Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 20
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Félag Hlutur Áætlað
söluverð hlutar
(ma. kr.)
Landsvirkjun 100% 312
Orkuveita Reykjav. 100% 261
Landsbankinn 100% 134
Íslandsbanki 100% 97
Landsnet 100% 70
Isavia 100% 67
Rarik 100% 49
ÁTVR 100% 19
Sorpa 100% 17
Harpa 100% 10
HS Veitur 66% 9
Íslandspóstur 100% 6
RÚV 100% 5
Orkubú Vestfj. 100% 5
Strætó 100% 2
Samtals 1.065
✿ Áætlað söluverð á
eignarhlutum ríkisins
Stjórnvöld ættu að for-gangsraða í r ík isf jár-má lu m t il st uðning s verðmætasköpun í hag-kerfinu og ráðast í heild-stæða athugun á ríkis-
rekstrinum. Þetta er á meðal þess
sem kemur fram í nýrri og ýtarlegri
skýrslu Viðskiptaráðs Íslands, sem
ber yfirskriftina Hið opinbera –
meira fyrir minna. Í skýrslunni
má finna fjölmargar tillögur, hug-
myndir og annað sem getur nýst í
þeirri vinnu að auka framleiðni í
rekstri hins opinbera.
„Margir kalla eftir auknum
útgjöldum ríkissjóðs en færri spyrja
hvernig hægt sé að nýta fjármagnið
betur. Nú, þegar hætta er á því að
hagkerfið hafi orðið fyrir varan-
legu höggi, er tímabært að skoða
hvernig hægt er að auka framleiðni
hins opinbera og hagræða, án þess
að það bitni á atvinnustigi,“ segir
Konráð S. Gíslason, aðalhagfræð-
ingur og aðstoðarframkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs, í samtali við
Markaðinn.
Tilefni skýrslugerðarinnar er
ekki einungis efnahagslega höggið
sem kórónaveiran hefur veitt hag-
kerfinu, heldur einnig aðrar stórar
áskoranir sem hagkerfið stendur
frammi fyrir. Í því samhengi er
nefnt að öldrun þjóðarinnar á
næstu áratugum muni krefjast
stóraukinna útgjalda til heilbrigðis-
kerfisins.
Skýrsluhöfundar rifja upp að
síðastliðin ár hafi verið mikill
uppgangur í hagkerfinu. Lands-
framleiðsla jókst um 35 prósent á
árunum 2010 til 2019 og hinu opin-
bera tókst að létta skuldabyrði
sína. En aðstæður breyttust hratt.
Á þessu ári munu útgjöld úr ríkis-
sjóði aukast um tæplega 140 millj-
arða króna og á sama tíma dragast
skatttekjur saman. Er því útlit fyrir
að hið opinbera verði í heild sinni
rekið með nær 300 milljarða króna
halla.
„Lykilþáttur í bættri stöðu opin-
berra fjármála voru stöðugleika-
framlög föllnu bankanna upp á
nærri 500 milljarða króna, sem
runnu í ríkissjóð árið 2016. Ljóst
er að slíkt mun ekki endurtaka sig
og óvíst er hvenær ferðaþjónustan
lifnar við á ný,“ segir í skýrslunni.
Ríkisstjórnin áformar að á næstu
árum muni hið opinbera styðja
við hagkerfið með hallarekstri og
að aukin útgjöld verði ekki fjár-
mögnuð með skattahækkunum
heldur lántöku. Skuldir hins opin-
bera munu því aukast, en sam-
kvæmt nýrri fjármálastefnu verða
opinberar skuldir 59 prósent af
landsframleiðslu árið 2023 og í lok
sama árs er áætlað að uppsafnaður
halli verði orðinn meiri en þúsund
milljarðar.
Viðskiptaráð telur rétt að hið
opinbera styðji nú við hagkerfið af
krafti með hallarekstri og lántöku,
en þó þurfi að tryggja að útgjöld
vegna neyðarástandsins verði ekki
varanleg, svo opinber fjármál verði
sjálf bær til lengri tíma. Einnig þarf
að vinna markvisst að því að auka
framleiðni hjá hinu opinbera, svo
að útgjöldin verði skilvirkari, ef la
samkeppnishæfni atvinnulífsins
og hvetja til aukinnar fjárfestingar.
Ein tillaga Viðskiptaráðs er að
losa um þá eignarhluti sem hið
opinbera fer með í opinberum
fyrirtækjum en samkvæmt grófri
áætlun skýrsluhöfunda væri hægt
að af la töluverðra fjármuna með
þessari leið. Áætlunin miðast við
Brýnt að taka ríkisreksturinn í gegn
Ráðast þarf í heildstæða athugun á starfsemi hins opinbera, að mati Viðskiptaráðs. Skuldir ríkissjóðs munu vaxa á miklum hraða
og stórar áskoranir til lengri tíma litið. Sala á eignarhlutum ríkisins gæti skilað sem nemur uppsöfnuðum hallarekstri til 2023.
Viðskiptaráð segir álitamál um ríkisrekstur sjaldan tekin til skoðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Nokkrar tillögur úr
skýrslu Viðskiptaráðs
n Selja á þær fasteignir ríkisins
sem leiða til óhagkvæmrar
nýtingar.
n Kanna þarf möguleika á því
að hið opinbera losi um
eignarhluti sem hið opin-
bera fer með í fyrirtækjum.
n Nýta þarf tækifæri í sam-
vinnu einka- og opinberra
aðila í auknum mæli, t.d.
með samvinnuleið (PPP) um
innviðaverkefni.
n Ýmis verkefni má færa frá
hinu opinbera til einkaaðila
í heilbrigðisþjónustu,
menntamálum og eftirlits-
starfsemi, líkt og gert er í
meira mæli á hinum Norður-
löndunum.
n Stuðla þarf að því að einka-
fjárfesting aukist á ný með
skattalegum hvötum til
einstaklinga og fyrirtækja,
ásamt því að bæta í hvata til
nýsköpunar.
n Hafi einkaaðilar haslað sér
völl í ákveðinni starfsemi
á ríkið að stíga til hliðar og
hætta samkeppnisrekstri.
n Draga þarf úr miðstýringu í
menntakerfinu.
n Horfa þarf til sameiningar
ríkisstofnana svo þær geti
sinnt hlutverkum sínum
með fullnægjandi hætti.
Nú, þegar hætta er á
því að hagkerfið
hafi orðið fyrir varanlegu
höggi, er tímabært að skoða
hvernig hægt er að auka
framleiðni hins opinbera og
hagræða, án þess að það
bitni á atvinnustigi.
Konráð S.
Guðjónsson,
aðalhagfræðing-
ur Viðskiptaráðs
Íslands
0
-200
-400
-600
-800
-1.000
-1.200
2020 2021 2022 2023 Uppsafnað
-1.013
-175-237-298-303
✿ Afkoma hins opinbera, ma. kr.
svokallað V/I- hlutfall, það er mark-
aðsverð miðað við eigið fé, hjá sam-
bærilegum fyrirtækjum.
Samkvæmt áætlun Viðskipta-
ráðs væri hægt að losa um 1.065
milljónir króna með sölu á eignar-
hlutum ríkisins, og þar af rúmar
800 milljónir með sölu á Lands-
virkjun, Orkuveitu Reykjavíkur,
Landsbankanum og Íslandsbanka.
„Þess utan myndi sala á eignar-
hlutum hins opinbera auka sam-
keppni, verðmætasköpun og störf
innan einkageirans ásamt því að
ýta undir fjárfestingu.“
Þá er ríkið stærsti eigandi fast-
eigna á Íslandi með samtals 900
þúsund fermetra af húsnæði í um
954 fasteignum. Heildarfasteigna-
mat þessara eigna er um 164 millj-
arðar króna. Viðskiptaráð bendir á
að nýting þeirra sé óhagkvæm, en
árið 2015 var gerð úttekt þar sem
fram kom að ríkisstofnanir á höfuð-
borgarsvæðinu notuðu nærri tvö-
falt f leiri fermetra á hvern starfs-
mann en alþjóðleg viðmið segðu
til um.
Að mati Viðskiptaráðs væri æski-
legt að ríkið seldi þessar eignir.
„Leigi hið opinbera fasteignir á
almennum markaði er líklegra að
nýting húsnæðisins verði betri.“
Viðskiptaráð segir brýnt að auka
framleiðni í opinberum rekstri,
enda sé óraunhæft að hið opin-
bera takist á við þær áskoranir sem
fram undan eru með því að hækka
skatta. Bent er á að framleiðni í
opinberri þjónustu hafi setið eftir
í samanburði við aðrar atvinnu-
greinar. Frá árinu 2008 hefur
árlegur meðalvöxtur á framleiðni
einungis verið 1 prósent hjá hinu
opinbera, samanborið við 2 pró-
sent í öðrum geirum atvinnulífsins.
„Í þessu ljósi vakna áleitnar
spurningar um hvort laun hjá hinu
opinbera séu orðin ósjálf bær í hlut-
falli við af köst og hvort meðferð
skattfjár sé forsvaranleg.“
Að mati skýrsluhöfunda eru
margar leiðir færar til að auka fram-
leiðni í ríkisrekstri og ein þeirra er
sú að sameina embætti og ríkis-
stofnanir. Þeir telja æskilegt að sam-
eina Samkeppniseftirlitið, Póst- og
fjarskiptanefnd, Neytendastofu og
fjölmiðlanefnd í eina ríkisstofnun.
„Í nágrannaríkjunum má finna
dæmi um sameiningar af þessum
toga,“ benda skýrsluhöfundar á.
„Þannig starfrækja Finnland og
Danmörk til að mynda Samkeppn-
is- og neytendaeftirlit í einni stofn-
un og í Hollandi var samkeppnis-
eftirliti, póst- og fjarskiptaeftirliti
og neytendaeftirliti steypt í eina
stofnun.“
Einnig eru sögð tækifæri í því að
viss eftirlitsstarfsemi verði færð
frá sveitarfélögum, en í dag sinna
76 byggingarfulltrúar eftirliti með
húsbyggingum og heilbrigðiseftir-
lit sveitarfélaganna eru tíu talsins.
Að mati Viðskiptaráðs má leggja
þessi embætti niður og sameina í
eina stofnun. Auk þess má kanna
möguleika á frekari sameiningu
sýslumannsembættanna sem eru
nú níu talsins.
Þá leggur Viðskiptaráð til að
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði
lagður niður. Sameiningar sveitar-
félaga ættu með skýrum hætti að
vera tengdar framlögum úr jöfn-
unarsjóði, frekar en íbúafjölda.
„Þannig mætti til dæmis líta á
framlög til sveitarfélags úr Jöfn-
unarsjóði 3-5 ár aftur í tímann og
setja viðmið um sjálf bærni sveitar-
félagsins og þörf á sameiningu þess
við önnur út frá því,“ segir í skýrsl-
unni.
„Hafi viðkomandi sveitarfélag
þegið slík framlög úr sjóðnum að
rekstur þess verður ekki talinn
sjálf bær, sé ljóst að sveitarfélagið
þurfi að sameinast öðru.“
2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN