Fréttablaðið - 14.11.2020, Page 12

Fréttablaðið - 14.11.2020, Page 12
s: 466 2800 / 899 9370 sala@minnismerki.is Forsala á granít garðbekkjum Kynningartilboð til áramóta - afhending í byrjun maí. Viðhaldsfríir garðbekkir úr graníti. 130 cm breiðir ca 140 kg. 3 litir. Hægt að grafa letur eða logo í bak eða sessu gegn aukagjaldi. Forsöluverð 200.000 (280.000) - frír flutningur um allt land. Staðfestingargjald 100.000 steinsmidjaakureyrar.is ____ EÞÍÓPÍA Aðskilnaðarsinnar í Tigray- héraði í Eþíópíu saka forsætisráð- herra landsins, Abiy Ahmed, um að bera ábyrgð á stríðsglæpum í átökum sem staðið hafa yfir í héraðinu undanfarna tíu daga. Er Ahmed sagður bera ábyrgð á loftárás stjórnarhers landsins á Tezeke-vatnsaf lsvirkjunina, sem sér norðurhluta landsins fyrir raf- magni að stóru leyti. Árásir á slíka mikilvæga innviði landa eru brot á alþjóðlegum lögum og geta flokkast undir stríðsglæpi. Átök í Tigray-héraði hafa staðið yfir í rúma viku og má rekja til þess að stjórnvald í Tigray-héraði stóð fyrir kosningum í héraðinu í sept- embermánuði gegn vilja lands- stjórnarinnar. Ríkisstjórn Ahmeds brást við með því að segja kosning- arnar brjóta í bága við stjórnarskrá landsins og var héraðsþing Tigray leyst upp í kjölfarið. Ahmed hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir þátttöku sína í að koma á lýðræðislegri sátt innan Eþíópíu, ásamt því að ná sáttum við Erítreu eftir áralanga baráttu við nágrannaríkið, sem hafði kostað tugi þúsunda lífið. Hann heldur því fram að aðgerðirnar í Tigray séu til þess að koma á lögum og reglu í héraðinu og alþjóðasamfélagið þurfi ekki að óttast að borgarastyrj- öld sé að brjótast út. Átökin brutust út í byrjun mán- aðarins og hafa ásakanir gengið á víxl milli deiluaðila. Á fimmtudag fullyrtu lögregluyfirvöld að þau hefðu handtekið 150 „glæpamenn“, yfirmenn í Frelsisher Tigray-héraðs, grunaða um að leggja á ráðin um hryðjuverk í höfuðborginni Addis Ababa. Amnesty International birti í gær svarta skýrslu frá svæðinu þar sem greint er frá hryllilegum fjölda- morðum á óbreyttum borgurum. Talið er að hundruð manna hafi látið lífið í loftárásum og átökum undanfarna daga. Stöðugur straumur óbreyttra borgara er á flótta yfir til nágranna- ríkisins Súdan. Varað var við því í vikunni að farið væri að bera á skorti á nauðsynjum, eins og hveiti og eldsneyti, í héraðinu. Ástandið var slæmt fyrir, en áður en átökin hófust treystu um 600 þúsund manns í Tigray-héraði á hjálp alþjóðlegra hjálparstofnana varð- andi matvæli. bjornth@frettabladid.is Saka friðarverðlaunahafa Nóbels um meinta stríðsglæpi Forsætisráðherra Eþíópíu, Abiy Ahmed, er sakaður um stríðsglæpi í Tigray-héraði landsins eftir loftár- ásir og átök síðustu daga. Ráðist hafi verið gegn mikilvægum innviðum í héraðinu, sem sé bannað sam- kvæmt alþjóðalögum. Amnesty International lýsir morðum og ofbeldi gegn óbreyttum borgurum. Abiy Ahmed hampar friðarverðlaunum Nóbels stoltur í Osló. MYND / EPA Áður en átökin hófust treystu um 600 þúsund manns í Tigray-héraði á hjálp alþjóðlegra hjálpar- stofnana. TÚ R K M E N I S TAN Forset i Tú rk- menistan, Gurbanguly Berdy- mukhamedov, af hjúpaði styttu af hundi í höfuðborginni Ashga- bat um helgina. Ekki er um neina venjulega styttu að ræða heldur ægistóra gyllta styttu af þjóðar- stolti landsins, hundi af tegundinni Alabai, sem er af brigði af Mið-Asíu smalahundi. Alabai-hundategundin er í mikl- um metum í Túrkmenistan og sér- staklega hjá forsetanum sjálfum. Berdymukhamedov hefur gefið út ljóðabók um tegundina og árið 2017 færði hann Vladimir Pútín Alabai-hvolp að gjöf frá þjóð sinni. Forsetinn hefur verið iðinn við kolann að reisa tignarlegar styttur í höfuðborg landsins. Árið 2015 var vígð ógnarstór gyllt stytta af Berdymukhamedov þar sem hann situr á hestbaki á hvítum marm- aratindi. Berdymukhamedov er 63 ára gamall og hefur setið á valda- stóli síðan 2006. – bþ Vígði styttu af gylltum hundi Styttan tignarlega í Ashgabat. 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.