Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 32
Með endurvinnslu göngum við ekki á ótakmarkaðar náttúruauðlindir. Úrgangur er dýrmæt auðlind. Ýmsar náttúruauðlindir jarðar, til dæmis skógar, jarðolía, jarðvegur og málmur, eru notaðar til að framleiða vörur sem við kaupum og þær eru ekki óendanlegar. Þegar notuð vara er endurunnin er henni breytt í nýja vöru án þess að gengið sé á nátt- úruauðlindir. Úrgangur er því verðmætt hrá- efni sem með endurvinnslu kemur aftur inn í hringrás framleiðslu- ferilsins. Sem dæmi má nefna að þegar áldós fer á urðunarstað og er grafin þar í jörðu ásamt öðru sorpi er hún ekki lengur verðmætt hráefni, þar sem ekki er hægt að nýta álið í henni í nýja dós. Ávinningur af endurvinnslu: n Nýtir hráefni og viðheldur hringrás efna í náttúrunni. n Dregur úr urðun og sparar þann- ig landsvæði. n Dregur úr ýmiss konar umhverf- ismengun. n Orka sparast. n Ódýrara fyrir samfélagið að endurvinna en urða. n Gerir okkur meðvituð um eigin neyslu. n Minnir okkur á að við erum ábyrg fyrir umhverfi okkar. n Ferðum með ruslapokann út í tunnu fækkar. n Minna sorp – meiri verðmæti. Heimild: urvinnslusjodur.is Hvers vegna að endurvinna? Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunar- varnir sem felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins um einnota plastvörur. Bannað verður að setja tilteknar, algengar einnota vörur úr plasti á markað frá og með 3. júlí 2021. Bannað verður að setja á markað einnota bómullarpinna úr plasti, hnífapör, diska, sogrör, hræripinna og blöðrustangir. Þá verða matarílát, drykkjarílát, glös og bollar úr frauðplasti óheimil og ekki verður heimilt að afhenda endurgjaldslaust einnota bolla, glös og matarílát úr öðru plasti, sem ætluð eru undir drykki og mat- væli til neyslu, líkt og algengt er á skyndibitastöðum. Undantekning- ar eru gerðar ef vörur flokkast sem lækningatæki, að því er greint er frá á vef Umhverfisstofnunar. Skilyrðislaust bann verður við því að setja vörur á markað sem gerðar eru úr plasti sem er niðurbrjótanlegt með oxun eða svokallað oxó-plast. Vörur úr slíku plasti hafa rutt sér til rúms á markaði síðustu ár, einkum vissar tegundir plastpoka, en eðli þess er að sundrast í öragnir sem eru skaðlegar heilsu og umhverfi og er vaxandi vandi á alþjóðavísu. Kveðið er á um sérstaka merkingu sem tilteknar einnota plastvörur eiga að bera. Um er að ræða upplýsingar um meðhöndlun vörunnar eftir notkun. Þær vörur eru ýmsar tíðavörur, blautþurrkur til heimilis- og einkanota, ýmsar tóbaksvörur og bollar fyrir drykki. Einnota plast verður bannað Þetta verður bannað. MYND/GETTY Það er um að gera að endurnýta gamlar sápur og nota í freyðibað. Fátt er eins notalegt og gott freyðibað, en freyðisápur keyptar úti í búð eru oft ekki náttúruvænar frekar en margar vörur sem notaðar eru á baðher- berginu. Það hefur færst í aukana að fólk búi til sínar eigin sápur og er lítið mál að búa til sitt eigið freyðibað úr afgöngum af sápu og koma þannig í veg fyrir sóun. Auð- vitað er þá ráðlegt að nota afganga af náttúrvænum sápum sem koma í náttúruvænum umbúðum. Á netinu er til fjöldinn allur af uppskriftum að heimatilbúnu freyðibaði og sápum úr sápuaf- göngum. Það er því um að gera að prófa sig áfram. Umhverfisvænt freyðibað Við kaupum brotamálm 50 8 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RENDURVINNSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.