Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 12
s: 466 2800 / 899 9370 sala@minnismerki.is
Forsala á granít garðbekkjum
Kynningartilboð til áramóta - afhending í byrjun maí.
Viðhaldsfríir garðbekkir úr graníti. 130 cm breiðir ca 140 kg. 3 litir.
Hægt að grafa letur eða logo í bak eða sessu gegn aukagjaldi.
Forsöluverð 200.000 (280.000) - frír flutningur um allt land.
Staðfestingargjald 100.000
steinsmidjaakureyrar.is
____
EÞÍÓPÍA Aðskilnaðarsinnar í Tigray-
héraði í Eþíópíu saka forsætisráð-
herra landsins, Abiy Ahmed, um
að bera ábyrgð á stríðsglæpum
í átökum sem staðið hafa yfir í
héraðinu undanfarna tíu daga.
Er Ahmed sagður bera ábyrgð á
loftárás stjórnarhers landsins á
Tezeke-vatnsaf lsvirkjunina, sem
sér norðurhluta landsins fyrir raf-
magni að stóru leyti. Árásir á slíka
mikilvæga innviði landa eru brot á
alþjóðlegum lögum og geta flokkast
undir stríðsglæpi.
Átök í Tigray-héraði hafa staðið
yfir í rúma viku og má rekja til þess
að stjórnvald í Tigray-héraði stóð
fyrir kosningum í héraðinu í sept-
embermánuði gegn vilja lands-
stjórnarinnar. Ríkisstjórn Ahmeds
brást við með því að segja kosning-
arnar brjóta í bága við stjórnarskrá
landsins og var héraðsþing Tigray
leyst upp í kjölfarið.
Ahmed hlaut friðarverðlaun
Nóbels í fyrra fyrir þátttöku sína í
að koma á lýðræðislegri sátt innan
Eþíópíu, ásamt því að ná sáttum við
Erítreu eftir áralanga baráttu við
nágrannaríkið, sem hafði kostað
tugi þúsunda lífið. Hann heldur því
fram að aðgerðirnar í Tigray séu
til þess að koma á lögum og reglu
í héraðinu og alþjóðasamfélagið
þurfi ekki að óttast að borgarastyrj-
öld sé að brjótast út.
Átökin brutust út í byrjun mán-
aðarins og hafa ásakanir gengið á
víxl milli deiluaðila. Á fimmtudag
fullyrtu lögregluyfirvöld að þau
hefðu handtekið 150 „glæpamenn“,
yfirmenn í Frelsisher Tigray-héraðs,
grunaða um að leggja á ráðin um
hryðjuverk í höfuðborginni Addis
Ababa.
Amnesty International birti í
gær svarta skýrslu frá svæðinu þar
sem greint er frá hryllilegum fjölda-
morðum á óbreyttum borgurum.
Talið er að hundruð manna hafi
látið lífið í loftárásum og átökum
undanfarna daga.
Stöðugur straumur óbreyttra
borgara er á flótta yfir til nágranna-
ríkisins Súdan. Varað var við því í
vikunni að farið væri að bera á
skorti á nauðsynjum, eins og hveiti
og eldsneyti, í héraðinu. Ástandið
var slæmt fyrir, en áður en átökin
hófust treystu um 600 þúsund
manns í Tigray-héraði á hjálp
alþjóðlegra hjálparstofnana varð-
andi matvæli.
bjornth@frettabladid.is
Saka friðarverðlaunahafa
Nóbels um meinta stríðsglæpi
Forsætisráðherra Eþíópíu, Abiy Ahmed, er sakaður um stríðsglæpi í Tigray-héraði landsins eftir loftár-
ásir og átök síðustu daga. Ráðist hafi verið gegn mikilvægum innviðum í héraðinu, sem sé bannað sam-
kvæmt alþjóðalögum. Amnesty International lýsir morðum og ofbeldi gegn óbreyttum borgurum.
Abiy Ahmed hampar friðarverðlaunum Nóbels stoltur í Osló. MYND / EPA
Áður en átökin hófust
treystu um 600 þúsund
manns í Tigray-héraði á
hjálp alþjóðlegra hjálpar-
stofnana.
TÚ R K M E N I S TAN Forset i Tú rk-
menistan, Gurbanguly Berdy-
mukhamedov, af hjúpaði styttu
af hundi í höfuðborginni Ashga-
bat um helgina. Ekki er um neina
venjulega styttu að ræða heldur
ægistóra gyllta styttu af þjóðar-
stolti landsins, hundi af tegundinni
Alabai, sem er af brigði af Mið-Asíu
smalahundi.
Alabai-hundategundin er í mikl-
um metum í Túrkmenistan og sér-
staklega hjá forsetanum sjálfum.
Berdymukhamedov hefur gefið
út ljóðabók um tegundina og árið
2017 færði hann Vladimir Pútín
Alabai-hvolp að gjöf frá þjóð sinni.
Forsetinn hefur verið iðinn við
kolann að reisa tignarlegar styttur
í höfuðborg landsins. Árið 2015
var vígð ógnarstór gyllt stytta af
Berdymukhamedov þar sem hann
situr á hestbaki á hvítum marm-
aratindi. Berdymukhamedov er 63
ára gamall og hefur setið á valda-
stóli síðan 2006. – bþ
Vígði styttu af
gylltum hundi
Styttan tignarlega í Ashgabat.
1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð