Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 22
OKKUR LANGAÐI AÐ NÝTA
TÆKNINA OG ÞAÐ EIN-
STAKA TÆKIFÆRI SEM
FELST Í ÞVÍ AÐ SVO TIL
ALLIR TÓNLISTARMENN
SEM HAFA GERT ÞAÐ GOTT
ERLENDIS ERU Á ÍSLANDI
ÞESSA DAGANA.
Nú í ár verður tónlist-arhátíðin með öðru sniði en vanalega, enda löngu ljóst að ekki væri hægt að halda f jölmenna
tónleika um alla borg á tímum
heimsfaraldurs og samkomutak-
markana.
Það er Sena Live sem heldur utan
um hátíðina og hefur gert undan-
farin tvö ár og þó fólkið þar sé ýmsu
vant, voru góð ráð dýr þegar bókað-
ir höfðu verið alþjóðlegir listamenn
með löngum fyrirvara.
„Um verslunarmannahelgina
áttuðum við okkur endanlega á því
að ekki yrði hægt að halda Iceland
Airwaves-hátíðina í núverandi
mynd vegna samkomu- og ferða-
takmarkana. Það var því brugðið á
það ráð að færa hátíðina eins og hún
lagði sig um eitt ár og endurbóka
alla þá tónlistarmenn sem áttu að
koma fram árið 2020 yfir á 2021,“
útskýrir Sindri Ástmarsson, fram-
leiðslustjóri Live from Reykjavík.
Aðstandendur voru þó ekki af
baki dottnir og langaði að gera eitt-
hvað og nota um leið tækifærið sem
felst í því að flestallir íslenskir tón-
listarmenn eru staddir hér á landi.
Allir á landinu
„Þá k viknaði hugmyndin um
Live from Reykjavík,“ segir hann.
„Okkur langaði að nýta tæknina
og það einstaka tækifæri sem felst
í því að svo til allir tónlistarmenn
sem hafa gert það gott erlendis eru á
Íslandi þessa dagana. Við leituðum
til stjórnvalda, Reykjavíkurborgar,
Íslandsstofu, Icelandair og Lands-
bankans og þau stukku öll á þetta.
Því næst leituðum við til lista-
mannanna og viðtökur þeirra voru
frábærar. Það vildu allir vera með,
enda þykir f lestum íslenskum tón-
listarmönnum vænt um hátíðina og
voru til í að fara í þessa tilraun með
okkur. Við bindum miklar vonir við
að með þessu framtaki komi mikil
þekking og reynsla inn í bransann
sem nýtist öllum áfram. Ljóst er að
streymi er komið til að vera, auk
þess sem framtakið skapaði fjöl-
mörg störf, í bransa sem hefur verið
svo til lamaður síðan í mars.“
Hátíðin Live from Reykjavík
hófst í gær og stendur út daginn í
dag, laugardag, og er öllum heim-
inum boðið að fylgjast með. Gestir
utan Íslands geta keypt aðgang að
streymi gegnum Dice.fm, en þeir
sem eru staddir á Íslandi geta fylgst
með á miðlum RÚV. Öll hátíðin
verður í beinni á RÚV 2 og valin
atriði verða birt á RÚV.
Sindri segir aðstandendur hafa
viljað halda sem mest í Iceland
Airwaves-andann og því ákveðið
að nota tónleikastaði, sem hafa
verið og verða áfram, hornsteinar
hátíðarinnar.
„Við nýtum þá öðruvísi en hægt
er þegar áhorfendur eru á staðnum.
Flestir tónleikarnir eru í Listasafni
Reykjavíkur, Iðnó og Gamla Bíói, en
svo munum við koma á óvart með
nokkrum öðrum staðsetningum.“
Mikið lagt í atriðin
Aðspurður segir Sindri söluna
Lifandi tónlist frá Reykjavík
Á þessum tíma árs er vaninn að Reykjavík ólgi af lífi og tónlist, en Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hefur frá
árinu 1999 verið sterkt aðdráttarafl fyrir íslenska sem erlenda tónlistarunnendur. En nú verður farin önnur leið.
Of Monsters and Men hefur lengi verið á faraldsfæti um allan heim og hljóta aðdáendur að fagna þátttöku þeirra.
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
Sindri Ástmarsson, framleiðslustjóri Live from Reykjavík, hér ásamt Heiðu Eiríksdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSENT
Dagskrá kvöldsins
Dagskráin í dag hefst klukkan
19.30 á RÚV 2 og Rás 2 og verður
eftirfarandi
n Vök
n Júníus Meyvant
n Auður
n Hatari
n Daði Freyr
n GDRN
n Of Monsters and Men
erlendis hafa gengið vel. „Þetta
er náttúrulega í fyrsta skipti sem
einhver á Íslandi fer af stað með
verkefni af þessari stærðargráðu,
eingöngu í gegnum streymi og
markaðssetningu og sölu um allan
heim, svo við höfum ekki mikinn
samanburð. Hins vegar vitum við
að á streymisviðburðum kaupa
flestir aðgang stuttu fyrir viðburð,
enda þarf enginn að hafa áhyggjur
af því að það verði uppselt.“
Sindri segir áhorfendur mega
búast við fjölbreyttri tónlistar-
dagskrá í hámarksgæðum, þar sem
margt okkar allra besta tónlistar-
fólk kemur saman og skapar eitt-
hvað einstakt.
„Það er mikið lagt í atriðin og var
það markmið okkar frá byrjun að
hafa alla framsetningu og umgjörð
eins og best verður á kosið. Í fyrstu
bylgju faraldursins var mikið um
að tónlistarfólk streymdi óraf-
magnað og jafnvel heiman frá sér.
Við vildum bæta upplifun áhorf-
enda og gera alvöru tónleika fyrir
áhorfendur um allan heim.“
Daði Freyr, sem mun keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2021, tekur
þátt í Live from Reykjavík og bíða án efa margir spenntir eftir að sjá hann.
Júníus Meyvant er annar á svið.
Auður tryllir væntanlega lýðinn.
Hljómsveitin Vök treður upp með
söngkonuna Margréti í fararbroddi.
1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN