Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 76
Gullinn túrmerik latte er sá drykkur sem kemur flestum í opna skjöldu en þar eru ólík brögð leidd saman með himneskri útkomu. Hjá Systrasamlaginu er hægt er að fá lífrænt og hollt góð­gæti eins og gæða kaffi, te, heilsudrykki, samlokur og kökur, svo fátt sé nefnt. Þarna er matur og munúð í forgrunni og mörg vel geymd leyndarmál þegar kemur að því að fá sér heita og ljúffenga drykki sem eru góðir fyrir sálina. Leggja áherslu á eiturefnalausan lífsstíl Í þættinum Matur & heimili heimsóttum við systurnar Jóhönnu og Guðrúnu Kristjáns­ dætur sem eru stofnendur og eigendur Systrasamlagsins og frumkvöðlar í rekstri kaffihúsa af þessari gerð. „Þegar við systurnar settum Systrasamlagið á laggirnar var það byggt á þeirri hugsjón að víkka út hugmyndina um heilsu­ búð og færa nær almenningi. Hafa andann ávallt með í efninu,“ segja þær systur Jóhanna og Guðrún. Þær tóku strax þá stefnu að bjóða ekki eingöngu upp á holla og góða fæðu, lífrænt kaffi og drykki heldur líka sölu á fallegum, líf­ rænum jógafatnaði og vörum og kakóinu sem enginn stenst. „Við leggjum áherslu á eiturefnalausan lífsstíl og það á við allar okkar vörur,“ segja þær systur og teljast þær til frumkvöðla á þessu sviði. Gullinn drykkur sem nærir sálina Í hjarta miðborgarinnar, í bráðfallegu húsi við Óðinsgötu 1, leynist yndislegt kaffihús og smávöru- verslun sem nærir bæði hjarta og sál. Kaffihúsið sem um ræðir er heilsuhofið Systrasamlagið. Systurnar Jóhanna og Guðrún Krist- jánsdætur bæta heilsu lands- manna nú þegar myrkrið skellur á okkur. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Gullin túr- merik latte er mikill hollustu- drykkur sem hentar vel í vetrarkulda. Sjöfn Þórðardóttir Matarást Sjafnar Drykkurinn sem laðar fram góða skapið í vetrarkulda Við fengum þær systur til að deila með okkur uppskriftinni af einum af vinsælasta heita drykknum sem nærir líkama og sál. „Gullinn túrmerik latte er sá drykkur sem kemur f lestum í opna skjöldu en þar eru ólík brögð leidd saman með himneskri útkomu,“ segir Guðrún og nefnir jafnframt að þeir sem smakki þennan drykk komi aftur og aftur og taki ástfóstri við drykkinn. „Gaman er líka að segja frá því að þessi drykkur þolir vel eitt kaffi­ skot fyrir þá sem vilja taka allt í hægum skrefum.“ Hér er upp­ skriftin komin. Gullinn túrmerik latte 1 tsk. lífrænt túrmerik duft ½ tsk. lífrænt kakóduft ¼ tsk. lífrænar kardimommur Nokkur korn pippali (svarti langi piparinn) eða svartur pipar ½ tsk. kakósmjör (má líka vera kókosolía eða önnur bragðgóð olía) 150 ml jurtamjólk Blandið öllum kryddunum vel saman. Setjið í pott ásamt um það bil 150 ml af jurtamjólk og f lóið, það er að segja hitið að suðu. Líka hægt að nota f lóara á kaffivél, ef þið eigið. Ef þið eruð með góða jurta­ mjólk, við mælum með möndlu­ mjólk, sem er sæt frá náttúrunnar hendi, er óþarfi að nota sætu. Annars er eðal að bæta við góðu hunangi. Olían er mikilvæg því hún gefur þessum eðaldrykk alveg sérstaka mýkt. Njótið í huggulegheitum. Sandra Yunhong She, fram­kvæmdastjóri hjá Arctic Star, segir sæbjúgu hafa verið notuð í Asíu um langt skeið við margs konar kvillum. „Í Kína eru þau stundum kölluð „ginseng hafsins“ en Kínverjar eru stærstu neytendur sæbjúgna í heiminum. Þau eru notuð þar til að með­ höndla háan blóðþrýsting, draga úr liðverkjum og auka kynorku og eru einnig vinsæl í Indónesíu þar sem þau eru talin búa yfir lækn­ ingamætti vegna græðandi eigin­ leika og eru meðal annars notuð á magasár.“ Kollagen og vítamín Arctic Star hefur verið með sæbjúgu á markaðinum í um fimm ár og hafa vörurnar frá þeim hlotið góðar undirtektir. Nú hefur Arctic Star bætt við úrvalið með sérstakri blöndu af sæbjúgum, D­vítamíni og kollageni. Sæbjúgun (Cucumaria Frondosa) sem Arctic Star notar eru veidd í Norður­Atlantshafi við strendur Íslands og innihalda mikið magn kollagens. Þau eru veidd úr sjónum en að sögn Söndru eru villt sæbjúgu með umtalsvert meiri virkni en eldisræktuð sæbjúgu. „Sæbjúgun sem við notum eru ekki eldisafurð. Þetta er lindýr sem vex á botni sjávar og þessi ákveðna tegund inniheldur mjög hátt hlutfall prótíns eða um 70% og einungis 2% fitu. Blandan inni­ Kröftug og breiðvirk blanda Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda ríflega 50 tegundir næringarefna sem hafa ýmis heilsuefl- andi áhrif, eins og að draga úr stirðleika og liðverkjum, auka blóðflæði og styrkja ónæmiskerfið. Sandra Yunhong She segir sæbjúgu mikið notuð víða í Asíu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN heldur að auki fiskiprótín sem unnið er úr þorskroði ásamt stein­ efnum og vítamínum.“ Ávinningur kollagens er talinn margþættur. „Blandan hefur sér­ staklega góð og styrkjandi áhrif á liði, húð, neglur og hár. Við bættum svo við C­vítamíni en það eykur virkni kollagensins og styrkir brjósk, bein og húðina ásamt því að efla starfsemi taugakerfisins og ónæmiskerfisins. Þá er C­vítamín talið verja frumur líkamans gegn oxunarálagi og draga úr þreytu og sleni,“ útskýrir Sandra. „Við höfum einnig bætt við D­vítamíni en það styrkir líka ónæmiskerfið, stuðlar að eðlilegri upptöku líkamans á kalsíum og fosfóri ásamt því að styrkja bein, tennur og vöðva.“ Ríkulegt magn amínósýra Sæbjúgu innihalda einnig mikinn fjölda amínósýra en þær eru undirstaða og byggingarefni prótína. „Meðal amínósýra sem er að finna í sæbjúgum má nefna metíónin sem er blóðaukandi, eykur orku líkamans ásamt því að stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns. Þá er einnig að finna amínósýruna lýsin sem talin er ef la þroska heilans, stýra heila­ könglinum, mjólkurkirtlum, eggjastokkum og vernda frumur líkamans gegn hrörnun. Lýsin er líka mikilvægur þáttur í starfsemi lifrar og gallblöðru og tryptófan er talið aðstoða við myndun magasafa og insúlíns. Amínósýr­ an valín er líka í sæbjúgum en hún er sögð stuðla að eðlilegri virkni í taugakerfi og hefur góð áhrif á gulbú, brjóst og eggjastokka,“ segir Sandra. „Aðrar amínósýrur sem er að finna í sæbjúgum er meðal annars treónín sem stuðlar að jafnvægi amínósýra, leucine sem getur lækkað blóðsykur í blóðinu og styrkt húðina auk þess sem sár og bein gróa betur. Einnig má nefna isoleucine sem hefur jákvæð áhrif á kirtlastarfsemi líkamans, milta, heila og efnaskipti og fenýlalanín sem styrkir nýrun og þvagblöðr­ una ásamt því að auka virkni ónæmisfruma líkamans og þann­ ig stuðla að myndun mótefna.“ Sandra byrjaði að taka inn sæbjúgnahylki upp úr þrítugu og segist raunar ekki hafa veikst síðan hún hóf reglulega inntöku á þeim. „Ég var alltaf með f lensu á hverju ári en það hefur ekki gerst núna í langan tíma eða frá því að ég byrjaði að taka þetta daglega. Húðin á mér varð mun betri og hár og neglur urðu sterkari. Þetta er gríðarlega öf lug blanda.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 fást í f lestum apótekum og heilsu­ búðum ásamt Hagkaupum og Fjarðarkaupum.Það nýjasta frá Arctic Star eru sæbjúgnahylki sem eru D3-vítamínbætt. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.