Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 28
Ég hafði aldrei komið til Íslands! En fyrir ári síðan var ég í Færeyjum. Ég ferðast mjög mikið og hef komið til Noregs og Svíþjóðar en aldrei
hingað. Í Færeyjum hugsaði ég að
þær hlytu að vera alveg eins og
Ísland, en það kom á daginn að það
er alls ekki þannig! Það er stórkost
legur munur,“ segir hann og hlær.
Ástfanginn af Íslandi
„Þetta er tiltölulega einfalt með
Ísland. Ég hef farið hringinn í
kringum hnöttinn tvisvar, að
mestu leyti mun sunnar en hér,
vegna þess að ég er Skandinavíu
maður og við leitum í hlýjuna. En
ég verð að viðurkenna, og hérna er
ég að vera algjörlega hreinskilinn,
að þetta er fallegasta land sem ég
hef séð á ævinni. Ég er algjörlega
dolfallinn.“
Ég hef komið til Noregs og í
fyrsta sinn sem ég var þar fannst
mér það stórkostlegt. Því ég ferðast
alltaf bara suður. Og svo í Færeyj
um hugsaði ég að þetta gæti ekki
orðið fallegra, en hér er ég. Ég er
algjörlega ástfanginn,“ segir hann.
„Við erum ekki með neitt af þessu
magnaða landslagi í Danmörku.“
Thomas fer með hlutverk mótor
hjólamanns í Ófærð 3 og segir að
samstarfið með Baltasar Kormáki,
leikstjóra og framleiðanda, hafi
gengið vonum framar. Aðspurður
segist hann þó varast að segja
nokkuð til um ágæti þess efnis sem
hann komi fram í þar til eftir að það
er komið út, en er þó fullviss um að
Íslendingar verði ekki illa sviknir.
„Ég sá fyrstu seríuna og mér
fannst hún virkilega góð. Ég hef
ekki séð númer tvö en þessi fyrsta
var alveg frábær. Svo það var
magnað að geta komið hingað og
hlutverkið hentaði mér vel, því í
frítíma mínum keyri ég mikið af
mótorhjólum. Ég hlakkaði til hvers
dags, því alltaf fékk ég að prófa nýtt
hjól og það var algjörlega klikkað
að fá að keyra um á Siglufirði og á
þjóðveginum á hjólinu,“ segir Tho
mas. Hann segir veðrið hafa verið
misgott en það hafi ekki haft áhrif
á tökur.
Frábært að fá tækifæri í Ófærð 3
Thomas var eins og áður segir hér í
fimm vikur við tökur. Hann kemur
svo hingað aftur síðar í nóvember
til að klára. „Maður er auðvitað
orðinn vanur þessu brasi. Á síðasta
ári var ég til dæmis í Finnlandi og
hafði aldrei komið þangað áður.
Þannig að ég er vanur þessu, en
kærastan mín er kannski ekki eins
vön þessu,“ segir hann og hlær.
„Ég hafði aldrei unnið með Balt
asar áður, en það var frábært. Ég
hafði hitt hann nokkrum sinnum á
kvikmyndahátíðum. Ég hitti hann
í Frakklandi til dæmis í Cannes,
og á Celebration Fest í kringum
Jagten,“ segir Thomas, sem fór með
eitt hlutverkanna í þeirri vinsælu
mynd. Það hafi ekki reynst erfið
ákvörðun að slá til og leika í Ófærð
3.
„Ég hafði aldrei komið hingað
en heyrt mikið um landið. Svo
snerist þetta um mótorhjól og ég
elska mótorhjól, svo hvernig gat
ég sagt nei?“ segir hann. „Ég hef
líka verið að vinna rosalega mikið
síðasta árið. Svo kemur þessi vírus
upp og ég fæ smá frí, en þegar þetta
boð kom ákvað ég bara að slá til,“
segir Thom as. Hann segist aðspurð
ur vel geta hugsað sér að leika meira
í íslensku efni.
Leikarar aðskildir með litakóða
Thomas viðurkennir að það hafi
verið skrítið að taka upp þátt á
tímum heimsfaraldurs.
„Þetta er mjög skrítið, því það þarf
að aðskilja okkur eftir litakóðuðum
svæðum og við þurfum auðvitað að
hafa grímur öllum stundum, nema
þegar við tökum upp, þá gengur það
ekki,“ segir hann léttur í bragði. Við
tíu manna samkomubann stjórn
valda þurfi að hugsa hlutina upp
á nýtt, sem auðveldara reynist við
tökur utandyra.
Var alveg jafnlétt að komast í karakt-
er, þrátt fyrir COVID?
„Já!“ segir hann. „Í sjónvarpsþætt
inum er auðvitað enginn heims
faraldur svo þar látum við bara eins
og ekkert hafi í skorist. En heims
faraldurinn hefur auðvitað haft áhrif
á verkefnastöðuna hjá mér, og mikil
bið er á f lestum verkefnum,“ segir
Thomas. Gaman sé þó að geta glatt
fólk með þátttöku í einhverju eins og
sjónvarpsþáttum.
Norrænar kvikmyndir í vexti
„Þessi sería verður mjög góð, svo fólk
mun hafa eitthvað til að horfa á, á
þessum skrítnu tímum,“ segir hann.
Hann segir Íslendinga geta verið
stolta af Ófærð, serían sýni að íslensk
kvikmyndagerð sé í vexti. Thomas
segir að svo virðist vera sem kvik
myndagerð sé í vexti á Norðurlönd
um almennt og bendir á að nýjasta
kvikmynd sín, Druk, þar sem hann
fer með eitt af aðalhlutverkunum
ásamt Mads Mikkelsen, hafi fengið
prýðisviðtökur á heimsvísu.
Myndinni er leikstýrt af Thomas
Winterberg, hinum sama og leik
stýrði þeim Thomas og Mads í Jag
ten árið 2010. Thomas segir að þeir
hafi verið vinir um árabil. „Þetta er
rosalega góð mynd. Ég hef unnið
með Thomas Winterberg í þrjátíu
ár. Festen og Jagten voru stórar, en
þessi virðist ætla að verða enn stærri
og það á tíma heimsfaraldurs og það
gleður mig mikið,“ segir hann. Druk
fjallar um hóp menntaskólakennara
sem athuga hvort það hafi teljandi
áhrif á hamingju sína að hafa 0,5%
áfengi í blóðinu öllum stundum.
„Við kynntumst fyrir þrjátíu árum
þegar Thomas var á fjórða ári í leik
stjórnarskóla Kaupmannahafnar.
Ég var að klára leiklistarskóla og
var ekki með neina vinnu. Ég setti
á fót lítið leikrit með félaga mínum,
sem hét Lorte og það var algjörlega
rosalegt. Það var ofbeldi og kynlíf í
í þessu litla, svæsna leikriti. Tom sá
það og við gerðum saman litla mynd
sem hét „One Last Round,“ segir
Thomas. Hann segir frumsýningu
myndarinnar hafa mótað feril sinn
síðan.
Leitar sömu tilfinningar
„Við fundum það bara á áhorfendum
í kvikmyndaskólanum á frumsýn
ingunni að þeim fannst þetta rosa
lega góð mynd. Ég gleymi aldrei
þessari tilfinningu og fyrir okkur var
þetta magnað, því þetta var fyrsta
myndin okkar. Og ég reyni alltaf að
upplifa þessa tilfinningu aftur við
frumsýningu hverrar myndar en
hef aldrei upplifað hana aftur,“ segir
Thomas.
„Druk var að vinna til verðlauna
á Spáni og þetta er mögnuð mynd,
en fyrsta myndin, það var stærsta
stundin. Ég mun aldrei upplifa slíkt
aftur, enda vorum við svo ungir og
áttuðum okkur þá á því hvers við
vorum megnugir,“ segir hann léttur
í lund.
Thomas segist aldrei hafa orðið
þreyttur á leiklistinni. Hann hafi
upplifað róstusama æsku og reynt
margt fyrir sér, meðal annars
starfað sem bakari, glergerðar
maður, smiður, unnið í verksmiðju
og starfað fyrir danska herinn. „Og
ég gerði það sama í eitt og hálft ár.
Vann hjá trésmiðum og í tíu ár áður
en ég fór að leika prófaði ég allt og er
líka lærður glersmiður,“ segir hann.
Hann segir leiklistina hafa verið
áhugamál frekar en vinnu, en hann
kláraði leiklistarskólann 27 ára. „Svo
ég gerði margt en frá því ég var ellefu
ára tók ég þátt í áhugaleikhúsi, en ég
vissi bara ekki að ég gæti unnið fyrir
mér með því.“
Hann segir virði starfsins mun
meira virði en peninga. „Maður legg
ur auðvitað mikið á sig í vinnunni,
en þegar maður sér viðbrögðin og
upplifir tilfinningar fólks, þá er það
eitthvað sem verður ekki metið til
fjár,“ segir Thomas.
EN ÉG VERÐ AÐ VIÐUR-
KENNA, OG HÉRNA ER ÉG
AÐ VERA ALGJÖRLEGA
HREINSKILINN, AÐ ÞETTA
ER FALLEGASTA LAND SEM
ÉG HEF SÉÐ Á ÆVINNI. ÉG
ER ALGJÖRLEGA DOLFALL-
INN.
Vill upplifa tilfinninguna aftur
Danski stórleikarinn Thomas Bo Larsen, sem þekktastur er fyrir leik sinn í Jagten, segist algjörlega dolfallinn yfir
Íslandi. Hann var staddur hér á dögunum við tökur á Ófærð 3. Hann telur íslenska kvikmyndagerð eiga mikið inni.
Thomas fer með hlutverk í kvikmyndinni Druk sem fengið hefur frábæra dóma og fjallar um kennara í áhugaverðri tilraunastarfsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Thomas ásamt Mads Mikkelsen við frumsýningu kvikmyndarinnar Jagten,
sem þeir báðir léku í, á kvikmyndahátíðinni í Cannes. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Oddur Ævar
Gunnarsson
odduraevar@frettabladid.is
1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð