Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 33
GASTROPUB 2.690 kr. SÚPER TAKE AWAY HÁDEGISTILBOÐ ÞESSIR RÉTTIR AÐEINS SÆTA SVÍNS BORGARINN hinn eini sanni, 175 g úr sérvaldri rumpsteik og „short ribs",bjór-brioche brauð, rauðlaukssulta, Búri, truƒu-mayo, vöƒufranskar BBQ VEGAN BORGARI, bu‡ úr linsubaunum og sólblóma- fræjum, tómatur, BBQ strandsveppir, „mozzarella“ og spicy„mæjó“ ANDARSALAT, confit eldað andalæri, grasker, chili, spírur, kóríander, furuhnetur LAMBASAMLOKA, hægelduð lambaöxl, romaine salat, vöƒufranskar, bernaise VEGAN BBQ JACKFRUIT BURRITO, avókadó, kryddhrísgrjón, pico de gallo, ferskt salat GRILLAÐUR LAX, perlubygg, svart hvítlauks-sesam froða, paprikusósa LANGA, kartöflumús, kapersblóm, hollandaise-sósa FLEIRI FRÁBÆRIR RÉTTIR SÚPA DAGSINS með nýbökuðu brauði 690 kr. LAMBASKANKI, hægeldaður í 12 klst. chorizo og beikon ragú, smjörbaunir, grænar ertur 2.000 kr. NAUTALUND 200g, sveppir í plómusósu, smælki, gulrætur, nautadjús 2.500 kr. 1.500 kr. EKKI KLIKKA Á ÞESSU! Dós af Coke, Coke Zero, Sprite eða Topp fylgir með hverjum rétti! 11.30–15.00 Pantaðu í síma 555 2900 | Nánar á saetasvinid.is SVÍNVIRKAR samheitalyf í töflu- eða hylkjaformi fyrir Evrópumarkað, þá er gert ráð fyrir að sá markaður vaxi um 5 pró- sent næstu tíu árin. Frumlyfin, sem eru vernduð með einkaleyfum sem renna út á árunum 2026 til 2030, eru því mjög verðmæt,“ segir Jónína. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að tekjurnar þróist? „Þrátt fyrir ungan aldur er Cori- pharma mjög eignaríkt félag. Við erum með fasteignir sem spanna 17.500 fermetra og eru metnar á 5 til 5,5 milljarða króna, bruna- bótamatið er 7,8 milljarðar króna. Þessum eignum fylgir talsverður fastur kostnaður og við miðum að því að ná verktökusamningum til þess að éta upp kostnaðinn. Það verður ekki fyrr en á árunum 2023 eða 2024, þegar við verðum komin með nokkur af okkar eigin þróuðu lyfjum á markaðinn, að við byrjum að sjá jákvæða rekstraraf komu. Við sjáum fram á að tekjurnar verði í kringum 75 milljónir evra á árinu 2025 og EBITDA-markmiðið þá er 22 prósent. Á árinu 2030 sjáum við fram á að vera komin með yfir 100 milljóna evra veltu.“ Gæðamál vega þyngst Hvernig er samkeppnishæfni verk­ smiðjunnar? „Ákvörðun Teva um að loka verksmiðjunni snerist um að ein- falda starfsemina, enda var fyrir- tækið með 90 verksmiðjur eftir yfirtökuna á Actavis. Þau ákváðu að fækka verksmiðjum og loka minni einingum. En þessi tiltekna verk- smiðja hafði alltaf verið mikilvæg og hún var oft notuð sem skotpallur fyrir ný samheitalyf á markað. Þau voru framleidd í verksmiðjunni til að byrja með og þegar framleiðslan komst í jafnvægi var hún færð til stærri verksmiðja erlendis. Í íslensku verksmiðjunni hefur byggst upp gríðarleg þekking, sér- staklega á f lóknum verkefnum, og þróunarteymið sem kom til okkar var lykilteymi innan Actavis á sínum tíma. Þetta skiptir við- skiptavini okkar miklu máli. Það hefur ekkert upp á sig að vera með ódýrasta birginn ef þú ert ekki með hágæðalyf á markaði á réttum tíma.“ Gæðamálin eru sem sagt lykil­ atriði? „Já, ekki spurning. Gæðamál eru aðgangsmiði að bransanum og þurfa að vera upp á tíu. Ef þú hugsar um 50 starfsmenn í framleiðslu þá þarf 30 manns í gæðamálin. Hver einasta lota sem fer í gegnum framleiðsluna er rýnd og svo rýnd aftur, af þeim sem hafa eftirlit með gæðum framleiðslunnar. Og það þarf að skoða allt í kringum fram- leiðsluna áður en vara fer á markað. Þessi verksmiðja hefur f logið í gegnum allar gæðaúttektir, hvort sem þær eru af hálfu viðskiptavina eða heilbrigðisyfirvalda frá öllum heimshlutum.“ Þurfið þið að stækka við ykkur í fyllingu tímans? „Lyfin sem við höfum valið til að þróa og setja á markað fram til árs- ins 2025 voru valin þannig að þau passi við vélarnar og afkastagetuna í Hafnarfirðinum. Auk þess erum við ekki að þróa samheitalyfin sem munu seljast í mesta magninu. Verksmiðja okkar getur ekki keppt í verðum við stóra framleiðendur á láglaunasvæðum sem keyra stórar lotur daginn út og daginn inn. Við einblínum á flóknari lyf sem henta okkar verksmiðju og sigla oft undir radarnum hjá stærri framleið- endum.“ Hefur COVID sett strik í reikning­ inn? „Já, það er ekki hjá því komist. Við erum nýtt nafn í bransanum og þrátt fyrir háan starfsaldur og víð- tækt tengslanet starfsmanna þurf- um við að f ljúga út um allan heim og mæta á þessar stóru ráðstefnur til þess að koma okkur almennilega á framfæri. Þetta hefur allt legið niðri. Við vorum með brattari vaxtaráætl- anir fyrir COVID en höfum aðlagað þær breyttum aðstæðum.“ Nítján ár í lyfjageiranum Ræðum aðeins um starfsferil þinn. „Ég er í grunninn lyfjafræðingur, en hef í raun starfað á viðskipta- hliðinni eftir að ég útskrifaðist rétt fyrir aldamót. Þá var að hefj- ast mikil uppbygging í þessari atvinnugrein. Ég starfaði fyrst hjá félagi sem var tekið yfir af Delta sem varð síðar að Actavis. Þar starf- aði ég á markaðssviðinu fram til ársins 2003 þegar ég fór til Medis, dótturfélags Actavis, og leiddi þar meðal annars viðskiptaþróun,“ segir Jónína. Starfsemi Medis fólst í því að selja hugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja, sem nýttu það til þess að setja vörur á markað undir eigin nafni. Á tíu ára tímabili, frá árinu 2000 til ársins 2010, tífald- aðist velta Medis úr 20 milljónum evra upp í yfir 200 milljónir evra. Lyfjarisinn Teva Pharmaceuti- cals keypti Actavis árið 2016 og ákvað í kjölfarið að hefja söluferli á Medis. „Það ferli gekk mjög vel og við fengum bindandi tilboð í félag- ið, en það var ýmislegt sem breytt- ist í millitíðinni. Teva skipti um framkvæmdastjórn og endurfjár- magnaði sig algjörlega, sem varð til þess að lausafjárþörfin minnkaði. Að lokum var ákveðið að hætta við söluferlið og innlima Medis í Teva og upp úr því ákvað ég að láta af störfum sumarið 2019.“ Allir vilja heim fyrir rest Uppbygging lyfjaiðnaðarins gat af sér mikla þekkingu hérlendis. Þegar mest lét störfuðu um 850 manns hjá Actavis-samstæðunni á Íslandi, þar af um 70 hjá Medis og um 300 í verksmiðjunni. Höfuð- stöðvar Actavis voru hins vegar f luttar til Sviss vorið 2011 og fylgdu margir íslenskir stjórnendur fyrir- tækinu út. „Margir hafa aldrei snúið aftur heldur farið að vinna hjá öðrum lyfjafyrirtækjum. Nær allir Íslend- ingar sem unnu hjá Actavis erlendis hafa nú hætt störfum hjá fyrirtæk- inu og starfa nú sem stjórnendur hjá lyfjafyrirtækjum úti um allan heim. Við höfum getið af okkur gríðarlega marga sérfræðinga og stjórnendur á þessu sviði.“ Sem dæmi um það hversu atkvæðamiklir Íslendingar hafa verið í alþjóðlegum lyfjaiðnaði, nefnir Jónína ráðstefnu árið 2015. Um er að ræða risastóra, árlega ráðstefnu sem laðar til sín tugi þúsunda gesta á hverju ári. Þar eru veitt verðlaun í ýmsum f lokkum. „ Skömmu f y r ir v iðbu rðinn var greint frá sex tilnefningum í f lokknum „Leiðtogi ársins“ en þar af voru þrír Íslendingar, eða Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, Sig- urður Óli Ólafsson, forstjóri Teva, og Valur Ragnarsson, forstjóri Medis. Þrjár af sex tilnefningunum Íslendingar. Það segir sína sögu.“ Þá er ekki ólíklegt að einhverjir stjórnendur muni snúa aftur heim eftir því sem umsvif Coripharma aukast. Að sögn Jónínu er mikill áhugi fyrir því að reisa við burðugt þekkingarfyrirtæki á Íslandi. „Þegar verksmiðjan var sett aftur í gang voru tvö ár frá því að starf- semin var lögð niður. Fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur höfðu leitað á önnur mið. En þegar fjár- festar greindu þeim frá áformunum voru f lestir tilbúnir að kasta öllu frá sér og stökkva út í óvissuna. Það er mikil ástríða fyrir því að byggja upp þekkingarfyrirtæki í lyfjaiðn- aði á Íslandi. Og ég er í sambandi við fólk sem er starfandi hjá lyfja- fyrirtækjum úti um allan heim og það langar alla heim fyrir rest. Fólk minnir á sig.“ Planið vandlega yfirfarið Hvernig hafa fyrstu mánuðirnir í starfi forstjóra Coripharma verið? „Við byrjuðum á því að fara vand- lega yfir stefnuna og fórum síðan nákvæmlega yfir áætlanir okkar til næstu tíu ára. Þegar við vorum búin að teikna upp hvernig framleiðslan yrði, bæði hvað varðar verktöku og lyfjaþróun, þá keyrðum við þær áætlanir í gegnum framleiðslu- kerfið til þess að sjá hvort það væru einhverjir f löskuhálsar í fram- leiðslunni. Þetta var heilmikil vinna og í kjölfarið fórum við í ýtarlega greiningu á kostnaðarverði seldra vara. Allt var reiknað upp á nýtt til að leggja mat á samkeppnisfærnina. Nú líður okkur mjög vel með planið. Við erum ekki að yfirselja framleiðslugetu verksmiðjunnar og vitum nákvæmlega hvað við getum framleitt og hvað það mun kosta. Við vitum einnig að verksmiðjan verður samkeppnisfær í verðum fyrir þau verkefni sem við höfum valið okkur.“ Nær allir Íslend- ingar sem unnu hjá Actavis erlendis starfa nú sem stjórnendur hjá lyfja- fyrirtækjum úti um allan heim. Við höfum getið af okkur gríðarlega marga sérfræðinga og stjórnendur á þessu sviði. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er 1,2 milljarðar taflna á ári. 9M I Ð V I K U D A G U R 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.