Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 26
Það var föstudagur og Óskar og Vilborg að undirbúa sig fyrir árs- hátíð fyrirtækisins sem hann starf- aði hjá. „Við ætluðum að hittast í pool og morguninn eftir var stefnan sett austur á Selfoss á hótel.“ Óskar er upptekinn í símanum þegar hann sér að Birgir Stefánsson, maður Önnu barnsmóður hans, hringir. „Ég sá að Biggi var að hringja en ætlaði að klára hitt símtalið áður en ég hringdi í hann til baka. Hann hringdi þá beint í Vilborgu og þá var síminn tekinn af mér. Aðeins 16 mínútur frá Keflavík Hann sagði mér að Kiddi hefði lent í slysi og væri í sjúkrabíl á leið í bæinn. Við rukum út í bíl þar sem við bjuggum í Fífuseli í Breiðholti. Þetta var á föstudegi, klukkan rétt rúm- lega fimm á útborgunardegi. Það voru bara allir í umferðinni,“ segir Óskar, sem fannst það taka heila eilífð að keyra frá Fífuseli að Land- spítalanum í Fossvogi. „Sjúkrabíllinn var á undan okkur frá Keflavík, hann var ekki nema 16 mínútur sem er mjög skammur tími. Lögreglan hafði stöðvað alla umferð í gegnum Reykjavík og ég veit að það var allt gert til að koma honum undir læknishendur sem fyrst.“ Þegar Óskar og Vilborg komu á sjúkrahúsið hittu þau Önnu og Bigga fyrir sem ekið höfðu á eftir sjúkrabílnum, og minnist Óskar á hversu mikilvægt hafi verið í þessum aðstæðum að samband for- eldranna allra hafi verið gott. „Sem betur fer hafði Vilborg alltaf verið í sambandi við okkur Önnu þegar við bjuggum saman, sem mamma hans Odds, og því þekktust allir mjög vel og af góðu einu. Það var mjög góður samgangur á milli. Kiddi og Arna fengu að vera börnin okkar, þó við værum ekki alltaf sátt við hvort annað smitaðist það aldrei yfir á þau.“ Óvissan var algjör Þegar þarna er komið sögu vita for- eldrarnir aðeins að Kiddi litli, sem hafði hlaupið á milli kyrrstæðra bíla við heimili sitt og út á götu þar sem hann varð fyrir bíl, er meðvitundar- laus en hjartað slær. Við tekur bið eftir niðurstöðum lækna og eftir því að fá að sjá drenginn sinn. „Mér finnst sem sú bið hafi verið margar klukkustundir en líklega var þetta hálftími eða klukkutími þar til við fengum að sjá barnið. Óvissan var algjör. Við vorum svo færð inn á gjör- gæslu þar sem við fengum að sjá hann. Þar lá hann í sjúkrarúmi í öndunarvél. Við sáum að hann andaði og hjartað sló, það sá ekkert á andliti hans sem er ótrúlegt eftir þetta allt saman.“ Óskar segir að þarna hafi for- eldrarnir verið nokkuð bjartsýnir á framhaldið. „Hugsunin um að barnið manns sé kannski að fara að deyja kemur aldrei upp. Ég hugsa að það komi aldrei upp í huga foreldris í þessum aðstæðum. Við vorum bara að berjast með honum og hringja í for- eldra okkar og ættingja og láta vita hvað gerst hafði. Okkur var sagt að það eina sem við gætum gert væri að bíða enda hefðu miklar bólgur myndast við heila. Foreldrar okkar komu á spítalann en fóru svo að hugsa um hin börnin, Kiddi var númer átta í röð systkina báðum megin svo það þurfti að hugsa um sjö önnur börn.“ „Þegar nóttin kom var útbúin aðstaða fyrir okkur Önnu að gista sitt hvorum megin við hann. Maður svaf auðvitað ekkert heldur dottaði bara aðeins,“ segir Óskar og það er augljóst að það tekur á að rifja atburðarásina upp og tárin eru ekki langt undan. Ég held að hann hafi dáið þarna „Svo um hálf fjögur um nóttina fara öll tækin sem hann var tengdur við að pípa og stofan fyllist af hjúkrun- arliði. Þau ná honum aftur niður og allt er með kyrrum kjörum. Manni var gríðarlega létt en áttaði sig illa á stöðunni og eftir á að hyggja held ég að hann hafi dáið þarna. Vélarnar voru látnar halda í honum lífi. Ég held að þetta sé oft gert, fyrir for- eldrana, svo þau fái að berjast með barninu sínu og gefist smá tími.“ Morguninn eftir er farið með Kidda í myndatöku og segir Óskar myndina af því þegar honum er rúll- að í sjúkrarúminu, tengdur tækjum, inn í lyftu, vera sterka í huga sér. „Þegar svo komið er með hann aftur er haldinn fundur með okkur foreldrunum. Okkur er þá tilkynnt að hann sé heiladáinn. Við einfald- lega horfðum á lækninn og spurð- um: „Hvað þýðir það?“ Hann þagði og gaf okkur smástund til að átta okkur betur. Það var svo Anna sem fyrst fattaði hvað þessi orð þýddu og brotnaði saman. Þá var hann að segja við okkur að barnið okkar væri dáið.“ Óskar segir ómögulegt að lýsa þeirri tilfinningu sem hafi læst sig um hann við þær fréttir. „Þetta er eitthvað sem er ekki til í huga manns og enginn á að þurfa að hugsa.“ Í framhaldi þurftu foreldrarnir að taka ákvörðun um að slökkt yrði á tækjum sem héldu í Kidda lífinu og kom það í hlut Vilborgar að til- kynna læknum það. „Ég gat ekki beðið um að slökkt yrði á tækjun- um sem í mínum huga héldu syni mínum á lífi.“ Við urðum bara börn aftur „Við urðum bara börn aftur. Systur mínar tvær komu að austan, f luttu inn á okkur og sáu til þess að við fengjum að borða og svæfum næstu vikurnar. Svo áttu báðar fjölskyld- urnar f leiri börn,“ segir Óskar og þegar hann er spurður hvernig maður tekst á við það að þurfa að hugsa um fleiri börn í slíku sorgar- ástandi svarar hann: „Ég gæti ekki sagt þér hvernig það var tæklað. Ég veit ekki hvernig það var gert. Þessi tími er allur í móðu. En ég get sagt þér að það var gríðarlega vel haldið utan um okkur. Systur mínar og makar skildu sín börn eftir og áttu heima hjá okkur meirihluta des- embermánaðar.“ Kristinn Veigar var nefndur eftir Kristni móðurafa sínum og föður- systurinni Jóhönnu Guðveigu, eða Hönnu Veigu. „Hann var yngstur í báðum fjölskyldunum og því eðli- lega stjarnan í hópnum,“ rifjar Óskar upp. „Arna Sóley sem er tveimur árum eldri en hann og eina alsystir hans, hugsaði alltaf um hann sem strákinn sinn, hún var eins og lítil ungamamma. Ég held að allir eigi góðar minningar um Kidda.“ Eins og fyrr segir voru systkinin hjá pabba sínum og stjúpu aðra hvora helgi og segir Óskar þau hafa lagt mikið upp úr því að haldið væri í þá föstu reglu. „Á sumrin vorum við mikið með þau og ferðuðumst mikið saman. Það var gott að eiga það í hjarta sínu að hafa ekki verið lélegur pabbi og hafa sinnt þeim vel þó við foreldrarnir höfum skilið.“ Tómustu augu sem ég hef séð Arna og Kiddi voru eins og heyra má samrýnd systkini enda aðeins tvö ár á milli þeirra. „Við Vilborg vorum vön að sækja þau tvö til Keflavíkur á föstudögum. Þegar við svo fyrst sóttum hana eina, eftir að Kiddi dó, man ég eftir að hafa litið í baksýnis- spegilinn og horft í þau tómustu augu sem ég hef séð. Þar sat hún ein, sex ára gömul, og enginn Kiddi henni við hlið.“ Óskar sökkti sér í vinnu eins og algengt er og segir eiginkonu sína hafa fengið það hlutverk að halda öllu saman. „Vilborg var bara í vinnu við það að halda mér, börn- unum og öllu í gangi.“ Óskar hefur árum saman starfað sem f lutningabílstjóri og stofnaði fyrirtæki í kringum það í mars árið 2008. „Ég man eftir að hafa ótal oft þurft að stoppa trailerinn úti í veg- kanti því sorgin helltist yfir mig og ég þurfti einfaldlega að stöðva bílinn til að gráta. Svo hélt ég bara áfram,“ segir hann, en Óskar hefur bæði leyft sér að gráta sonarmissinn og ræða hann. „Ég held að það hafi komið mér langt í þessu ferli.“ Ökumaðurinn stakk af Ökumaðurinn sem varð valdur að dauða Kristins Veigars stakk af frá vettvangi. Stuttu síðar var grunaður maður handtekinn og settur í gæslu- varðhald og farbann, en hann var af erlendu bergi brotinn. Daginn eftir að farbannið rann út fór hann svo úr landi og hefur aldrei svarað fyrir sakir sínar, né endanlegar sönnur verið færðar á hvort um réttan ein- stakling er að ræða. „Við þekkjum lögregluþjóna sem komu fyrstir á vettvang og vitum að það var unnið í þessu dag og nótt. Okkur var haldið mjög vel upp- lýstum. Ég held að lögreglan hafi unnið sitt vel. Það er meiri kergja í mér gagnvart dómskerfinu, yfir því að maðurinn hafi losnað úr gæslu- varðhaldi og komist úr landi. Það er margt sem bendir til þess að hann hafi verið ökumaðurinn, af hverju fór hann annars úr landi um leið og hann losnaði úr farbanni?“ Það var allt tekið af okkur Óskar gefur ekki mikið út á það hvort hann leiði hugann að bílstjór- anum í dag, en það sé eitt og annað sem sitji í honum er varðar þessa hörmulegu atburðarás. „Þegar ljóst var að Kiddi væri heiladáinn vorum við spurð hvort við vildum gefa líffæri hans. Ekkert okkar þurfti að hugsa sig um, enda var tilhugsunin um að hann gæti bjargað öðru barni góð. Þegar við svo ætluðum að skrifa undir komu upplýsingar frá lögreglunni um að ökumaður fyndist ekki: Þetta var þá orðið sakamál og því mátti ekki gefa líffærin. Það var því allt tekið af okkur.“ Óskar viðurkennir að fram að þessu áfalli hafi hann ekki haft mikla trú á sálfræðingum. „Þegar ég kom heim á daginn mátti enginn hósta eða reka sig í stól án þess að ég brygðist ókvæða við. Vilborg lýsti þessu sem heim- ilisfólk væri í fangelsi án þess að ég vissi það. Einn daginn tilkynnti hún mér svo að ég ætti að mæta til sálfræð- ings klukkan þrjú daginn eftir. Ég sagðist ekki geta það enda væri ég með menn í vinnu. Hún sagðist þá vera búin að tala við alla og til sál- fræðingsins skyldi ég fara. Óskar átti 40 mínútna fund sem varð að tveimur klukkustundum og svo fór að hann mætti til hennar tvisvar í viku í tvær klukkustundir næstu vikurnar. „Ég hafði enga trú á að hún gæti hjálpað mér, hvernig átti hún að geta það – ekki hafði hún misst barn? En hún einfaldlega bjargaði mér.“ Um 100 manns liggja í valnum Nokkrum árum eftir andlát Kidda langaði Óskar að láta gott af sér leiða og stuðla að bættri umferðar- menningu. Sigurður Jónasson lög- reglumaður réð hann þá til að halda fyrirlestra á svokölluðum aksturs- bannsnámskeiðum, þangað sem unglingar sem missa prófið innan tveggja ára frá bílprófinu koma. „Þau þurfa þá að fara aftur á nám- skeið fjóra laugardaga í röð og í tæp þrjú ár var ég alltaf með fyrirlestur á næstsíðasta námskeiðinu. Ég sagði þeim söguna mína og söguna hans Kidda og viðbrögðin voru svakaleg. Foreldrar hafa þakkað mér fyrir og sagt að loksins hafi einhver haft áhrif á barnið þeirra, en ég hugsaði þetta alltaf þannig að ef einn tæki mark á þessu væri tilganginum náð.“ „Það gaf mér mikið að gera þetta í minningu Kidda. Þetta var gríðarleg sálfræði fyrir mig og hjálpaði mér í öllu ferlinu. Ég lauk fyrirlestrunum á að segja: Ef það kemur einhvern tíma upp að þú ætlar í spyrnu eða láta vaða yfir á rauðu ljósi, viltu þá þurfa að hlusta á þetta aftur? Hugs- aðu til mín og hugsaðu til Kidda. Hugsaðu til allra í kringum hann og allra í kringum þig. Þetta snýst ekki bara um þig því í hverju tilfelli liggja um 100 manns í valnum.“ Óskar, sem er atvinnubílstjóri, sökkti sér í vinnu eftir andlát Kidda en segist ótal oft hafa þurft að stoppa úti í veg­ ar kanti þegar sorgin hafi komið yfir hann og gráta. Hann segist alltaf hafa leyft sér að gráta og ræða sonarmissinn. ÞAÐ VAR SVO ANNA SEM FYRST FATTAÐI HVAÐ ÞESSI ORÐ ÞÝDDU OG BROTNAÐI SAMAN. ÞÁ VAR HANN AÐ SEGJA VIÐ OKKUR AÐ BARNIÐ OKKAR VÆRI DÁIÐ. 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.