Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 2
Gleðigjörningur í Réttó COVID-19 Þrjár stórar breytingar verða gerðar á sóttvarnareglum á Íslandi í næstu viku, þann 18. nóv­ ember, þegar ný reglugerð tekur gildi. Heimilt verður að opna hár­ greiðslustofur, og öðrum einyrkjum, svo sem nuddurum, rökurum og snyrtifræðingum leyft að starfa. Þá verða í öðru lagi íþróttir barna, með og án snertingar, heimilar og í þriðja lagi verða rýmkaðar samkomu­ takmarkanir í framhaldsskólum. Enn verður í gildi tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda. Í gær lá 61 einstaklingur á sjúkra­ húsi með COVD­19, þar af voru tveir á gjörgæslu. Sólarhringinn á undan greindust átta með smit hér á landi. Af þeim sem greindust voru tveir í sóttkví. – la, bdj Tilslakanir í næstu viku HEILBRIGÐISMÁL Frumvarp um nikótínpúða er nú í bígerð í heil­ brigðisráðuneytinu. En hingað til hefur skort lagaumgjörð utan um þessa vöru, sem hefur náð mikilli útbreiðslu á undraskömmum tíma. Landlæknisembættið vill sjá skýrar reglur um aldurstakmörk, inni­ haldslýsingar og umgjörð, utan um bæði innflutning og sölu. Í gær birti Fréttablaðið niðurstöð­ ur úr könnun embættisins á notkun fullorðinna á nikótínpúðum. Kom þar meðal annars fram að tæplega 20 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 34 ára nota nikótínpúða. Ekki liggja fyrir tölur úr yngri hópum en Rannsóknir og greining, sem mælir vímuefnaneyslu unglinga, setti spurningar um púðana inn í næstu framhaldsskólakönnun sem mun líta dagsins ljós á komandi mán­ uðum. „Mér þykir einsýnt að það þurfi að takmarka bragðefni sem höfða beinlínis til barna og ungmenna,“ segir Hafsteinn Viðar Jensson, verk­ efnisstjóri tóbaksvarna hjá Land­ lækni. En landlæknisembættin á Norðurlöndunum munu funda í næstu viku og einmitt ræða nikó­ tínpúðana og viðbrögð tóbaks­ varna við þeim. Telur hann einnig mikilvægt að skilgreina eftirlitið og tilgreina hámark nikótínmagns í púðunum, en hægt er að kaupa missterka púða. Ráðherra hefur heimild til að setja reglugerð til að takmarka bragðefni sem höfða til barna og ungmenna, þegar kemur að rafrett­ um. Starfshópur er nú að störfum sem skila á tillögum til ráðherra. Telur Hafsteinn Viðar að fara þurfi svipaða leið með púðana. „Það sem við hræðumst er að hluti þessara notenda sé að koma nýr inn í nikótínneyslu. Að púð­ arnir séu viðbót en ekki aðeins breyting,“ segir hann. „Það er mjög slæmt ef ungt fólk byrjar að nota þessa púða og verður háð nikótíni í kjölfarið.“ Þetta er einmitt spurningin sem tóbaksvarnafólk spyr sig þessa dag­ ana. Hversu stór hluti er að koma úr annars konar neyslu og hverjir hafa aldrei notað nikótín áður? „Við sáum það í grunnskólakönn­ un Rannsókna og greiningar í vor að rafrettunotkun hefur minnkað mjög mikið. Okkur grunar því að margir séu að skipta úr rafrettum yfir í nikótínpúða,“ segir Hafsteinn Viðar. Sömu álitaefni komu upp þegar rafretturnar komu til sögunnar en þá var grunur um að margir ungl­ ingar væru að hefja nikótínneyslu með rafrettum. „Reykingar meðal 15 og 16 ára voru komnar niður í 2 prósent árið 2015, áður en rafrettur urðu útbreiddar. Þetta er ekki ald­ urshópurinn sem er að nota raf­ rettur til þess að reyna að hætta að reykja,“ segir hann. Neftóbakssala hefur dregist mikið saman eftir að púðarnir komu á markað, um nærri 50 pró­ sent á árinu. Altalað er að margir hafi skipt út af kostnaði, en púð­ arnir eru mun ódýrari en íslenska neftóbakið. Ekkert tóbaksgjald er á nikótínpúðum vegna þess að þeir innihalda ekkert tóbak. Land­ læknisembættið hefur hingað til ekki lagt til sérstaka skattlagningu á rafrettur eða púða. kristinnhaukur@frettabladid.is Lagasetning varðandi nikótínpúða í vinnslu Verkefnisstjóri tóbaksvarna segir brýnt að setja reglur um aldurstakmörk, innihaldslýsingar og fleira, varðandi nikótínpúða. Innan heilbrigðisráðu- neytisins er vinna hafin við að smíða lagaramma utan um þessa nýjung. Tóbaksvarnafólk spyr sig hversu stór hluti fólks sé að breyta yfir í nikó- tínpúða og hversu stór neytendahópur komi nýr inn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SIMALAUS.IS MENNTAMÁL Smáforritið Orðagull verður uppfært á mánudaginn í til­ efni af Degi íslenskrar tungu. For­ ritið, sem kom fyrst út fyrir fjórum árum, er hannað af Bjarteyju Sig­ urðardóttur og Ásthildi Bj. Snorra­ dóttur, en þær eru báðar talmeina­ fræðingar og sérkennarar. Forritið er frítt til niðurhals fyrir snjalltæki. „Fram til þessa hafa verið 24 borð sem er farið í gegnum á þrjá mis­ munandi vegu. Nú við stækkunina verða borðin 38 og því hægt að leika á 114 mismunandi vegu. Svo er hægt að fylgjast með framförum barnanna,“ segir Bjartey. „Það hefur verið mikil umræða um slaka stöðu íslenskunnar og minnkandi lestrar­ færni. Orðagull er einmitt ætlað til að efla bæði málþroska og læsi.“ Orðagull er hugsað fyrir elstu börn leikskóla og yngstu börn grunnskóla og hefur það verið mikið notað á báðum skólastigum. „Þetta er fín leið til að efla orðaforða óháð aldri og hentar líka mjög vel fyrir tvítyngd börn.“ – ab Orðagull fær nýja uppfærslu Ásthildur og Bjartey hafa verið verðlaunaðar fyrir framtakið. Það sem við hræð- umst er að hluti þessara notenda sé að koma nýr inn í nikótín- neyslu. Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlækni Í gær fór fram gleðigjörningur í Réttarholtsskóla í Reykjavík þegar nemendur og starfsfólk, um 400 manns, dönsuðu taktfast við lagið Jerusalema. Gætt var vel að sóttvörnum og átti hvert sótthólf ,,sitt“ svæði og settir voru upp hátalarar sem vörpuðu tónlist til allra. Markmiðið með gjörningnum var að bregða ljósi á þau höft sem skólinn býr við en er á sama tíma leið til að skrá heimild um ástand sem kemur vonandi ekki aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SAKAMÁL Karlmaður sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kyn­ ferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni á barnsaldri, var sýknaður í Lands­ rétti í gær. Dómstóllinn var ósammála héraðsdómi um sönnunarmat, og taldi vitnisburði bæði brotaþola og annarra vitna, þar á meðal sonar ákærða, ekki að öllu leyti trúverð­ uga. Þannig hafi framburður brota­ þola tekið breytingum milli tveggja skýrslna sem teknar voru í Barna­ húsi með stuttu millibili. Í forsendum dómsins var áhersla lögð á að sönnunarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu en það sé dómsins að meta hvort komin sé fram nægileg sönnun um hvert það atriði sem varðar sekt ákærða. Maðurinn, sem er sálfræðimenntaður, neitaði eindregið sök í málinu og var fram­ burður hans sagður hafa verið stöð­ ugur. Í ljósi alls þessa ákvað Lands­ réttur að sýkna hinn ákærða. – bþ Sýknaður af broti gegn stjúpdóttur 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.