Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 12
FÓTBOLTI KSÍ tók ákvörðun í gær
um að halda sig við fyrri áætlanir
og stefna áfram á að ljúka keppni í
öllum deildarkeppnum Íslands fyrir
lok nóvembermánaðar. Pressan
hefur aukist á KSÍ undanfarna daga
um að taka ákvörðun um fram-
haldið enda rétt tæpar sex vikur
til stefnu en félög fengu heimild til
að æfa án snertingar í gær eftir tólf
daga hlé frá æfingum. Ákvörðun
KSÍ var tekin eftir ákveðnum skil-
yrðum og fór KSÍ sömu leið og KKÍ
Íslands deginum áður.
Á fundi stjórnar KSÍ í gær var
ákveðið að keppni skyldi hefjast
á ný með nýrri niðurröðun sem
verður kunngerð í dag en það var
háð einu stóru skilyrði. Takmark-
anir á æfingum og keppni yrð
afnumdar ekki síðar en 3. nóvem-
ber. Það reynist lykilatriði til þess
að mótin geti hafist á ný enda hafa
lið á höfuðborgarsvæðinu ekki
fengið að æfa undanfarnar tvær
vikur. Á sama tíma hafa félög út á
landi náð að halda úti æfingum en
mörg þeirra hafa neyðst til að senda
erlenda leikmenn heim í óvissunni
hvort að áframhald yrði á keppnis-
fyrirkomulagi í íslenska boltanum.
Ákvörðun stjórnar KSÍ kom sam-
dægurs og ákvörðun Almanna-
va r na r nef nd a r höf uðborga r-
svæðisins um að loka skyldi öllum
íþróttamannvirkjum í eina viku
að hið minnsta til að koma í veg
fyrir hópamyndun í von um að það
myndi hindra frekari útbreiðslu
kórónaveirunnar á stór Reykja-
víkursvæðinu.
Þessi áform eru því enn háð
óvissu um ástandið í íslensku þjóð-
félagi vegna útbreiðslu kórónaveir-
unnar en gerð í von um að ljúka
Íslandsmótinu í meistaraflokkum.
Ákvörðunin er því háð samþykki
stjórnvalda á nýjum markmiðum
KSÍ. Þá kom fram að KSÍ á enn eftir
að finna út hvað gera skal í bikar-
keppnunum þar sem Evrópusæti og
milljónirnar sem fylgja því eru enn
til boða karlamegin.
Ákvörðun KSÍ vakti mismikla gleði
á samskiptamiðlinum Twitter í gær
þar sem formenn hinna ýmissa
knattspyrnudeild hjá félögum á
Íslandi ræddu málið sín á milli.
Rauði þráðurinn í umræðunni var
hvenær félögin fengju heimild til
að æfa ef hefja ætti tímabilið á ný.
Ef ekki fáist heimild til að æfa með
bolta fyrr en 3. nóvember eru lið á
höfuðborgarsvæðinu nýfarin að
æfa á ný þegar deildarkeppnin eigi
að hefjast á ný á meðan lið utan
Reykjavíkur séu búin að ná að halda
nokkurn veginn striki.
Birgir Jóhannsson, framkvæmdar-
stjóri Íslensks toppfótbolta, hags-
munasamtaka félaga í tveimur efstu
deildum karla og kvenna, tók í sama
streng um áhyggjur af æfingatíma
þegar Fréttablaðið ræddi við hann
í gær.
„Þegar við ræddum afstöðu okkar
hjá ÍTF var auðvitað ekki sami
tónninn í öllum félögum hvernig
farið skyldi að þessu. Heilt yfir tel
ég að flest félög vilji klára mótið og
það sé ánægja með að það sé reynt.
Við höfum til 1. desember en það
sem við höfum helst áhyggjur af er
æfingaskortur. Fyrsta forgangsat-
riðið er að félögin á höfuðborgar-
svæðinu fái heimild til að æfa fyrir
fyrstu leikina og það sem fyrst.“
Aðspurður sagðist Birgir ekki vera
viss hvað yrði gert ef æfinga- og
keppnisbannið yrði framlengt í
byrjun nóvember.
„Það yrði mjög niðurdrepandi og
í raun útilokar að hægt sé að klára
mótið fyrir 1 desember. Nýjasta
útspilið að loka öllum íþróttamann-
virkjum kom okkur í opna skjöldu
en við getum þó reynt að æfa í sitt-
hvoru lagi áfram næstu dagana. Það
yrði fúlt fyrir leikmennina að keyra
sig af stað á nýjan leik og 4. nóvem-
ber yrði bannið framlengt. Það yrði
gjörsamlega fatalt, “ segir Birgir og
ítrekaði að möguleikinn á æfingum
væru mikilvægasti hluturinn.
„Stærsta púslið sem þarf að falla
á réttan stað er að félögin fái að
æfa sem allra fyrst. Erum búnir að
vera í æfingastoppi í tvær vikur og
það stefnir í að það nái yfir tæpan
mánuð. Það verður ekki hægt að
keyra beint í leiki, það myndi fara
illa með leikmennina. Við viljum
gera þetta fagmannlega en vitum
hversu erfitt það er. Höfum ekki
nokkrar vikur eins og í vor.“
Aðspurður segist Birgir efast um að
félögin séu til í að lengja tímabilið
ef til þarf.
„Ég efast um að það sé nokkur
grundvöllur fyrir því að lengja
mótið. Það er mikið lagt á leikmenn
fyrir, það er að verða komið ár síðan
undirbúningstímabilið hófst hjá
sumum liðum.“
kristinnpall@frettabladid.is
Reyna að ljúka Íslandsmótinu
KSÍ stefnir enn að því að klára mótshald í meistaraflokki karla og kvenna fyrir lok nóvember. Fram-
kvæmdastjóri ÍTF segir lykilatriði fyrir félögin að fá að hefja æfingar sem fyrst ef ljúka eigi mótinu.
Valsmenn þurfa fimm stig úr síðustu fjórum leikjunum til að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. MYND/VALLI
Stærsta púslið sem
þarf að falla á réttan
stað er að félögin fái að hefja
æfingar sem fyrst.
Birgir Jóhannsson,
framkvæmda-
stjóri Íslensks
toppfótbolta
FÓTBOLTI David Coote sem var
myndbandsdómari í leik Ever-
ton og Liverpool um síðustu helgi
verður í hlutverki fjórða dómara í
næstu umferð. Það er í fyrsta sinn
á þessu tímabili sem Coote er ekki
treyst fyrir hlutverki dómgæslu eða
myndbandsdómgæslu eftir afdrifa-
rík mistök hans um síðustu helgi.
Coote var Michael Oliver til
aðstoðar á leik Everton og Liver-
pool og sá ekkert refsivert í tækl-
ingu Jordan Pickford á Virgil van
Dijk. Coote einblíndi á hvort að van
Dijk væri rangstæður í aðdraganda
marksins og taldi að lokum tækl-
inguna ekki refsiverða. Oliver fór
því ekki í skjáinn og Pickford slapp
með skrekkinn eftir glórulausa
tæklingu. Síðar kom í ljós að mið-
vörðurinn var með slitið krossband.
Tvíeykið var sameinað á ný í
leik Wolves og Leeds fyrr í vikunni
og virtist missa af því þegar Raul
Jimen ez, sóknarmaður Úlfanna,
virtist sparka í Robin Koch í leikn-
um. Þá voru þeir dómarar leiksins
þegar Giovani Lo Celso var ekki
refsað fyrir að stíga vísvitandi á
Cesar Azpilicueta í leik Tottenham
og Chelsea fyrr á þessu ári. – kpt
Coote settur í
skammarkrók
GOLF Donald Trump, forseti Banda-
ríkjanna, hefur fengið heimild til að
byggja annan golfvöll í Aberdeen-
héraði í Skotlandi. Völlurinn verð-
ur við hlið annars golfvallar sem
Trump rekur í Aberdeen og mun
þessi bera nafn móður Donalds,
Mary Anne MacLeod.
Trump, sem er mikill golfáhuga-
maður, hefur verið duglegur að
nýta auð sinn til að byggja golf-
velli á heimsvísu og á hann fyrir
sautján golfvelli. Ellefu þeirra eru í
Bandaríkjunum í sjö mismunandi
fylkjum en þar að auki á Trump tvo
velli í Skotlandi, tvo í Írlandi og tvo
í Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum.
Búið var að samþykkja fram-
kvæmdirnar síðasta vor en málið
var tekið fyrir á ný vegna kvartana
um umhverfisvernd. Það kom ekki
í veg fyrir að Trump fengi heimild
yfirvalda í Aberdeen til að reisa
annan golfvöll. – kpt
Byggir annan
völl í Aberdeen
Hinn umræddi Coote. MYND/GETTY
Forsetinn þykir lunkinn á golfvell-
inum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI Það voru skýr skila-
boð sem Arsenal sendi Mesut
Özil um miðjan dag í gær, um að
hann væri ekki inni í myndinni
hjá Mikel Arteta. Arsenal skilaði
þá inn leikmannalistanum fyrir
komandi tímabil í ensku úrvals-
deildinni og var launahæsti leik-
maður félagsins hvergi sjáanlegur.
Özil er ekki heldur í hópnum í Evr-
ópudeildinni og er því líklegt Özil
hafi leikið sinn síðasta leik fyrir
Skytturnar.
Þrjú ár eru liðin síðan Özil skrif-
aði undir nýjan samning. Á þeim
tímapunkti átti Özil fimm mánuði
eftir af samningi sínum. Arsenal
var á þá að horfa á eftir Alexis
Sanchez til Manchester United og
vildi því gera allt til að koma í veg
fyrir brottför Özil. Arsenal gerði
Þjóðverjann því að launahæsta
leikmanninum í sögu félagsins.
Síðan þá hefur leiðin legið niður
á við og stefnir í að Özil komi við
sögu í 38 leikjum á þessum þremur
árum sem samið var um. Þar af nái
hann aðeins sautján sinnum að
leika allan leikinn.
Undanfarin ár hefur Özil ekki
virst jafn áhugasamur innan vallar
og hefur vakið meiri athygli utan
vallar. Hann hefur verið duglegur
að berjast fyrir þá sem minna mega
sín í mannréttindamálum en er
einnig liðtækur rafíþróttaspilari.
Per Mertesacker, liðsfélagi Özil til
margra ára, ýtti undir þennan orð-
róm á dögunum í viðtali í hlaðvarp-
inu Klick and Rush. „Hann giftist,
eignaðist fjölskyldu og einbeitingin
fór af fótboltanum á fjölskyldulífið.“
Það kom ekki til greina fyrir Özil
að yfirgefa Arsenal í sumar enda átti
hann samkvæmt heimildum Athle-
tic rétt á bónusgreiðslu (e. loyalty
bonus) upp á átta milljónir punda
á þessu tímabili. Sú klásúla var sett
inn að beiðni Arsenal í von um að
halda í stærstu stjörnu félagsins á
sínum tíma. Þá mun hann ekki fá
sömu laun greidd neins staðar í Evr-
ópu og gaf hann það út fyrr á þessu
ári að hann myndi ekki yfirgefa
Arsenal fyrr en að samningstíma-
bilinu loknu.
Özil er ekki fyrsti og verður ekki
sá síðasti sem neitar að yfirgefa félag
vegna hagstæðs samnings. Ekki
þarf að fara langt í Lundúnum til
að finna annað dæmi um leikmann
sem neitaði að gefa eftir góð laun á
kostnað spilatíma. Winston Bog-
arde lék aðeins ellefu leiki á fjórum
árum fyrir Chelsea og lét það ekki
trufla sig að þurfa að æfa með vara-
og unglingaliðum Chelsea. Hann
sagðist hvergi fá sambærileg laun
og ætlaði ekki að gefa aur eftir.
Þá var deila Gareth Bale og
Real Madrid reglulega á forsíðum
spænskra fjölmiðla þar sem for-
ráðamenn Real gagnrýndu Bale
fyrir að vera ekki tilbúinn að gefa
eftir laun sín sem einn af launa-
hæstu leikmönnum heims. Bale
nýtti frítímann til að lækka for-
gjöfina á golfvellinum. – kpt
Mesut Özil ekki sá fyrsti sem kýs að sitja á gullinu
Özil hefur skorað 33 og lagt upp
58 mörk á Englandi. MYND/GETTY