Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 84
Alltaf var samt verið að fást við eitthvað nýtt því breytingar voru örar. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæra Sveins Reynis Pálmasonar Tröllagili 5, Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Reynihlíð fyrir ómetanlega hjálp og góða umönnun. Aðalheiður Vagnsdóttir Björn Halldór Sveinsson Kristín Hrönn Hafþórsdóttir Birgir Örn Sveinsson Svala Jóhannesdóttir Trausti Ragnar og Jóhanna Ólafur Elís og Heiðdís Örn Smári og Bjarney Vala Guðrún Ásdís Helga Björg Anna Hermína barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Valdimars Jónssonar skipasmiðs og fv. yfirlögregluþjóns. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki göngudeildar Hjartabilunar, hjartadeildar Landspítala, HERU líknarheimaþjónustu og heimahjúkrunar HH fyrir einstaka umönnun og hlýju. Aðalheiður Halldórsdóttir Jóhanna Valdimarsdóttir Grétar Örn Marteinsson Anna Valdimarsdóttir Guðmundur Örn Jónsson Halldóra K. Valdimarsdóttir Jónatan Guðnason Margrét G. Valdimarsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Guðmundsdóttir frá Grænhól, Sóltúni 43, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, þriðjudaginn 10. nóvember. Útförin fer fram frá Kotstrandarkirkju, fimmtudaginn 19. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni promynd.is/jonina Sigrún Guðmundsdóttir Jón Halldór Gunnarsson Jóhanna Guðmundsdóttir Ölver Bjarnason Guðbjörg Guðmundsdóttir Sigvaldi Guðmundsson Steindór Guðmundsson Klara Öfjörð Sigfúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Fyrsta sumarið sem ég man eftir mér í brúarvinnuf lokki með foreldrum mínum var við Hofsá í Álftafirði eystri, þá var ég fimm ára,“ segir Gísli Eiríksson verk- fræðingur, þegar hann rifjar lauslega upp samfylgd sína og Vegagerðarinnar, sem hann var að hætta hjá vegna aldurs. Lengst var hann umdæmisverkfræðingur á Vestfjörðum. Gísli er sonur Eiríks Jónasar Gísla- sonar og Þorgerðar Þorleifsdóttur sem áttu heima í Kópavogi, en bjuggu í tjaldi sumar eftir sumar er Jónas stýrði brúar- vinnuflokki og Þorgerður annaðist þar matseld, ásamt f leirum. Hann kveðst hafa byrjað að vinna hjá pabba sínum fjórtán ára við Steinavötn í Suðursveit. Fram að því hafi hann verið í sveit á sumrin hjá ömmu sinni í Fossgerði á Berufjarðarströnd. „Ég er alger fornald- armaður,“ segir hann og minnist ferðar austur með strandferðaskipi frá Reykja- vík á Djúpavog, þar í póstbát sem kom út á voginn að skipinu, og úr honum í minni bát hjá afa og frænda sem sigldu fyrir Berufjörðinn og lögðu við litla bryggju. Þangað kom fjórtán ára frænka hans að sækja þá með kerruhest, búin að leggja aktygi á klárinn og spenna kerruna fyrir. Skriðu eftir strengjunum Tíu sumur var Gísli í brúarvinnu, tvö þeirra við hengibrúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þar var honum meðal annars, sautján ára, rennt á stál- bita út á víra sem strengdir voru yfir ána. „Við vorum tveir, okkar hlutverk var að festa bitann við strengina á réttum stað. Smám saman komu fleiri bitar og við skriðum eftir strengjunum þangað.“ Við- urkennir að aðstaðan hafi verið snúin, en gerir ekkert úr hættunni, þó að undir þeim streymdi stórfljót til sjávar. „Það var bátur á ánni og við í öryggisbeltum, þurftum auðvitað að nota báðar hendur í verkið.“ Eftir verkfræðinám við HÍ og í Dan- mörku kveðst Gísli hafa unnið tvö ár við teikningu brúa en svo flutt með konu sinni, Aðalbjörgu Sigurðardóttur kenn- ara, til Ísafjarðar 1980, sem umdæmis- verkfræðingur. Hann hafi strax kunnað við sig þó stjórnunarstússið væri mis- skemmtilegt. „Alltaf var samt verið að fást við eitthvað nýtt því breytingar voru örar. Vegir voru oft lokaðir yfir veturinn til að byrja með en á sumrin voru sex vinnuflokkar. Þegar ég kom vestur var slitlag á þriggja kílómetra kaf la, svo bættist við það, mikilvæg brú kom yfir Dýrafjörð, síðan jarðgöng og útskot. Ég var þátttakandi í mörgu.“ Sum árin segir Gísli hafa verið snjó- þung fyrir vestan. „Ef veðráttan væri eins og í upphafi 10. áratugarins væri enginn hér í dag,“ fullyrðir hann og minnist snjó- flóðanna í Súðavík og á Flateyri. Kveðst hafa verið ræstur út til að opna vegi örlaganóttina sem Flateyrarflóðin féllu, haustið 1995. Göngin um Breiðadals- og Botnsheiði hafi þá sannað gildi sitt, þó ófullgerð væru, því leitarhundunum frá Ísafirði sem farið var með gegnum þau, megi þakka það að einhverjir fundust á lífi. Býst við að flytja Eftir að umdæmisskrifstofan á Ísafirði var lögð niður 2004 var Gísli ráðinn for- stöðumaður jarðgangna á Íslandi og náði að lifa drauminn um Dýrafjarðargöng áður en hann hætti hjá Vegagerðinni. Nú er hann að sýsla við tiltekt og frágang. Ætlar hann að búa áfram fyrir vestan? „Nei, ég býst við að við flytjum, Aðalbjörg er hætt að vinna og okkar fólk er allt ann- ars staðar. Krakkarnir vilja samt gjarnan hafa okkur hér til að hafa að einhverju að hverfa.“ gun@frettabladid.is Ég var þátttakandi í mörgu Gísli Eiríksson verkfræðingur hætti nýverið hjá Vegagerðinni, sjötugsafmælið skall á hann. Hann hefur unnið við brúar-, vega- eða gangnagerð á Íslandi frá fermingu. Gísli utan við skrifstofubygginguna á Dagverðardal á Ísafirði, hvar hann hefur setið við innivinnu sína. MYND/ÁGÚST ATLASON Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Láretta Bjarnadóttir, Lallý Sunnuhlíð, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðvikudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 18. nóvember klukkan 13. Bjarni Guðmundsson Britt-Marie Guðmundsson Guðmundur Guðmundsson Rakel Bergsdóttir Lára Guðmundsdóttir Hörður Harðarson Jóhann Guðmundsson Thu thi Nguyen barnabörn og barnabarnabörn. 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.