Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 11
Það vakti athygli þegar fregnir bárust af því í seinustu viku að Gildi Lífeyrissjóður hygð- ist fjárfesta fyrir rúma þrjá millj- arða króna í fiskeldisfyrirtækinu Icelandic Salmon (áður Arnarlax). Með fjárfestingunni virðist lífeyris- sjóðurinn fara gegn eigin gildum um ábyrgar fjárfestingar sem taka mið af umhverfissjónarmiðum, sem eru tíunduð á heimasíðu sjóðsins og hefur verið vel kynnt. Á sama tíma barst tilkynning um að sjóðastýringarfélagið Stefnir myndi fjárfesta fyrir um 1,5 millj- arða króna í Arnarlaxi þrátt fyrir að hafa á liðnu ári lagt upp með þá stefnu að huga að ábyrgum fjárfest- ingum og vinnur að því að innleiða þær í fjárfestingaferli sjóða sinna. Laxeldi í opnum sjókvíum hefur stóraukist við strendur Íslands á undanförnum árum. Lífeyris- sjóðirnir hafa þó haldið sér til hlés í þeirri uppbyggingu enda er iðnaðurinn umdeildur. Nær öll upp- bygging fiskeldis í sjókvíum hér á landi hefur tekið mið af verðmæta- sköpun fyrir þau fyrirtæki sem hana stunda, erlend stórfyrirtæki sem hafa með ódýrum hætti fengið aðgang að íslenskum auðlindum. Á sama tíma er að stóru leyti skautað fram hjá umhver f is- sjónarmiðum. Fram til þessa hefur íslenskur sjávarútvegur haft það að leiðarljósi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og sjálf bærum veiðum. Það má segja að sjávarút- vegurinn byggi að stórum hluta ímynd sína og verðmætasköpun á þeim grundvelli en sömu sögu er ekki að segja um fyrirtæki sem stunda fiskeldi í opnum sjókvíum. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að f iskeldisiðnaðurinn skapar störf. Þau störf er hins vegar hægt að skapa á mun umhverfis- vænni hátt enda hefur Ísland ein- hverjar bestu aðstæður í heimi til að stunda landeldi á fiski, með nægt landrými, miklar vatnsauðlindir og endurnýjanlega orku. Samfélagsleg uppbygging Þeir sem hafa gagnrýnt sjókvíaeldi á liðnum árum hafa þurft að sitja undir ásökunum um að vera á móti atvinnuuppbyggingu í dreifðum byggðum. Nú þegar f járfesting Gildis og Stefnis í mengandi iðnaði er gagnrýnd er hætt við því að þeir sem hana leggja fram verði sakaðir um að vera á móti ávöxtun lífeyris- sjóðsins og vilji þannig skerða líf- eyrisréttindi. Þau viðbrögð stór- fyrirtækjanna eru fyrirsjáanleg en alls ekki rétt. Sem fyrr segir hafa bæði Gildi og Stefnir lagt áherslu á ábyrgar fjár- festingar sem taka mið af umhverf- issjónarmiðum þó vikið sé frá þeim sjónarmiðum nú. Það að nýta lífeyri landsmanna og kasta frá sér sam- félagslegri ábyrgð til að fjárfesta í mengandi iðnaði sem hefur skaðleg áhrif á lífríki fjarða og vatna setur afar slæmt fordæmi. Stefnubreyting? Við lifum á tímamótum þar sem heimsfaraldur hefur sett allt á hlið- ina, ferðaþjónustan liggur í dvala, atvinnuleysi fer vaxandi og fjár- hagskreppan er hafin. Eðlilega er þá kallað eftir störfum og aukinni verðmætasköpun. Við viljum þó öll byggja útflutning og verðmæta- sköpun landsins upp með sjálf- bærum og ábyrgum hætti og í sátt við náttúru landsins. Aðeins þannig tryggjum við verðmætasköpun til lengri tíma. Við höfum ekki efni á því að vinna gegn náttúrunni. Á meðan flestir átta sig á mikilvægi þess að fjárfesta i endurnýjanlegum og sjálf bærum greinum getum við ekki setið hjá og ýtt undir iðnað sem mun skilja náttúruna eftir í verra ástandi fyrir komandi kyn- slóðir. Markmið lífeyrissjóðanna er fyrst og fremst að ávaxta lífeyri landsmanna. Þeir hafa nær allir sett sér þá samfélagslegu stefnu að gera það með fjárfestingum sem stuðla að sjálf bærri og vistvænni framtíð. Sú stefna er vel við hæfi í þró- uðum ríkjum eins og Íslandi. Þess vegna vekja fjárfestingar Gildis og Stefnis í mengandi iðnaði mikla furðu og eru vonandi ekki merki um stefnubreytingu í samfélags- legri ábyrgð. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að fiskeldis- iðnaðurinn skapar störf. Þau störf er hins vegar hægt að skapa á mun umhverfis- vænni hátt. Gildi fjárfestir í mengandi iðnaði Elvar Örn Friðriksson framkvæmda- stjóri NASF á Íslandi Vindmyllur verða sífellt hag-kvæmari kostur og vaxandi reynsla er af notkun þeirra víða um heim, sem nýta má hér á landi til að taka yfirvegaðar og skynsamlegar ákvarðanir. Ljóst er að bygging vindorkuvera getur orðið mjög umdeild, einkum vegna sjón- og hljóðmengunar, en einnig vegna áhrifa á fuglalíf. Því er mikilvægt að vanda til undirbúnings þannig að koma megi í veg fyrir óþarfa deilur og átök. Fjórar og hálf Kárahnjúkavirkjun í bígerð Síðastliðið vor bárust fréttir af því að tíu aðilar hefðu hug á að reisa samtals 34 vindorkuver á Íslandi. Erlendir aðilar standa að baki að minnsta kosti 19 af þessum tillögum. Ef svo afar ólíklega vildi til að öll þessi áform næðu fram að ganga yrði uppsett afl í vindorku á við fjórar og hálfa Kárahnjúkavirkjun. Fátt bend- ir til þess að þörf verði fyrir meira afl í orkukerfi landsins á næstu árum og því mætti álykta sem svo að umræða um vindorku sé ekki tímabær. En reynslan sýnir að skjótt geta skipast veður í lofti og gott að vera vel undir það búinn. Tvö svæði skoðuð Vindorka hefur verið til umræðu hér á landi í nokkur ár og í skýrslu verkefnisstjórnar fyrir ramma- áætlun 3, sem kom fram árið 2016, en hefur enn ekki verið afgreidd af Alþingi, voru tvö svæði fyrir vind- orkuver tekin til skoðunar. Annað fór í nýtingarf lokk (við Blöndu- virkjun) en hitt í biðflokk (við Búr- fellsvirkjun). Landvernd hefur setti fram sjón- armið og lagt til stefnu um virkjun vindorku á Íslandi. Samtökin gáfu út fyrsta heildstæða rit á Íslandi um þennan orkugjafa í ritinu „Virkjun vindorku á Íslandi: Stefnumótunar- og leiðbeiningarrit Landverndar“ árið 2018. Málið var einnig til umfjöllunar á síðasta aðalfundi sam- takanna. Engin þörf fyrir vindorku i bili Landvernd telur að ekki sé þörf fyrir vindorkuvirkjanir eins og staðan er nú og þó öll áform um orkuskipti í samgöngum gangi eftir ef marka má greiningu Orkuveitu Reykjavíkur. Landvernd hvetur því stjórnendur fyrirtækja og sveitarfélaga til að rasa ekki um ráð fram. Þá hafnar Land- vernd því alfarið að vindorkumann- virki verði sett niður á verðmætum náttúrusvæðum eða þar sem fugla- lífi stafar af þeim hætta. Þá mega vindorkuver ekki skerða verðmætar landslagsheildir, spilla ásýnd lands og víðernum. Almenningur komi að ákvarðanatöku Sveitarstjórnir gegna lykilhlutverki við ákvarðanir um staðarval vind- orkumannvirkja. Landvernd telur skynsamlegt að sveitarfélög marki sér langtímastefnu um vindorkuver í skipulagi, þar sem aðkoma almenn- ings að ákvarðanatöku sé tryggð á fyrstu stigum ferlisins. Í framan- greindri skýrslu Landverndar eru leiðbeiningar um 36 efnisatriði sem þarf að fjalla um þegar mat er lagt á byggingu vindorkuvera. Ef sveitar- félög fylgja þeim leiðbeiningum aukast líkur á að ásættanleg niður- staða náist. Forðumst kapphlaup sem endar með ósköpum Í sumar hafa þingmaðurinn Ari Trausti Guðmundsson og lögfræð- ingurinn Skúli Thoroddsen rökrætt í Fréttablaðinu hvort vindorka eigi heima í rammaáætlun. Sá síðar- nefndi telur svo ekki vera. Land- vernd telur að best sé fyrir alla aðila að vindorkuver falli undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (rammaáætlun) svo útiloka megi þá staði sem teljast varhuga- verðir vegna neikvæðra áhrifa. Að öðrum kosti má reikna með kapp- hlaupi sem bæði kostar mikið fé og getur endað með ósköpum. Það er nauðsynlegt að Alþingi taki strax af allan vafa um þetta atriði og felli vindorku formlega undir framan- greind lög. Vindorka – vöndum til verka Tryggvi Felixson formaður Landverndar FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FJALLASKÁLAR ÍSLANDS MEÐ SIGMUNDI ERNI RÚNARSSYNI Eftir meira en 5000 ekna kílómetra og 750 kílómetra á göngu, einni bílvél fátækari, einni felgu og tveimur pústkerfum snauðari, með sprungin dekk, gegnblautir og skólausir í einum skála kemur þriðja þáttaröðin, stórkostlegri sem aldrei fyrr. Sýningar hefjast 28. október S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.