Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.10.2020, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 21.10.2020, Qupperneq 22
 Samkvæmt þessu hafa því tekjur Landsnets verið um 11,4 milljörðum króna hærri á árunum 2011-2018 vegna hærri bókfærðs eignastofns, sem leiðir til hærri reiknaðs arðs og hærri afskrifta. Úr minnisblaði Summu um arðsemi Landsnets Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR TRYLLTIR TAKE AWAY TILBOÐSPAKKAR TILBOÐSPAKKI – FYRIR TVO Önd & Vaa – Hægeldað andalæri, karamelluseruð epli, belgísk va‡a, maltsósa Íslenskt landslag – Lambatartar, sýrður rauðlaukur, reyktur rjómaostur, graslauks-mayo, ediksnjór Tígrisrækjusalat – Tígrisrækjur, epli, romain salat, parmesan- kex, dillfroða, piparrótarkrem Lax – Kolagrillaður lax, beykisveppir, reykt soð Kolagrilluð nautalund – Sellerírótar-purée, reyktir sveppir, karamelluseraður laukur, bernaisesósa 6.990 kr. 3.495 kr. á mann Bættu við ljú—engum eftirrétti á 890 kr. AFMÆLISPAKKI Panta þarf afmælispakka fyrir kl. 16 samdægurs og hann er eingöngu í boði fyrir tvo eða fleiri Bleikja á vöu – Grafin bleikja með reyktum rjómaosti Önd á vöu – Andaconfit rillet, karamelluseruð epli, maltsósa Tígrisrækjusalat – Tígrisrækjur, epli, romain salat, parmesan- kex, dillfroða, piparrótarkrem Íslenskt landslag – Lambatartar, sýrður rauðlaukur, reyktur rjómaostur, dillolía, ediksnjór Kolagrilluð nautalund – Sellerírótar-purée, reyktir sveppir, karamelluseraður laukur, bernaisesósa Súkkulaði afmæliskaka í eftirrétt ( 6-8 manna) Kakan er með súkkulaðimús og hindberjum og hjúpuð súkkulaðiganache 4.990 kr. á mann Tekið er við pöntunum í síma 551 0011 og með góðum fyrirvara á apotek@apotekrestaurant.is Yfirfærsla á eigna stofni Landsnets yfir í Banda­ríkjadali úr krónum árið 2011, hefur gert það að verkum að eignagrunnur tekju­ marka fyrirtækisins mælt í dölum nærri tvöfaldaðist og þar af leiðandi reiknaður arður, en reiknaður arður ákvarðar tekjumörk fyrirtækisins, þar sem áætlaður, veginn fjár­ magnskostnaður er margfaldaður með eignastofni Landsnets. Skipti­ gengið sem notað var miðaðist við gengi krónunnar gagnvart dalnum um mitt ár 2007. Þetta leiddi svo til þess að arðsemi eigin fjár Landsnets á árunum 2011 til 2018 var yfir 20 prósent, sem er verulega yfir þeirri hámarksávöxtun sem Orkustofnun leyfir, samkvæmt líkani stofnunar­ innar um tekjumörk Landsnets. Þetta kemur fram í minnisblaði Summu rekstrarfélags um tekju­ mörk Landsnets sem útbúið var fyrir Landsvirkjun í mars á þessu ári. Nokkuð hefur verið ritað og rætt að undanförnu um 90 milljarða króna fjárfestingaráætlun Lands­ nets á næstu tíu árum og hugsanleg áhrif hennar á gjaldskrá fyrirtæk­ isins. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sagði þann 24. september síðastliðinn að áætl­ un Landsnets myndi orsaka að efna­ hagsreikningur fyrirtækisins myndi stækka töluvert við fjárfestingarnar á næstu árum og þar af leiðandi hækka flutningskostnað raforku á Íslandi, þar sem gjaldskrá Landsnets tekur mið af eignastofni fyrirtækis­ ins. Þar sem stórnotendur rafmagns á Íslandi væru þegar við sársauka­ mörk ætti að draga saman seglin í stórfjárfestingum í f lutningskerfi, til að halda aftur af verðhækkunum. Hörður Arnarson, forstjóri Lands­ virkjunar, sagði af sama tilefni að Landsnet gæti ráðist í sínar áætluðu fjárfestingar án hækkana á gjald­ skrám, enda væru tekjumörk Lands­ nets metin of hátt. Landsnet hefur svarað því til að fjárfestingaráætlun fyrirtækisins snúi að nauðsynlegum úrbótum á flutningskerfi raforku í landinu. Þar að auki sé verðskrá fyrirtækisins undir öðrum komin, eða Orkustofnun. Í minnisblaði Summu er farið í saumana á því hvers vegna eigna­ stofn Landsnets er of hátt metinn. Það er einkum vegna þess gengis sem notað var við yfirfærslu á efna­ hagsreikningi Landsnets í Banda­ ríkjadal í byrjun árs 2011. Þar var miðað við gengi krónunnar gagn­ vart dalnum þann 31. júlí 2007, sem stóð þá í 61 krónu, en sú dagsetning var fest í breytingu á raforkulögum á árinu 2011. Iðnaðarnefnd Alþingis rökstuddi notkun á þessari dagsetningu með því að þá hefði Landsnet fært gjald­ skrá sína yfir í Bandaríkjadali. Hins vegar rökstuddi Landsnet notkun dagsetningarinnar með því að hún endurspeglaði virði eigna fyrir­ tækisins þegar til þeirra var stofnað. „Það virðist því vera misræmi í því sem annars vegar Landsnet segir í kynningu, að þessi dagsetning endurspegli verðmæti í dölum þegar til eignanna var stofnað og þess sem iðnaðarnefnd fjallar um, að dag­ setningin sé valin út frá gjaldskrár­ breytingu Landsnets úr krónum yfir í dali,“ segir í minnisblaði Summu. Afleiðing þess að velja þessa dag­ setningu, sem er á þeim tíma sem krónan var sögulega sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum, er sú að tekju­ mörk Landsnets og þar með gjald­ skrá fyrirtækisins verður hærri en ella. Í minnisblaðinu segir að eðli­ legra hefði verið að miða við meðal­ gengi krónunnar gagnvart dalnum yfir lengi tíma, til að mynda frá byrj­ un árs 2000 og fram að júlílokum 2007. Meðalgengi krónu gagnvart dalnum á því tímabili var ríflega 77 krónur. „Samkvæmt þessu hafa því tekjur LN verið um 11,4 milljörðum króna hærri á árunum 2011­2018 vegna hærri bókfærðs eignastofns, sem leiðir til hærri reiknaðs arðs og hærri afskrifta […] Eignastofninn hefur veruleg áhrif á þann arð sem taka má út úr fyrirtækinu á hverju ári. Hár eignastofn í USD byggður á lágu gengi þann 31.7.2007 er augljós­ lega til þess fallinn að auka afskriftir og þann arð sem félagið hefur leyfi til að taka frá árinu 2011 samkvæmt tekjumörkum,“ segir í umfjöllun Summu. Ásamt eignastofni er veginn fjármagnskostnaður Landsnets mikilvægur áhrifaþáttur tekju­ marka Landsnets. Sérstök nefnd á vegum Orkustofnunar áætlar þennan vegna fjármagnskostnað, en bent hefur verið á að notkun tíu ára hlaupandi meðaltals af skulda­ tryggingaálagi Íslands við útreikn­ ing fjármagnskostnaðar Landsnets, gefi skakka mynd af raunverulegum vaxtakostnaði Landsnets, enda var skuldatryggingarálag Íslands í hæstu hæðum í mörg ár eftir hrun fjármálamarkaða 2008. „Í stað þess að nota áætlaða vexti og vaxtaálag, byggt á vegnum meðaltölum aftur í tímann, við upp­ gjör tekjumarka, mætti nota raun­ verulegan vaxtakostnað Landsnets. Hinir raunverulegu greiddu vextir eru besti mælikvarðinn á vaxta­ kostnað Landsnets,“ segir í grein­ ingu Summu. Arðsemi sögð vera yfir löglegum mörkum Yfirfærsla eignastofns Landsnets úr krónum í Bandaríkjadali miðaðist við gengi krónunnar um mitt ár 2007. Samkvæmt minnisblaði sem unnið var fyrir Landsvirkjun fyrr á þessu ári orsakar það verulegt ofmat á eignum. Samkvæmt skýrslu um arðsemi Landsnets er eignastofn fyrirtækisins sagður ofmetinn, vegna þess að miðað var við gengi krónunnar um mitt ár 2007, þegar fyrirtækið færði reikningshald sítt yfir í Bandaríkjadali. 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.