Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Samskipti stirðna og léttvæg mál, sem auðvelt er að leysa, hlaupa í harðan hnút. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna sem efla atvinnulíf og nýsköpun. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2020. Umsóknir berist rafrænt í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Allar nánari upplýsingar á anr.is Styrkir til verkefna og viðburða Heimsþing kvenleiðtoga fór fram í Reykjavík og á veraldarvefnum í vikunni. Á þinginu kom fram að fjölgun kvenna í leiðtogastöðum undanfarin ár hefði verið svo hæg, að héldi svo fram sem horfir taki 200 ár að ná jöfnum hlutföllum á þjóðþingum. Silvana Koch-Mehrin, stofnandi Sam- taka þingkvenna, sagði eina ástæðu hægagangsins vera uppgang popúlismans, svo sem í Bandaríkj- unum í forsetatíð Trump, í Brasilíu undir Bolsonaro, á Filippseyjum undir Duterte og víða í Austur-Evrópu. „Í popúlisma ríkir hugmyndafræði hins sterka karl- manns,“ sagði Silvana. „Að svona eigi leiðtogi að líta út.“ Hinn sterki karlmaður er þó ekki eina táknmyndin sem komst í fréttirnar í vikunni. Stórhneyksli skók á dögunum hverfið sem ég bý í hér í London. Ástæðan var pínulítil, allsber kona. Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John, en styttur af konum. Undanfarin ár hafa þar- lendar konur reynt að breyta því. Árið 2018 var í fyrsta sinn reist stytta af konu á Parliament Square í London. Styttan var af Millicent Fawcett, baráttukonu fyrir jafnrétti kynjanna, sem lék lykilhlutverk í að tryggja konum í Bretlandi kosn- ingarétt. Fyrir voru á Parliament Square ellefu styttur af körlum úr stjórnmálasögunni. Í Wales er sem stendur ekki að finna eina einustu styttu af nafngreindri konu, ókonungborinni, sem uppi var í alvörunni. Á þessu ári mun rísa í miðbæ Cardiff stytta af Betty Campbell, fyrsta svarta skóla- stjóra Wales, en hún lést árið 2017. Síðastliðinn þriðjudag stóð til að hér í Islington- hverfi yrði næsti styttu-stórsigurinn unninn. En öðruvísi fór en á horfðist. Í heilan áratug hefur hópur íbúa staðið fyrir fjár- söfnun svo reisa mætti styttu af Mary Wollstonecraft. Wollstonecraft er gjarnan sögð móðir femínismans. Hún fæddist í London árið 1759. Fjölskylda hennar var vel stæð en drykkfelldur og of beldisfullur faðir hennar glopraði niður fjölskylduauðnum. Woll- stone craft hlaut enga formlega menntun. Hún horfði hins vegar öfundaraugum upp á bróður sinn ganga menntaveginn og ákvað að mennta sig sjálf. Aðeins 25 ára opnaði hún stúlknaskóla í Newington Green, þar sem reisa átti styttuna af henni. Styttan var afhjúpuð í beinni útsendingu í gegnum rafrænt streymi vegna COVID-samkomutakmarkana. Samstundis runnu tvær grímur á ákafa áhorfendur. Styttan var ekki af Mary Wollstonecraft heldur örsmárri, ónafngreindri, kviknakinni konu, með mjótt mitti og sperrt brjóst. Gagnrýnin lét ekki á sér standa. „Ekkert heiðrar móður femínismans betur en sexí, allsber skvísa,“ tísti Twitter. „Hversu margir af okkar fremstu karlkynsrithöfundum hafa verið heiðr- aðir, allsberir á styttuformi? Maður minnist þess ekki að hafa séð Charles Dickens á sprellanum.“ Við og átjánda öldin Mary Wollstonecraft lést aðeins 38 ára að aldri í kjöl- far barnsburðar. Dóttir hennar lifði, en hún var Mary Shelley, höfundur Frankenstein. Í einu frægasta verki Wollstonecraft, Til varnar réttindum konunnar, færði hún rök fyrir því að konur væru vitsmunalegir jafn- ingjar karla og hvatti til þess að konur yrðu metnar af andlegu atgervi en ekki eftir útliti. Aðeins tíu prósent af styttum í London eru af konum. Flestar eru þær af nafnlausum líkneskjum, léttklæddum englum, mæðrum, friði, réttlæti, hálf- nöktum skvísum. Táknmyndin um hinn sterka karlmann er ekki eina táknmyndin sem ógnar framgangi kvenna. Styttan af Mary Wollstonecraft er af táknmyndinni sem Wollstonecraft barðist svo hatrammlega gegn; kon- unni sem er ekkert nema ytra lag, yfirborð, nafnlaus og abstrakt brons Barbie. 223 árum eftir andlát „fyrsta femínistans“ virðast skilaboð Mary Woll stonecraft eiga jafnbrýnt erindi við samtímann og þau áttu við samtíð hennar, átjándu öldina. Dickens á sprellanum Það er varla til hræða hér á þessu landi sem ekki er orðin örþreytt og úttauguð á langvinnum slagsmálum við faraldurinn undanfarna mánuði. Þau hafa staðið fast að heilli meðgöngulengd með vonum og væntingum, vonbrigðum og bakslögum. Líf fólks hér á landi hefur verið undir linnulitlum takmörkunum þennan tíma allan og svo er um heimsbyggðina alla. Á grundvelli sóttvarnalaga hafa höft og hömlur verið lagðar á daglegt líf fólks, samskipti takmörkuð, fjöldatakmarkanir, tilmæli um takmarkaðar sam- göngur, heimsóknabann á sjúkrastofnanir og dvalar- heimili, aldraðir og sjúkir einangra sig, ótölulegum fjölda aðgerða og meðferða á heilbrigðisstofnunum landsins hefur verið frestað eða þær slegnar af. Skóla- hald er með gerbreyttu sniði. Grímuskylda í skólum og verslunum. Kvíði og ótti grefur um sig og svo má lengi telja. Daglegt líf er allt úr lagi gengið. Í upphafi var almennt litið svo á að um afmarkað, stutt tímabil væri að ræða og við gætum um frjálst höfuð strokið þegar voraði. Það auðveldaði að sætta sig við þær skorður sem daglegu lífi voru settar. Svo hallaði sumri og syrta fór í álinn á ný. Enn dundu yfir þunglyndisleg skilaboð og ákvarðanir sóttvarnayfirvalda og veturinn fram undan. Þetta vissi ekki á gott. Bera tók á fréttum af fólki sem missti tökin á tilver- unni. Tilkynntum heimilisofbeldismálum fjölgaði, vísbendingar kviknuðu um aukna neyslu áfengis og augljóst var af fréttum að þráðurinn tók að styttast. Við vorum að þreytast á ástandinu og sumir við það að gefast upp. Fluttar voru og eru fréttir af fólki sem missir tök á tilverunni og rasar út á almannafæri, sjálfum sér og sínum til minnkunar, sem bendir til þverrandi þolinmæði og uppurins umburðarlyndis. Fólk sem vinnur nú dögum saman heima finn ur ekki sömu hvíldina heima fyrir. Heimili og vinnu stað- ur runnin saman í eitt. Samskipti stirðna og létt væg mál, sem auðvelt er að leysa, hlaupa í harðan hnút. Vissulega vöktu fréttir af bóluefni von í líðandi viku. Ekki bara að virkni þess virðist með besta móti og framleiðsluferlar þess ættu að geta afkastað nægu magni bóluefnis. Heldur, og miklu frekar, að Íslend- ingum er, vegna samstarfs Evrópuríkja, tryggður aðgangur að því. Helsta óvissan er þá hvenær hægt sé að hefja hér bólusetningu og þar með kveða niður faraldurinn fyrir fullt og allt og lífið komist í samt lag á nýjaleik. Nú virðist allt benda til að ekki sé áhugi á að rýna sóttvarnaaðgerðir í miðjum klíðum. Það hefði þó verið tilefni til. En þegar faraldurinn verður að baki og litið verður í baksýnisspegilinn, verður ekki hjá því komist. Þá verður betur komið í ljós hverjar aukaverk- anir þeirra voru. Fjárhagslega tjónið verð ur þá auð- veldlegar mælt. Hitt tjónið, sem varð á lífi og heilsu, andlegri og líkamlegri, verður erfiðara að meta. Og nú hefur verið ákveðið að slaka til á ný. Það varð minna en allir þráðu. Á meðan vonum við að þráðurinn styttist ekki um of. Þráðurinn  1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.