Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 92
Listaverkið
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
429
„Jæja þá, tvær nýjar sudoku
gátur,“ sagði Kata glottandi.
„Nú er ég orðin svo góð í að
leysa sudoku gátur að við
skulum koma í kapp um hver
verður fyrstur til að leysa
þær,“ bætti hún við. „Allt í
lagi,“ sagði Konráð. „Til er ég.“
Lísaloppa var líka góð í að
leysa sudoku gátur svo hún
var alveg til í keppni. „Við
glímum öll við þær báðar
og þá kemur í ljós hversu
klár þú ert orðin,“ sagði hún.
„En ég vara ykkur við, ég er
orðin mjög klár,“ sagði Kata
montin. “Við getum byrjað
á þessari léttari,“ sagði
Lísaloppa. „Þeirri léttari
fyrst,“ sagði Kata hneyksluð.
„Ekki ég, ég byrja á þeirri
erfiðari fyrst,“ sagði hún og
glotti. „Ég yrði fljótari en þið
bæði til samans þótt þær
væru báðar þungar.“ Kata var
orðin ansi klár. En skildi hún
vera svona klár?
Heldur
þú
að þú g
etir ley
st
þessar
sudoku
gátur h
raðar e
n
Kata?
?
?
?
Bryndís Ólína Skúladóttir er níu
ára. Hún á heima í Reykjanesbæ.
Ertu kölluð báðum nöfnunum,
Bryndís Ólína? Já, fullorðnir kalla
mig oftast báðum nöfnunum en
vinir mínir kalla mig Bryndísi,
Bibbu eða Bíbí.
Í hvaða skóla ertu og hver er uppá-
haldsnámsgreinin þín? Skólinn
minn heitir Myllubakkaskóli.
Uppáhaldsnámsgreinarnar mínar
eru stærðfræði, íþróttir og tón
mennt.
Ertu í íþróttum eða tónlist utan
skólans? Já ég er að læra að
spila á píanó og æfi dans hjá
Danskompaníi.
Hvað var best við sumarið í
sumar? Að hitta ömmur mínar
og afa, að leika og dansa, vera
með fjölskyldunni minni. Svo fór
ég á Hvalasafnið á Húsavík og heim
sótti Jaja Ding Dong barinn – það
var gaman.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera í tómstundum heima? Ég nota
mikinn tíma í að teygja, setja fótinn
minn beint upp í loft og
æfa dansinn minn. Ég
er oft að föndra, lita,
lesa, skrifa sögur
og tala við fjöl
sk ylduna. Mér
finnst líka mjög
gaman að hringja
í ömmur og afa.
Áttu þér uppá-
haldstónlist –
eða tónlistar-
f l y t j a n d a ?
Já, ég hlusta
mest á lög
sem ég get
dansað við.
Stóri bróðir
minn, Guðjón
Steinn, er mjög
f lottur tónlistar
maður, hann spilar
á saxófón og klarí
nett. Guðjón spilar oft
með Má Gunnarssyni,
sem mér finnst líka vera frá
bær tónlistarmaður. Móðursystir
mín, Steinunn Björg, syngur mjög
vel og svo er Ágústa Eva frænka mín
líka rosalega mikil fyrirmynd. Það
er mjög mikil tónlist hér á heimilinu
alla daga.
En sjónvarpsefni? Ég horfi mikið
á Friends, myndirnar um Svamp
Sveinsson eru skemmtilegar og
svo er Stundin okkar á RÚV mjög
spennandi þennan veturinn.
Hvað er það geggjaðasta sem
þú hefur gert? Það magnaðasta
sem ég hef gert er að fara með allri
stórfjölskyldunni minni frá Hof
felli til Tenerife í tvær vikur. Við
vorum tuttugu og tvö (tuttugu og
líka tveir bumbubúar). Þetta var
ótrúlega gaman og ég væri svo til
í að fara aftur í svona ferð, það var
svo gaman að eiga tíma með allri
fjölskyldunni minni í sólinni.
Manstu ef tir einhverju
fyndnu sem hefur komið fyrir
þig? Já, í sumar þá var ég hjá ömmu
og afa í Svínafelli og það var þyrla
á túninu fyrir framan húsið. Ég og
mamma vorum að skoða þyrluna og
svo sagði einn af mönnunum: „Viltu
koma upp í?“ og ég sagði auðvitað
já og fékk að setjast í framsætið á
þyrlunni, það var rosalega gaman.
Hvað langar þig mest að verða
þegar þú verður stór?
Fræg tónlistarstjarna,
dansari eða kennari í
fyrsta bekk, öðrum bekk
eða fimmta bekk.
Nota mikinn
tíma í
að teygja
Löppin upp í loft
nefnist þessi
mynd af henni
Bryndísi Ólínu
sem getur
vel hugsað sér
að verða dansari
þegar hún verður stór.
MYND/ODDGEIR
ÉG OG MAMMA VORUM
AÐ SKOÐA ÞYRLUNA
OG SVO SAGÐI EINN AF MÖNN-
UNUM: „VILTU KOMA UPP Í?“ OG
ÉG SAGÐI AUÐVITAÐ JÁ OG FÉKK
AÐ SETJAST Í FRAMSÆTIÐ.
Krakkar!
Þessi fallega mynd á að minna
ykkur á að senda Fréttablaðinu
teikningar eða málaðar myndir
til birtingar á krakkasíðunni.
Sumar mega alveg minna okkur
á jólin sem óðum nálgast.
Best væri að fá myndirnar
sendar í tölvu á netfangið gun@
frettabladid.is. Ef teknar eru
ljósmyndir af listaverkunum
heima þá þurfa þær að vera í
góðri upplausn.
Myndir - meiri myndir!
1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR