðist því vera misræmi í því sem annars vegar Landsnet segir í kynningu, að þessi dagsetning endurspegli verðmæti í dölum þegar til eignanna var stofnað og þess sem iðnaðarnefnd fjallar um, að dag­ setningin sé valin út frá gjaldskrár­ breytingu Landsnets úr krónum yfir í dali,“ segir í minnisblaði Summu. Afleiðing þess að velja þessa dag­ setningu, sem er á þeim tíma sem krónan var sögulega sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum, er sú að tekju­ mörk Landsnets og þar með gjald­ skrá fyrirtækisins verður hærri en ella. Í minnisblaðinu segir að eðli­ legra hefði verið að miða við meðal­ gengi krónunnar gagnvart dalnum yfir lengi tíma, til að mynda frá byrj­ un árs 2000 og fram að júlílokum 2007. Meðalgengi krónu gagnvart dalnum á því tímabili var ríflega 77 krónur. „Samkvæmt þessu hafa því tekjur LN verið um 11,4 milljörðum króna hærri á árunum 2011­2018 vegna hærri bókfærðs eignastofns, sem leiðir til hærri reiknaðs arðs og hærri afskrifta […] Eignastofninn hefur veruleg áhrif á þann arð sem taka má út úr fyrirtækinu á hverju ári. Hár eignastofn í USD byggður á lágu gengi þann 31.7.2007 er augljós­ lega til þess fallinn að auka afskriftir og þann arð sem félagið hefur leyfi til að taka frá árinu 2011 samkvæmt tekjumörkum,“ segir í umfjöllun Summu. Ásamt eignastofni er veginn fjármagnskostnaður Landsnets mikilvægur áhrifaþáttur tekju­ marka Landsnets. Sérstök nefnd á vegum Orkustofnunar áætlar þennan vegna fjármagnskostnað, en bent hefur verið á að notkun tíu ára hlaupandi meðaltals af skulda­ tryggingaálagi Íslands við útreikn­ ing fjármagnskostnaðar Landsnets, gefi skakka mynd af raunverulegum vaxtakostnaði Landsnets, enda var skuldatryggingarálag Íslands í hæstu hæðum í mörg ár eftir hrun fjármálamarkaða 2008. „Í stað þess að nota áætlaða vexti og vaxtaálag, byggt á vegnum meðaltölum aftur í tímann, við upp­ gjör tekjumarka, mætti nota raun­ verulegan vaxtakostnað Landsnets. Hinir raunverulegu greiddu vextir eru besti mælikvarðinn á vaxta­ kostnað Landsnets,“ segir í grein­ ingu Summu. Arðsemi sögð vera yfir löglegum mörkum Yfirfærsla eignastofns Landsnets úr krónum í Bandaríkjadali miðaðist við gengi krónunnar um mitt ár 2007. Samkvæmt minnisblaði sem unnið var fyrir Landsvirkjun fyrr á þessu ári orsakar það verulegt ofmat á eignum. Samkvæmt skýrslu um arðsemi Landsnets er eignastofn fyrirtækisins sagður ofmetinn, vegna þess að miðað var við gengi krónunnar um mitt ár 2007, þegar fyrirtækið færði reikningshald sítt yfir í Bandaríkjadali. 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.