Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 37
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Auður Inga Ein-arsdóttir gegnt stjórn-endastöðum í atvinnu-l í f i nu u m á r a b i l . Henni líður best uppi á
fjöllum og varla líður sú helgi sem
Auður Inga ver ekki töluvert hátt
yfir sjávarmáli. Til lengri tíma litið
hyggur hún á að setjast að á lands-
byggðinni.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Allt með forskeytinu fjall- og því
fylgir venjulega töluvert bras. Mér
líður best einhvers staðar utandyra
þar sem ég get hlaðið batteríin. Að
koma þreytt heim eftir góða helgi á
fjöllum með manninum mínum og
vinum finnst mér besta leiðin til að
verja frítíma mínum, sama hvaða
árstíð er. Ég bætti fjallahjólinu við
í sumar, en fram að því var ég mikið
að ganga á fjöll og svo eru það auð-
vitað fjallaskíðin. Ég er reyndar á
fjallabretti (e. splitboard) sem er
snjóbrettaútgáfan af fjallaskíðum.
Þegar ég keypti mér þannig bretti
fyrir nokkrum árum opnaðist mér
algjörlegra ný vídd í íslenskri nátt-
úru. Að geta rennt sér á skíðum allt
árið um kring eru forréttindi.
Ég hef svo verið að fikra mig
áfram í skútusiglingum, en maður-
inn minn er allur í þeim. Ég myndi
segja að ég væri meira á hliðar-
línunni í dag, en ég er farin að slá
um mig með sjóaraslangri og veit
hvenær ég á að beygja mig undir
bómuna. Það er víst fyrsta skrefið.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Mikið vildi ég geta sagt að ég
hellti upp á kaffibolla, læsi blaðið og
ristaði mér brauð með smjöri og osti
áður en ég skottaðist alltof snemma
í hóptíma í ræktinni. Raunin er sú
að ég velti mér fram úr rúminu um
áttaleytið eftir allnokkur snús, hef
mig til fyrir vinnuna í f lýti og er
farin út um dyrnar korteri síðar. Um
helgar er þó hraðinn allt annar. Þá
setjum við góða tónlist á og hendum
í morgunmat áður en við höldum út
í daginn og upp á fjöll.
Nærðu að halda jafnvægi milli
vinnu og fjölskyldulífs?
Já, það gengur furðu vel. Það
koma álagstímar þar sem annað
víkur fyrir hinu, en ég hef síðustu
ár náð mjög góðu jafnvægi þarna
á milli. Það skiptir mig miklu máli
að vinna hjá fyrirtæki sem leggur
sig fram við að hlúa að jafnvæginu.
Að geta stundum hætt á hádegi og
farið út í góða veðrið og tekið svo
aðra lengri daga á móti, er lykillinn
að jafnvægi fyrir mig.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin á undanförnum miss-
erum?
Það mun vera haustráðstefna Adv-
ania. Þegar heimsfaraldurinn bank-
aði upp á og hróflaði við okkar áætl-
unum um að halda haustráðstefnu
Advania í Hörpu, kom ekki til greina
að fresta henni.
Breyttir tímar kalla á ný vinnu-
brögð og við ákváðum að tækla
þetta með tækninni. Tekin var
ákvörðun rétt fyrir sumarfrí um að
keyra á stafræna ráðstefnu í ár. Við
ákváðum líka að gefa ekki tommu
eftir í gæðum eða öðru sem snerti
upplifun gesta.
Úr varð ekki aðeins fjölmennasta
og einna best heppnaða ráðstefnan
okkar í 26 ár, heldur leiddi þessi
ákvörðun til nýsköpunar í sinni
tærustu mynd, þar sem við þróuðum
þessa líka fínu stafrænu ráðstefnu-
lausn.
Hver eru helstu verkefnin fram
undan?
Þau snúa f lest að stafrænni veg-
ferð okkar hjá Advania. Við í mark-
aðsdeildinni framleiðum stærstan
hluta af okkar markaðsefni sjálf
og í grunninn snýst þetta alltaf
um réttu skilaboðin á réttan hóp
á réttum tíma. Á stóru heimili er
alltaf nóg að gera.
Ef þú þyrftir að velja annan
starfsframa, hvað yrði fyrir valinu?
Mig langar rosalega að segja
atvinnumaður í karaókí, en það er
frekar langsóttur draumur. Söng-
hæfileikar mínir hafa hingað til
tæpast fallið í kramið hjá fólki, þó
ég bæti það upp með sterku lagavali
og faglegri sviðsframkomu. Ætli ég
myndi ekki velja eitthvað hönn-
unartengt. Keramik, textílhönnun
og föndur af ýmsu tagi hefur alltaf
höfðað til mín.
Hvar sérðu þig eftir tíu ár?
Væntanlega einhvers staðar á
fjöllum. Eftir 20 ár ætla ég hins
vegar að búa í einhverju litlu
bæjarfélagi á landsbyggðinni með
fjölskyldu og vinum. Er það ekki
hugguleg framtíðarsýn?
Hvers hlakkar þú mest til þessa
dagana?
Má segja að ferðast aftur til
útlanda? Fyrir tæpu ári vorum ég
og maðurinn minn að sigla skútu í
námunda við Púertó Ríkó. Ég væri
alveg til í að vera með eitthvað
þess háttar á dagskrá til að hlakka
til. Ég held bara áfram að láta mig
dreyma.
Hvers konar stjórnunarstíl hef-
urðu tileinkað þér og hvers vegna?
Stjórnendastílinn minn snýst
ef laust að mestu leyti um það að
hvetja aðra áfram og ganga fram
með góðu fordæmi. Fá fólk með mér
í lið að leysa krefjandi verkefni. Ég
áttaði mig mjög fljótt á því á mínum
stjórnendaferli, sem nú þegar hefur
spannað yfir tólf ár, að ég myndi
seint verða sérfræðingur í öllu. Það
var mér mikill léttir þegar ég átt-
aði mig á því. Mitt hlutverk snýst
um að skapa nærandi umhverfi,
treysta og hjálpa fólkinu mínu að
ná árangri. Þannig myndi ég mæla
minn árangur.
Eyðir hverri lausri
stund í bras á fjöllum
Svipmynd
Auður Inga Einarsdóttir
Nám:
Viðskiptafræðingur frá Háskóla
Íslands. Meistaragráða í stjórnun
og forystu frá Háskólanum á Bif-
röst.
Störf:
Varði fyrstu árunum á vinnu-
markaði hjá Vodafone, síðast
sem rekstrarstjóri verslana á
árunum 2008-2012. Þaðan fór
ég til Advania þar sem ég hef
verið sölustjóri og varð síðar
forstöðumaður notendalausna.
Gegni nú starfi markaðsstjóra.
Fjölskylduhagir:
Í sambúð með Jóhannesi Smára
Ólafssyni.
Auður Inga Einarsdóttir, markaðsstjóri Advania, segir að stafræn haustráðstefna fyrirtækisins hafi gengið vonum
framar. Ráðstefnan var ein sú fjölmennasta sem fyrirtækið hefur staðið fyrir á undanförnum árum. MYND/AÐSEND
13M I Ð V I K U D A G U R 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 MARKAÐURINN
tapas.is
TILBOÐ A – FYRIR TVO
• Nýbakað brauð með hummus og tapenade
• Marineraðar lambalundir með lakkríssósu
• Beikonvafin hörpuskel og döðlur á spjóti (2 stk.)
með sætri chilli sósu
• Djúpsteiktur humar í orly
• Kjúklingaspjót (2 stk.) með blómkáls-cous cous,
furuhnetum, blómkálsmauki og alioli
• Nautaspjót (2 stk.) með sveppaduxelles,
bourgunion-sveppasósu og smælki
5.890 kr. 2.945 kr. á mann
TILBOÐ B – FYRIR TVO
• Nýbakað brauð með hummus og tapenade
• Beikonvafin hörpuskel og döðlur á spjóti (2 stk.)
með sætri chilli sósu
• Andabringa með jarðskokkum, svartrót
og Malt- og Appelsínsósu
• Djúpsteiktur humar í orly
• Kjúklingastrimlar í chiliraspi með gráðaostasósu
• Lambaspjót (2 stk.) með chorizo-sósu, smælki
og rótargrænmeti
• Nautaspjót (2 stk.) með sveppaduxelles,
bourgunion-sveppasósu og smælki
6.890 kr. 3.445 kr. á mann
VEGAN TILBOÐ
• Nýbakað brauð með hummus og tapenade V
• Blómkál marinerað með harissa, blómskálsmauki,
pistasíu-lime vinaigrette og granatepli V
• BBQ Jackfruit soft taco (2 stk.) með mangó-jalapeno
salsa, avókadómauki og ferskum kóríander V
• Vegan Piri Piri "rif" með djúpsteiktu smælki
og sítrus-hvítlaukssósu V
3.990 kr. á mann
Tekið er við pöntunum í síma 551 2344
eða á netfangið tapas@tapas.is
TAPASBARINN
MEÐ ÞÉR HEIM!
SÚPER TAKE AWAY
TILBOÐ
HINN EINI SANNI Í 20 ÁR!