Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 106
1
2
3
4
5
6
7
MITT HELSTA LEYNI-
TRIX ER Í SJÁLFU SÉR
EKKERT LEYNDARMÁL. MAT-
ARÆÐI, SVEFN OG HREYFING ER
ÞAÐ SEM SKÍN HELST Í GEGN UM
AUGUN OG HÚÐINA.
Einkaþjálfarinn og jógakennarinn Dísa Dungal var á dögunum valin Miss Supra nat iona l Iceland í Miss Universe Iceland keppninni á dög
unum, sem fór fram með þó nokkuð
breyttu sniði. Dísa er íþróttafræð
ingur að mennt og dugleg að hreyfa
sig og kýs því að nota helst léttan
farða.
„Mitt helsta leynitrix er í sjálfu
sér ekkert leyndarmál. Mataræði,
svefn og hreyfing er það sem skín
helst í gegn um augun og húðina. Ég
er mjög minimalísk í mataræðinu
mínu og ég sé það strax á húðinni
minni þegar ég borða til dæmis
mjólkurvörur. Því reyni ég að halda
mig alfarið frá þeim, drekka nóg af
vatni og sofa vel,“ segir hún.
Dísa mun keppa í Miss Supranat
ional næsta sumar, gangi allt að
óskum.
„Ég er að undirbúa mig fyrir Miss
Supranational sem verður haldin í
Póllandi í sumar ef allt gengur upp.
Síðan er ég líka að æfa mig fyrir
maraþon, en ég ætla að reyna að
hlaupa mitt fyrsta maraþon í haust.
Það er eitthvað sem mig hefur
lúmskt langað til að gera, en aldrei
hugsað að ég gæti fyrr en ég ákvað
einn daginn að láta reyna á það. Því
meira sem ég hleyp því meiri vel
líðan finn ég af því.“
En hvað gerir hún til að dekra við
sjálfa sig?
„Það eru kannski ekki margir
sem tengja við þetta en líkamsrækt,
hreyfing og að borða grænmeti er
það besta sem ég geri fyrir mig. Því
meiri tíma sem ég get leyft mér í
sjálfsíhugun, því betur líður mér. Ég
elska að taka vel á því af því ég veit
að það mun láta mér líða vel út allan
daginn,“ segir Dísa.
Fréttablaðið fékk að kíkja í snyrti
töskuna hennar Dísu og forvitnast
um förðun hennar dagsdaglega.
steingerdur@frettabladid.is
Sólarpúður
og varalitir í
uppáhaldi
Einkaþjálfarinn og fegurðardrottningin
Dísa Dungal notar léttan farða dagsdag-
lega, enda hreyfir hún sig mikið. Hún er á
leiðinni að keppa í Miss Supranational í Pól-
landi næsta sumar og stefnir á maraþon.
Dísa segist strax finna mun á húðinni borði hún mjólkurvörur.
Léttur dagfarði
Mér finnst langbest að farða mig á
sem léttastan máta. Farðinn sem
ég nota er Miracle Skin Founda-
tion frá Max Factor. Það sem ég
fíla við hann er að hann er einnig
með smá sólarvörn.
Ég læt hann bara á þau svæði sem
ég vil lífga upp á sem er víst kallað
T-svæðið, í kringum augu, nef og
munn.
Varalitir
Ég fer nánast ekki út úr húsi nema
að gefa vörunum mínum smá lit.
Mér finnst það gera svo mikið fyrir
andlitið. Ég nota Lipfinity-línuna
frá Max Factor óspart því hún helst
á allan daginn og það eina sem
maður þarf að bæta á er varasalvi
sem fylgir með.
Sólarpúður
Ef ég mætti bara
velja eina snyrti-
vöru til að nota
restina af lífinu
þá væri það
sólarpúður, þá
kannski samhliða
varalit. Ég nota
það nánast undantekningarlaust,
mér finnst það gefa andlitinu svo
ómetanlegan ljóma. Ég hef notað
sólarpúður frá Body Shop í mörg
ár og nota hann einnig sem augn-
skugga.
Hyljari
Suma daga sleppi ég því
að nota dagfarðann og
þá finnst mér gott að
nota Infaillible-hyljarann
frá L’Oréal. Hann er rosa
náttúrulegur og hylur vel.
Augnhárabrettari
Ég er ekki mikið fyrir að
nota maskara þar sem
ég stunda mikla líkams-
rækt og kenni þar að
auki heita tíma á borð
við teygjur og Hot
yoga og þess háttar.
Í staðinn nota ég
augnhárabrettara til
að lyfta augnhárunum mínum
og þá slepp ég við vesenið við að
þurfa að þrífa af mér maskara sem
hefur lekið niður á kinn.
Hér má sjá allt það helsta sem er að jafnaði í snyrtitöskunni hennar Dísu. FRÉTTBLAÐIÐ/ERNIR
Augnabrúnalitur
Ég lita á mér augnhár og augabrúnir
en þessar blessuðu augabrúnir eru
eini parturinn sem mér finnst alltaf
hægt að lífga meira upp á. Ég nota
fremur dökkan lit til þess að móta
og fylla í augabrúnirnar mínar.
Augnskuggar
Ég nota náttúrulegan augnskugga
á hverjum degi. Eins og nafnið
gefur til kynna þá gefur það aug-
unum skyggingu, sem gerir svo
mikið þótt maður taki varla eftir
því. Ég á erfiðara með glamúr-
skyggingar fyrir næturlífið en er
þó búin að læra helling síðast-
liðið ár eftir að ég fór meira út í
fyrirsætubransann og ætla mér að
verða miklu betri.
1
2
7 3
6
4
5
1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R58 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ