Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 4
Til þess að rafbíla- væðing Íslands gæti orðið að veruleika þurftu innviðirnir að koma á undan eftirspurninni. Berglind Rán Ólafsdóttir Katrín Tanja er ein fremsta íþróttakona heims Í bók sinni veitir hún lesendum innsýn í líf sitt og það sem hún hefur gert til að ná árangri og verða fyrirmynd SIGRAR OG ÓSIGRAR Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–16 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA STJÓRNSÝSLA Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á Orku náttúrunnar, ON. Samkvæmt bréfi stofnunarinnar til fyrirtækis- ins snúa meint brot að sölu, upp- setningu og þjónustu ON á hleðslu- stöðvum og hleðslum fyrir raf bíla. Kæran var lögð fram af Ísorku, sem er söluaðili hleðslustöðva, í júlí í fyrra. Fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins á sínum tíma að í kærunni, sem er í á annað hundruð liðum, er ON sakað um að nota markaðsráðandi stöðu á raforku- markaði til að koma sér í einok- unarstöðu á miðlun rafmagns til raf bíla. ON er alfarið í eigu Orku- veitu Reykjavíkur. Samkeppniseftirlitið sendi ON tilkynningu um rannsóknina í sept- ember. Hefur ON sent stofnuninni bréf þrívegis þar sem athugasemd- um er komið á framfæri. „Að virtum þeim upplýsingum og gögnum sem af lað hefur verið við forathugun málsins og í ljósi þess að umkvörtuð háttsemi virðist enn til staðar og vísbendingar um að hún raski sam- keppni, hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi ON á mögulegum mark- aði fyrir hleðslur, hleðslustöðvar og rafmagn, sbr. nánar erindi kvartanda sem félagið hefur undir höndum,“ segir í bréfinu. Þá er óskað frekari gagna, þar á meðal upplýsinga um allar hleðslu- stöðvar ON frá 2016 til júlíloka í ár. Einnig er farið fram á yfirlit yfir tekjur og rekstrarkostnað vegna hleðslustöðva og sölu rafhleðslna. Þá er óskað eftir gögnum um inn- kaup á hleðslustöðvum auk upplýs- inga um tekjur ON vegna smásölu rafmagns til heimila og fyrirtækja. Áttu þau gögn að vera afhent stofn- uninni í síðasta lagi á mánudaginn. Berglind Rán Ólafsdóttir, fram- kvæmdastýra ON, segir fyrirtækið hafa gegnt lykilhlutverki í uppbygg- ingu innviða fyrir raf bíla á Íslandi síðustu 6 árin. „Til þess að raf bíla- væðing Íslands gæti orðið að veru- leika þurftu innviðirnir að koma á undan eftirspurninni, þ.e. rafbílun- um, sem voru um 100 talsins þegar ON hóf vegferðina,“ segir Berglind. „Ákvörðun ON um að taka virk- an þátt í þróun innviða á Íslandi er byggð á stefnu fyrirtækisins í umhverf is- og loftslagsmálum, sem styður við markmið Íslands og áherslu stjórnvalda á orkuskipti í samgöngum. Styrkir frá Orkusjóði, þ.e. ríkinu, hafa verið mikilvægir uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Íslandi, fyrir ON og önnur sem tekið hafa þátt í þróuninni á síðari árum.“ Hún segir að þegar raf bílnum fjölgi sífellt séu fleiri fyrirtæki farin að taka þátt í uppbyggingu innviða fyrir raf bíla, sem sé afar jákvætt og nauðsynlegt til þess að þjóðin nái langtímamarkmiðum þegar kemur að orkuskiptum. „Markaður með hleðslustöðvar á Íslandi er lítill og frekari uppbygging háð framlagi frá ríkinu í þeim tilgangi að stuðla að fjárfestingum sem stuðla að því að Ísland nái settum loftslagsmark- miðum,“ segir Berglind. „Skoðun Samkeppniseftirlitsins á markaðnum kom Orku náttúr- unnar á óvart vegna þess hve lítill markaðurinn er auk þess sem hann er á algjöru frumstigi uppbyggingar og á þannig eftir að mótast og þróast eftir því sem rafbílum fjölgar áfram næstu árin. Engu að síður, þá mun skoðun Samkeppniseftirlitsins verða til þess að staða og skipulag þessa markaðar skýrist og ég von- ast innilega til þess að niðurstaðan verði hvetjandi fyrir áframhaldandi uppbyggingu þessara mikilvægu innviða til lengri tíma.“ arib@frettabladid.is Formleg rannsókn hafin á störfum Orku náttúrunnar Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á Orku náttúrunnar. Meint brot Orku náttúrunnar snúa að sölu, uppsetningu og þjónustu fyrirtækisins bæði á hleðslustöðvum og hleðslum fyrir rafbíla. Framkvæmdastýra ON segist vona að niðurstaðan verði hvetjandi til áframhaldandi uppbyggingar. Kæra Ísorku sem lögð var fram í fyrra snýr að rekstri og uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNSÝSLA Það er orðið rann- sóknarefni að mati Vigdísar Hauks- dóttur, fulltrúa Miðf lokksins í borgarráði, hvað keypt er af sér- fræðiþjónustu – bæði hjá borginni, B-hluta fyrirtækjum og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu. Vigdís spurði um ráðgjafa- fyrirtækið Strategíu í borgarráði og birtist svar við fyrirspurn hennar í borgarráði á fimmtudag. Fyrir- tækið hefur fengið tíu verkefni hjá borginni og fengið 28 milljónir greiddar fyrir . „Ég trúi bara ekki að borgin skuli vera að kaupa svona of boðslega ráðgjöf. Til þess erum við kosin, til að stýra borginni. Þrjátíu milljónir á tveimur árum er vel í lagt finnst mér,“ segir Vigdís. Hún segist ekkert hafa á móti fyrirtækinu en gagnrýnin snúist um óþar fa peningaeyðslu hjá borgaryfirvöldum. Guðrún Ragn- arsdóttir, einn af eigendum Strate- gíu, segir að fyrirtækið sé sjö ára gamalt og upphæðin sé ekki mjög há miðað við önnur ráðgjafafyrir- tæki. „Eins og kemur fram í svari borgarinnar þá er gerð verðkönnun varðandi verkefnin og við vorum það heppnar að fá nokkur af þeim og höfum sinnt þeim eins vel og við getum. Það er ekkert annað hægt en að vera stolt af okkar vinnu,“ segir hún. „Við vorum nokkuð ánægðar eftir fund borgarráðs þegar skýrsla okkar var kynnt og Vigdís hrósaði okkur fyrir vel unnin störf,“ bætir Guðrún við. – bb Telur að skoða þurfi kostnað við sérfræðinga Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi furðar sig á háum sérfræðikostnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI VIÐSKIPTI Fasteignaverð á höfuð- borgarsvæðinu hækkaði um 1 pró- sent í september. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur það hækkað um 3 prósent síðastliðna þrjá mánuði og 4 prósent síðastliðna sex mánuði, alls hefur verðið hækkað um 5,6 prósent síðasta árið. Páll Heiðar Pálsson fasteigna- sali segir þetta langt umfram spár greiningardeilda stóru bankanna. „Við gætum horft fram á 7 til 8 pró- senta hækkun á þessu ári, það var spáð 3 til 4 prósentum,“ segir Páll. Frá 1. júlí til 1. október hafa selst um 2.516 eignir í fjölbýli og sérbýli, á sama tíma í fyrra seldust 1.995 eignir. Páll segir að markaðurinn Sér fram á skort á fasteignum á markaði og hátt verð næstu árin Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali gæti ofhitnað og skortur gæti orðið á eignum næstu árin. „Það eru um 2.100 eignir skráðar til sölu á höfuðborgarsvæðinu, þarf af um 700-800 nýbyggingar sem eru jafnvel þrískráðar. Eins er mikið um að eignir séu enn aug- lýstar til sölu sem eru seldar með ákveðnum fyrirvörum. Það má því segja að það séu í raun á bilinu 1.400 til 1.500 eignir á markaðnum í dag. Á sama tíma eru um 25.000 notendur að skoða fasteignavef Morgunblaðsins á viku,“ segir Páll. „Ég hef séð svona tölur áður, en síð- ast þegar ég gerði það þá hækkaði verðið mjög hratt.“ – ab 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.