Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 42
WWW.OSSUR.IS
Verkefnastofa í þróunardeild Össurar leitar að reyndum og metnaðarfullum verkefnastjóra. Nýsköpun drífur okkur
áfram og við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur hæft starfsfólk sem deilir okkar sýn og vilja til að skapa líf án
takmarkana fyrir stoðtækjanotendur.
HÆFNISKRÖFUR
• Að minnsta kosti fimm ára starfsreynsla á sviði
verkefnastjórnunar í hönnun og þróun og/eða í
þverfaglegum verkfræðiverkefnum
• B.Sc. próf eða M.Sc. í verkfræði eða
verkefnastjórnun eða sambærilegt nám
• IPMA B eða C vottun er kostur
• Mjög góður tæknilegur skilningur
• Framúrskarandi samskipta- og samvinnuhæfni
• Mjög góð skipulagsfærni
• Mjög góð enskukunnátta
Verkefnastjóri í vöruþróun
STARFSSVIÐ
• Stýring flókinna vöruþróunarverkefna frá hugmynd að vöru á
alþjóðlegum markaði
• Samhæfing og stýring þverfaglegra verkefnateyma
• Gerð verkefnaáætlana, tíma- og kostnaðaráætlana í samvinnu
við verkefnateymi
• Greining, mat og stýring á áhættum í verkefnum
• Greining og stýring hagsmunaaðila
• Náin samvinna við deildarstjóra og næstu stjórnendur
verkefnateymis
• Stýring umfangs, aðfanga, áætlana og kostnaðar á líftíma
verkefnis
• Skýrslugjöf og samskipti við hagsmunaaðila og stjórnendur
Össur er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði stoð- og stuðningstækja.
Hjá félaginu starfa um 3.500 manns í 26 löndum.
Gildi félagsins eru: Heiðarleiki – Hagsýni – Hugrekki.
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2020.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Sótt er um starfið á vef Össurar, ossur.is/mannaudur.
Athugið að velja viðeigandi starf. For English version please see the above webpage.
Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild í síma 515 1300.
Gæða- og öryggisstjóri
Nánari upplýsingar:
Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)
Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is)
Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2020
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is
Landhelgisgæsla Íslands er löggæslu-
stofnun sem samkvæmt lögum er falið
að gæta ytri landamæra og standa vörð
um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu
kringum landið.
Landhelgisgæslan sinnir meðal annars
löggæslu, eftirliti, leit og björgun
á hafi auk þess að annast daglega
framkvæmd öryggis- og varnartengdra
verkefna hér á landi samanber heimild í
varnarmálalögum.
Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega
200 manna samhentur hópur sem hefur
að leiðarljósi slagorðið: Við erum til
taks.
Gildi Landhelgisgæslunnar eru:
Öryggi – Þjónusta - Fagmennska
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu
Íslands má finna á: www.lhg.is
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni
umsækjanda sem nýtist í starfi. Landhelgisgæslan áskilur sér rétt til að láta umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Launakjör eru samkvæmt
kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðuneytis. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.
• Umsjón með gæðakerfi Landhelgisgæslunnar
• Umsjón með öryggisstjórnunarkerfi og öryggisnefndum
Landhelgisgæslunnar
• Yfirumsjón með framkvæmd úttekta samkvæmt
verkferlum og reglugerðum
• Aðstoð við gerð og þróun gæðahandbóka og verkferla
• Vinnsla áhættumata og þátttaka í neyðarstjórnun
• Önnur tilfallandi verkefni sem falla undir verksvið
gæða- og öryggisstjóra
Landhelgisgæsla Íslands leitar að metnaðarfullum og kraftmiklum einstaklingi í starf gæða- og
öryggisstjóra. Viðkomandi hefur yfirumsjón með gæða- og öryggiskerfum stofnunarinnar með áherslu á
gæðakerfi flugdeildar. Gæða- og öryggisstjóri þarf að hljóta samþykki Samgöngustofu vegna starfsleyfa
flugdeildar. Viðkomandi þarf að geta staðist öryggisvottunarkröfur samkvæmt lögum nr. 52/2006 og
34/2008.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Góð þekking og reynsla á sviði gæða- og
öryggisstjórnunar
• Góð þekking og reynsla af reglugerðum EASA og
Samgöngustofu, er beinast að flugrekstri, þjálfun
og viðhaldi loftfara er skilyrði
• Reynsla á sviði flugmála er æskileg
• Þekking á uppbyggingu, þróun og stjórnun gæða-
og öryggiskerfa
• Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð almenn tölvufærni
• Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R