Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 8
Þjónusta TM er hugsuð fyrir þig Hjá TM getur þú fengið tjón bætt á 60 sekúndum, keypt tryggingu upp í sófa að kvöldi til eða framkvæmt kaskóskoðun í gegnum appið. Þú getur líka nálgast alla ráðgjöf og þjónustu á öruggan máta með rafrænum skilríkjum í netspjalli. Hugsum í framtíð UMHVERFISMÁL Hlutfall eldislaxa í hópi hrygningarfiska í Fífustaða­ dalsá hefur aldrei verið hærra og er langt yfir þeim opinberu viðmið­ unarmörkum sem segja til um hvort erfðablöndun spilli stofngerð. Þetta segir Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur í aðsendri grein á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, í dag. Jóhannes gerði nú í október rannsókn á laxastofnum í ám við Arnarfjörð, sjötta árið í röð. Hann segir aukna og viðvarandi erfða­ blöndun hjá villtum laxastofni sýna að sjókvíaeldi vegi illilega að tilvist hans og muni með sama áframhaldi hafa í för með sér óafturkræfar breytingar. „Aldrei hafa f leiri eldislaxar veiðst í íslenskri veiðiá og aldrei hefur svo hátt hlutfall eldislaxa verið staðfest í hópi hrygningar­ laxa í veiðiá hérlendis (15,4 pró­ sent) á þessari öld. Í þessum hópi voru f lestir eldislaxanna langt komnir í hrygningu sinni: Veiddir þar sem þeir voru hrygnandi, par­ aðir við villta laxa af stofni árinnar,“ segir meðal annars í grein Jóhann­ esar, um niðurstöður varðandi Fífu­ staðadalsá. „Með slíkri erfðablöndun er aðlögun laxastofna að umhverfi sínu í ferskvatni og sjó, sem staðið hefur yfir allt upp í þúsundir ára, kastað fyrir róða og fyrir vikið minnkar lífshæfni hjá löxum stofns­ ins,“ segir Jóhannes við Fréttablað­ ið. Hann bætir við að eldisfiskur sleppi alltaf úr sjókvíaeldi. „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur í hve miklum mæli.“ Þá segir Jóhannes erfðablöndun sannarlega ekki vera einu hættuna sem villta laxastofninum stafi af sjókvíaeldi, því sníkjudýrið laxalús sem berist úr því eldi á laxaseiði sem eru á sjógöngu, skerði veru­ lega lífslíkur laxanna enn frekar, í tilfelli villtra laxa úr ám í nágrenni við sjókvíaeldissvæði. Jóhannes segir niðurstöður rann­ sóknarinnar sýna að áhættumat Hafrannsóknastofnunar á erfða­ blöndun eldislaxa og villtra laxa, sé meingallað. Það taki engan veginn á vandamáli laxastofna í ám sem eru næst sjókvíaeldissvæðunum. „Áhættumatið er fyrst og fremst byggt á laxastofnum sem eru nytj­ aðir í ákveðnum mæli, eins og það skipti máli að laxastofnar séu af ákveðinni stærð svo laxar þeirra eigi tilverurétt,“ segir Jóhannes. „Það er ekki hlutverk neinna sér­ fræðinga, og allra síst líffræðinga, að ákveða hvaða stofnar skuli lifa og hvaða stofnar skuli deyja, á grund­ velli einhverra reglustikuviðmiða sem þeir útbúa með vísun í fjölda laxa eða veiðinytjar af laxastofnum. Laxastofnar eiga tilverurétt, án til­ lits til þess hve stórir þeir eru og án tillits til þess hvort þeir eru nytjaðir af mönnum nú eða síðar.“ Jóhannes segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega galla áhættu­ matsins á öllum stigum stjórnsýsl­ unnar varðandi villtu laxastofnana, án þess að þeir væru lagfærðir þegar matið var uppfært fyrr á þessu ári. „Það er ekkert gagn að þessu áhættumati gagnvart þessum smáu laxastofnum sem eru næst sjókvía­ eldissvæðunum. Ástandið hefur verið óviðunandi og versnar nú enn,“ segir Jóhannes. „Það er gríðarlegt áhyggjuefni að Hafrannsóknastofnun sé alls staðar í kringum borðið – allt frá því að ákveða magnið sem á að ala á tilteknum svæðum, hvar það skuli alið, hvernig það skuli rannsakað og í þokkabót eru þeir umsagnar­ aðilar um allt er málið varðar, þar á meðal kvartanir er varða þeirra eigin starfshætti.“ arnartomas@frettabladid.is Aukin ógn af fiskeldi fyrir laxastofna Aukin erfðablöndun vegna sjókvíaeldis vegur illilega að villtum laxi, segir líffræðingur. Aðkoma Hafrannsóknastofnunar að málinu sé áhyggjuefni og áhættumat hennar meingallað. Einn af hverjum sex hrygningarlöxum í Fífudalsá í haust reyndist vera eldisfiskur. Aflagaður bakuggi hrygnu úr röðum eldislaxa úr í Fífustaðadalsá í október 2020. MYND/JÓHANNES STURLAUGSSON Það er ekki hlut- verk neinna sér- fræðinga, og allra síst líffræðinga, að ákveða hvaða stofnar skuli lifa og hvaða stofnar skuli deyja. Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.