Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 42
Ég er 37 ára sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari, fædd og uppalin á Akranesi, en fluttist til Vest-
mannaeyja 11 ára gömul. Þar kynnt-
ist ég eiginmanni mínum, Sindra
Ólafssyni, og á með honum tvö
börn. Ég starfa líka sem hreyfistjóri
við heilsugæsluna í Vestmanna-
eyjum, er vottaður sérfræðingur
Vinnueftirlitsins um öryggi og heil-
brigði á vinnustað og hef sótt mér
réttindi til Bandaríkjanna í vinnu-
vistfræðiráðgjöf. Auk þess er ég
oddviti og bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í Vestmannaeyjum.“
Lítið vitað um líkamann
Hildur segir hugmyndina að Leiðar-
vísi líkamans hafa kviknað í námi.
„Hugmyndin fæddist þegar ég áttaði
mig á í náminu hversu lítið ég vissi
um líkamann, en þróaðist áfram
þegar ég fór að sinna einstaklingum
sem hefðu oftar en ekki að einhverju
leyti getað komið í veg fyrir sín
vandamál með meiri grunnþekk-
ingu á líkamanum, líkamsstöðu og
líkamsbeitingu.“
Sagan að baki heiti verkefnisins
er áhugaverð. „Ég gaf verkefninu
nafnið Leiðarvísir líkamans því við
fjárfestum á lífsleiðinni í fjölmörg-
um útskiptanlegum raftækjum, sem
fylgja oftar en ekki þykkar leiðbein-
ingar um við hvaða aðstæður er best
að nota græjuna, hvernig er hægt
að auka líftíma hennar og hvað beri
að gera ef algeng vandamál koma
upp. Svo fæðumst við í þessu verk-
fræðiundri sem mannslíkaminn er,
en honum fylgja engar notkunar-
leiðbeiningar. Samt er fjölmargt sem
við getum gert til að tryggja betri
endingartíma hans, til að koma
í veg fyrir að við þurfum á vara-
hlutum að halda og ýmislegt sem
við getum gert án lyfja eða aðgerða
þegar algeng vandamál koma upp,“
útskýrir Hildur.
Ætlaði að skrifa bók
„Upprunalega hugmyndin var að
skrifa sjálfshjálparbók, en vanda-
málið er að þeir sem kaupa sjálfs-
hjálparbækur eru oftast þeir sem
þurfa síst á aðstoðinni að halda,
því þeir eru byrjaðir að huga að
heilsunni. Þekkingarútbreiðslan
væri þannig háð áhuganum á heilsu-
eflingu.“
Hildur leggur sérstaka áherslu á
að ná til ungmenna. „Besta leiðin til
að ná til flestra er í gegnum mennta-
kerfið og því beini ég fræðslunni
að elstu bekkjum grunnskóla og
byrjaði í Grunnskólanum í Vest-
mannaeyjum. Það vatt upp á sig
og ég fór að halda fyrirlestra og
kynningar fyrir fjölmarga hópa og
vinnustaði, ásamt því að halda úti
vefsíðunni www.leidarvisirinn. is
og fésbókarsíðunni Leiðarvísir
líkamans. Fræðslan samanstendur
af fjölbreyttum fróðleik, þar sem
áhersla er á góða líkamsstöðu,
líkamsbeitingu og vinnustellingar.“
Mikil vinna hefur farið í að búa til
námsefni. „Ég þróaði námsefni fyrir
grunnskólanemendur yfir langan
tíma, hef nýtt mér reynslu, áhuga
og samtöl við nemendur til að gera
efnið áhugavert og eftirminnilegt.
Mikilvægast er að nemendur átti
sig á hvaða hag þeir hafa af því að
tileinka sér það sem ég er að kenna
þeim. Lokamarkmiðið er að þetta
verði hluti af aðalnámskrá, enda
hagnýt þekking, ekki bara fyrir
nemendurna sjálfa, heldur atvinnu-
lífið og heilbrigðiskerfið okkar til
framtíðar,“ segir hún.
Styrkurinn mikilvæg hvatning
„Í vor fékk verkefnið úthlutun úr
Lýðheilsusjóði Embættis landlæknis
sem var mikilvæg hvatning til að
halda áfram á þessari braut. Ég
þróaði áfram námsefnið og spurn-
ingalista til að fá betri yfirsýn yfir
þekkingu nemenda á líkamsstöðu
og líkamsbeitingu. Ég hef fengið
jákvæð viðbrögð úr skólaumhverf-
inu og er komin með marga áhuga-
sama grunnskóla á verkefnalistann
og hafa heilsueflandi grunnskólar
forgang eins og er. Ég finn fyrir
miklum áhuga nemenda og þakk-
læti og hvatningu frá kennurum
sem ég er þakklát fyrir. Ég hef verið
að skipuleggja skólaheimsóknir
næstu mánaða en áhrif COVID hafa
vissulega sett strik í reikninginn. Ég
bíð því mjög spennt að komast aftur
í að breiða út fagnaðarerindið.“
Þá sé brýnt að huga að heilsunni
um þessar mundir. „Það er fjöl-
margt sem við getum gert til að
bæta líkamlega og andlega heilsu
sem kostar lítið og það hefur sjaldan
verið mikilvægara að stunda ein-
hvers konar heilsueflingu.“
Hér fyrir neðan eru nokkrar heilsu-
bætandi hugmyndir frá Hildi.
n 30 mínútna ganga í náttúrunni
n Huga að vinnuaðstöðunni. Fyrir
þá sem vinna skrifstofustörf
skiptir skrifborðsstóll, skrifborð
og staðsetning skjás miklu máli
n Brosa. Það veldur losun boðefna
í heilanum sem hafa jákvæð áhrif
á andlega og líkamlega heilsu.
Gervibros gefa sömu áhrif og ein-
læg bros þó ekki í sama mæli. Það
er góð heilsurækt að æfa bros.
n Gera góðverk og taktu þátt í sjálf-
boðastörfum eða félagsstarfi
n Huga að góðu mataræði og reglu-
legum nætursvefni
n Takmarka notkun ávanabindandi
efna (áfengis og tóbaks)
n Ekki hika við að leita þér aðstoðar
sjúkraþjálfara ef þú glímir við
stoðkerfisverki
Líkamanum fylgja engar leiðbeiningar
Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari heldur utan um verkefnið Leiðarvísir líkamans, en
þar er að finna fjölbreytta fræðslu um góða líkamsstöðu, líkamsbeitingu og vinnustellingar.
Hildur Sólveig
Sigurðardóttir
segir afar
áríðandi að
auka fræðslu
um stoðkerf-
isvanda. MYND/
SINDRIÓLAFSSON
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Collagen skin með
íslenskum þörungum
Collagen liðamót
Öflug blanda fyrir liði
og betri líðan
Kröftug virkni Nýtt frá
ICEHERBS
Fæst í öllum helstu matvöruverslunum,
apótekum og heilsuvöruverslunum.
120 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI
Fyrir liðina
+ túrmerik, magnesíum
& C-vítamín
collagen liðam
120 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI
collagen skin
Fyrir húðina
með íslenskum þörungum
+ C-vítamín
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
HVER VANN?
Sportið á frettabladid.is færir þér
allar nýjust fréttirnar úr heimi
íþróttanna.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R