Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2020, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 14.11.2020, Qupperneq 22
OKKUR LANGAÐI AÐ NÝTA TÆKNINA OG ÞAÐ EIN- STAKA TÆKIFÆRI SEM FELST Í ÞVÍ AÐ SVO TIL ALLIR TÓNLISTARMENN SEM HAFA GERT ÞAÐ GOTT ERLENDIS ERU Á ÍSLANDI ÞESSA DAGANA. Nú í ár verður tónlist-arhátíðin með öðru sniði en vanalega, enda löngu ljóst að ekki væri hægt að halda f jölmenna tónleika um alla borg á tímum heimsfaraldurs og samkomutak- markana. Það er Sena Live sem heldur utan um hátíðina og hefur gert undan- farin tvö ár og þó fólkið þar sé ýmsu vant, voru góð ráð dýr þegar bókað- ir höfðu verið alþjóðlegir listamenn með löngum fyrirvara. „Um verslunarmannahelgina áttuðum við okkur endanlega á því að ekki yrði hægt að halda Iceland Airwaves-hátíðina í núverandi mynd vegna samkomu- og ferða- takmarkana. Það var því brugðið á það ráð að færa hátíðina eins og hún lagði sig um eitt ár og endurbóka alla þá tónlistarmenn sem áttu að koma fram árið 2020 yfir á 2021,“ útskýrir Sindri Ástmarsson, fram- leiðslustjóri Live from Reykjavík. Aðstandendur voru þó ekki af baki dottnir og langaði að gera eitt- hvað og nota um leið tækifærið sem felst í því að flestallir íslenskir tón- listarmenn eru staddir hér á landi. Allir á landinu „Þá k viknaði hugmyndin um Live from Reykjavík,“ segir hann. „Okkur langaði að nýta tæknina og það einstaka tækifæri sem felst í því að svo til allir tónlistarmenn sem hafa gert það gott erlendis eru á Íslandi þessa dagana. Við leituðum til stjórnvalda, Reykjavíkurborgar, Íslandsstofu, Icelandair og Lands- bankans og þau stukku öll á þetta. Því næst leituðum við til lista- mannanna og viðtökur þeirra voru frábærar. Það vildu allir vera með, enda þykir f lestum íslenskum tón- listarmönnum vænt um hátíðina og voru til í að fara í þessa tilraun með okkur. Við bindum miklar vonir við að með þessu framtaki komi mikil þekking og reynsla inn í bransann sem nýtist öllum áfram. Ljóst er að streymi er komið til að vera, auk þess sem framtakið skapaði fjöl- mörg störf, í bransa sem hefur verið svo til lamaður síðan í mars.“ Hátíðin Live from Reykjavík hófst í gær og stendur út daginn í dag, laugardag, og er öllum heim- inum boðið að fylgjast með. Gestir utan Íslands geta keypt aðgang að streymi gegnum Dice.fm, en þeir sem eru staddir á Íslandi geta fylgst með á miðlum RÚV. Öll hátíðin verður í beinni á RÚV 2 og valin atriði verða birt á RÚV. Sindri segir aðstandendur hafa viljað halda sem mest í Iceland Airwaves-andann og því ákveðið að nota tónleikastaði, sem hafa verið og verða áfram, hornsteinar hátíðarinnar. „Við nýtum þá öðruvísi en hægt er þegar áhorfendur eru á staðnum. Flestir tónleikarnir eru í Listasafni Reykjavíkur, Iðnó og Gamla Bíói, en svo munum við koma á óvart með nokkrum öðrum staðsetningum.“ Mikið lagt í atriðin Aðspurður segir Sindri söluna Lifandi tónlist frá Reykjavík Á þessum tíma árs er vaninn að Reykjavík ólgi af lífi og tónlist, en Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hefur frá árinu 1999 verið sterkt aðdráttarafl fyrir íslenska sem erlenda tónlistarunnendur. En nú verður farin önnur leið. Of Monsters and Men hefur lengi verið á faraldsfæti um allan heim og hljóta aðdáendur að fagna þátttöku þeirra. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Sindri Ástmarsson, framleiðslustjóri Live from Reykjavík, hér ásamt Heiðu Eiríksdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSENT Dagskrá kvöldsins Dagskráin í dag hefst klukkan 19.30 á RÚV 2 og Rás 2 og verður eftirfarandi n Vök n Júníus Meyvant n Auður n Hatari n Daði Freyr n GDRN n Of Monsters and Men erlendis hafa gengið vel. „Þetta er náttúrulega í fyrsta skipti sem einhver á Íslandi fer af stað með verkefni af þessari stærðargráðu, eingöngu í gegnum streymi og markaðssetningu og sölu um allan heim, svo við höfum ekki mikinn samanburð. Hins vegar vitum við að á streymisviðburðum kaupa flestir aðgang stuttu fyrir viðburð, enda þarf enginn að hafa áhyggjur af því að það verði uppselt.“ Sindri segir áhorfendur mega búast við fjölbreyttri tónlistar- dagskrá í hámarksgæðum, þar sem margt okkar allra besta tónlistar- fólk kemur saman og skapar eitt- hvað einstakt. „Það er mikið lagt í atriðin og var það markmið okkar frá byrjun að hafa alla framsetningu og umgjörð eins og best verður á kosið. Í fyrstu bylgju faraldursins var mikið um að tónlistarfólk streymdi óraf- magnað og jafnvel heiman frá sér. Við vildum bæta upplifun áhorf- enda og gera alvöru tónleika fyrir áhorfendur um allan heim.“ Daði Freyr, sem mun keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2021, tekur þátt í Live from Reykjavík og bíða án efa margir spenntir eftir að sjá hann. Júníus Meyvant er annar á svið. Auður tryllir væntanlega lýðinn. Hljómsveitin Vök treður upp með söngkonuna Margréti í fararbroddi. 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.