Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 36
Unnur hefur um árabil boðið upp á athafnir þar sem hún fræðir konur um
orku tunglsins og kvenna. „Ég hef
seinustu tíu árin haldið jarðar-
og tunglathafnir, þar sem konur
koma saman og fræðast um gyðjur,
tunglorkuna og hinn helga kven-
kraft.“
Íslenskar gyðjur í fyrirrúmi
Hún sækir innblástur víða. „Ég
tengi saman mismunandi hefðir í
athöfnum mínum. Ég hef lært og
numið frá frumbyggjum Norður-
Ameríku, jógahefðum austursins,
sór eið sem systir Avalon og hef til-
einkað líf mitt íslensku gyðjunni.
Ég hef samið tónlist til íslensku
gyðjanna í dúettinum Seiðlæti
með Reyni Katrínarsyni galdra-
meistara. Ég hef einnig þróað
íslenskar jarðarathafnir í tengslum
við Norræna árstíðahjólið, þar sem
ég beini athygli fólks að gyðjunni
og hvernig hún birtist í móður
náttúru allt í kringum okkur.“
Unnur segir frá örlagaríku
augnabliki sem hún upplifði fyrir
sautján árum. „Ég kynntist Reyni
Katrínarsyni galdrameistara árið
2003. Ég var viðstödd fyrirlestur
hans um íslensku gyðjurnar og
það kveikti strax einhvern neista
innra með mér. Ég hafði nefnilega
verið að leita að sannleikanum og
gyðjunni á ferðalögum mínum
um heiminn en fann svo gyðjuna í
heimahaganum heima á Íslandi.“
Úr varð vinátta og samstarf.
„Við Reynir höfum unnið saman
síðan sem dúettinn Seiðlæti, þar
sem við semjum tónlist, ljóð,
möntrur og athafnir tileinkaðar
íslenskum gyðjum, goðum, verum
og vættum.“
Hugleiðslur og athafnir
Unnur hefur lagt sig fram við
að deila þekkingu sinni, meðal
annars í gegnum vefnámskeið sem
hún heldur úti. „Ég byrjaði ung að
fylgja tunglinu í athöfnum mínum,
og óf íslensku gyðjurnar inn í
athafnir mínar. Norræna Tunglið
er vefnámskeið sem ég hef boðið
upp á seinustu þrjú ár þar sem
hægt er að fá senda hljóðupptöku
af gyðjuhugleiðslu og gyðjuathöfn
sem hægt er að framkvæma heima
í stofu undir töfrum nýs tungls.“
Blaðamaður spyr Unni hvaða
þýðingu nýtt tungl hafi fyrir okkur
mannfólkið. „Hvert nýtt tungl
færir nýja byrjun. Á nýju tungli
fáum tækifæri til að óska okkur og
setja okkur falleg markmið.“
Þá segir hún einstaka tengingu
á milli tunglorkunnar og kvenna.
„Tunglorkan hefur áhrif á sjávar-
föll móður og eins djúpstæð áhrif
á konur og tíðahring kvenna og
tilfinningar. Með því að skoða
f læði tunglsins lærum við að
hlusta betur á líkama okkar og
líðan. Við færumst nær innsæi
okkar og visku þegar við finnum
þessi djúpu tengsl á milli tungls
og konu. Því er upplagt á hverju
nýju tungli að útbúa litla athöfn,
kveikja á kerti, hugleiða og óska
sér.“
Unnur er búsett á Spáni og hefur
leitt athafnir þaðan í gegnum
netið. „Ég bauð upp á gyðju-
athafnir á hverju nýju tungli
heima á Íslandi. En þegar ég er á
ferð og flugi um heiminn hugsaði
ég að ég þyrfti að útbúa þetta
þannig að konurnar sem sóttu
viðburði mína gætu haldið áfram
að framkvæma gyðjuathafnir á
hverju nýju tungli og það hefur
reynst mjög vel, sérstaklega á
tímum sem þessum. Konurnar
sem tóku þátt í athöfnum mínum
heima á Íslandi hafa getað fylgt
þessu eftir heima við, og um leið
kynnst gyðjunum betur, og þar af
leiðandi sér sjálfum.“
Tækifæri til að líta inn á við
Næsta athöfn Unnar verður núna
á sunnudaginn þegar nýtt tungl
gengur í garð en hún segir það
hafa sérstaka merkingu. „Nýja
tunglið sem er núna 15. nóvember
er sérstaklega fallegt og kröftugt.
Nú þegar við göngum inn í dimm-
asta tíma ársins er mikilvægt að
skoða líðan okkar og orku og jafn-
vel fara að huga að nýársheitunum
okkar fyrir nýtt ár. Árið 2020
hefur verið erfitt ár fyrir marga,
og því er upplagt að velta svolítið
fyrir sér á þessu á nýja tungli hvað
það er sem við viljum taka með
okkur inn í nýja árið, og hvað við
erum svo til í að sleppa og hreinsa
í burtu,“ útskýrir hún.
„Á vefnámskeiðinu Norræna
Tunglið fögnum við gyðjunni Vár
á nýja tunglinu 15. nóvember.
Gyðjan Vár er gyðja friðar, sátta-
mála og aga. Hún aðstoðar okkur
því á þessum dimma árstíma við
að skoða andlegu leiðina okkar og
setja okkur ný markmið.“
Næsta fulla tungl er þá í lok
mánaðar og segir Unnur það kjör-
ið tækifæri til að hlaða batteríin
og taka á móti nýjum mánuði með
opnum örmum. „Á fulla tunglinu
sem er þann 30. nóvember er svo
upplagt að fylla sig af orku og
krafti, og ganga hægum friðsælum
skrefum inn í desembermánuð og
í átt að vetrarsólstöðum.“
Unnur hefur útbúið margs
konar efni sem miðar að því að
gera fólki kleift að tengjast nátt-
úrunni og frumefnunum á nýjan
og endurnærandi hátt. „Það
hefur algjörlega umbreytt lífi
mínu að gefa mér tíma og rými
fyrir athafnir í f læði við tunglið
og árstíðir móður jarðar. Því hef
ég útbúið hugleiðslu námskeið á
netinu fyrir aðra til að gera slíkt
hið sama. Ég gaf nýverið einnig út
hugleiðsluseríu sem heitir Helga
Jörð - Helga Líf, sem felur í sér
fimm hugleiðslur tengdar frum-
efnunum jörð, vatni, lofti, eldi og
kjarna. Þessar hugleiðslur aðstoða
okkur við að tengjast móður jörð
og líkama okkar á friðsælan og
notalegan hátt.“
Hægt er að nálgast efnið á
netinu. „Allar hugleiðslurnar og
námskeiðin mín má nálgast sem
niðurhal. Hver og einn getur því
hlaðið hugleiðslunum og efninu
niður á tölvuna sína eða í símann
og átt notalega stund heima við,
eða hvar sem við erum stödd í það
og það skiptið.“
Lítil athöfn fyrir nýtt tungl
Blaðamaður spyr Unni hvort hún
lumi á ráðum fyrir þau sem hafi
áhuga á að prófa að taka á móti
nýju tungli. „Á nýju tungli er upp-
lagt að óska sér. Hér er lítil athöfn
sem hægt er að framkvæma heima
í stofu. Kveiktu á kerti, og komdu
þér vel fyrir. Andaðu nokkrum
sinnum djúpt, og gefðu eftir.
Hlustaðu jafnvel á ljúfa og góða
tónlist. Farðu yfir óskirnar þínar
í huganum. Hvað er það sem þú
óskar þér? Segðu svo óskina þína
upphátt þrisvar sinnum og reyndu
að vera skýr og hnitmiðuð þannig
þú munir óskina vel. Lokaðu svo
augunum og finndu hvað gerðist
innra með þér við að segja ósk-
irnar upphátt. Á næsta fulla tungli
skaltu svo rifja upp þessa ósk.
Standa úti í tunglsljósinu, breiða út
faðminn og segja tunglinu óskina
þína. Fylgstu svo með hvað gerist
næstu vikurnar. Mundu að töfr-
arnir og kraftaverkin gerast.“
Nánari upplýsingar um námskeið
Unnar má nálgast á heimasíðu
hennar uni.is og tónlist dúettsins
Seiðlæti má nálgast á seid
laeti. com.
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Beislar orku
tunglsins
og kvenna
Unnur Arndísardóttir er heilluð af
krafti tunglsins og heldur sérstakar
athafnir þar sem hún fagnar nýju og
fullu tungli. Hún segir nýtt og fullt
tungl gefa fólki tækifæri til að líta inn
á við og undirbúa sig fyrir framtíðina.
Unnur Arndísardóttir segir tunglorkuna hafa djúpstæð áhrif á tilfinningalíf kvenna. MYND/THELMAGUNNARSDÓTTIR
Hvert nýtt tungl
færir nýja byrjun.
Á nýju tungli fáum við
tækifæri til að óska
okkur og setja okkur
falleg markmið.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R