Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 4
BJÓÐUM UPP Á 35” - 40” BREYTINGARPAKKA FRÁ BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND EIGUM FLESTAR GERÐIR TIL AFHENDINGAR STRAX ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.547.906 KR. ÁN VSK. 9.359.403 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 NÝ SENDING! LONGHORN ÚTGÁFA NÚ FÁANLEG 25 þeirra sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru látin. 19,7 prósent karla á Íslandi nota nikótínpúða daglega. 30 fyrirtæki, 5 sveitarfélög og 9 opin- berir aðilar, hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. 2 byggingakranar hafa fallið á hliðina við byggingastaði á árinu. 600 billjónir króna er áætlað virði ólaunaðrar umönnunarvinnu kvenna um heim allan. TÖLUR VIKUNNAR 08.11.2020 TIL 14.11.2020 ORKUMÁL Stórnotendur á íslensk- um raforkumarkaði segja að ný úttekt á samkeppnishæfni íslensks raforkumarkaðar dragi ekki upp rétta mynd af stöðu mála í dag. Iðnaðarráðuneytið birti skýrsluna í gær, en þýska ráðgjafarfyrirtækið Fraunhofer annaðist gerð hennar. Í umfjöllun ráðuneytisins um niður- stöður skýrslunnar segir meðal annars að „raforkukostnaður stór- iðju á Íslandi skerði almennt ekki samkeppnishæfni hennar gagnvart samanburðarlöndunum,“ en löndin sem um ræðir eru Noregur, Kanada og Þýskaland. Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, segir að meðalverð til stóriðju eins og það kemur fram í uppgjörum Landsvirkjunar sé vissulega samkeppnishæft og að skýrsla Fraunhofer staðfesti það: „Hins vegar hefur ítrekað komið fram í skrifum forsvarsmanna Landsvirkjunar að það verð er einfaldlega ekki í boði lengur við endurnýjun samninga, nú síðast hjá upplýsingafulltrúa Landsvirkj- unar í fjölmiðlum fyrir helgi. Með þeirri verðstefnu er augljóst að sam- keppnishæfni íslenskrar stóriðju til framtíðar er ógnað,“ segir Gunnar. Bjarni Már Gylfason, samskipta- fulltrúi ISAL í Straumsvík, segir að fyrirtækið muni ekki tjá sig um ein- stök atriði í skýrslu Fraunhofer. „En almennt getum við sagt að hún end- urspeglar ekki þann veruleika sem ISAL býr við. Það er gott að stjórn- völd beini sjónum að orkuverði, sem er lykilþáttur í samkeppnishæfni áliðnaðar. ISAL og áliðnaðurinn á Íslandi vegur þungt í efnahagslífi þjóðarinnar og það er mikilvægt að ISAL geti orðið fjárhagslega sjálfbært og samkeppnishæft,“ segir Bjarni. Landsvirkjun sendi frá sér frétta- tilkynningu í gær vegna málsins, en þar var haft eftir forstjóranum, Herði Arnarsyni, að skýrsla Fraun- hofer staðfesti að raforkuverð Landsvirkjunar væri alþjóðlega samkeppnishæft: „En við verðum líka að taka með í reikninginn að aðstæður á mörkuðum viðskipta- vina okkar eru mjög erfiðar um þessar mundir, bæði til skamms tíma vegna heimsfaraldurs og til lengri tíma, vegna erfiðrar sam- keppni frá Kína. Við reynum að leggja okkar af mörkum með því að sýna sveigjanleika, meðal ann- ars í verði, og styðja þannig við rekstur þeirra við þessar krefjandi aðstæður. Það er hins vegar gott að fá staðfestingu á því að verðstefna okkar hafi ekki neikvæð áhrif á samkeppnishæfni viðskiptavina okkar á stórnotendamarkaði.“ Í skýrslu Fraunhofer er meðal- verð til stórnotenda á Íslandi sagt vera tæplega 26 dalir á megavatt- stund, en alþekkt er að þar vegur langþyngst mjög lágt raforkuverð til álvera vegna gamalla samninga, en slíkt verð er langt frá því verði sem býðst á Íslandi í dag. Til sam- anburðar er síðan talað um verð í Noregi og það metið á bilinu 36 til 44 dalir á megavattstund árið 2019. Hins vegar er bent á, í neðanmáls- grein, að raforkuverð í Noregi hafi að vísu hríðlækkað á árinu 2020, eða um allt að 67 prósent. „Það er ákveðið áhyggjuefni að ráðuneytið skuli í tilkynningu sinni draga þá ályktun að raforku- verð til gagnavera á Íslandi sé sam- keppnishæft við til dæmis Noreg, þegar það er hreinlega tekið fram í skýrslunni að raforkuverð í Nor- egi sé töluvert lægra en á Íslandi, eins og allir þeir vita sem eru að skoða raforkuverð á þessum tveimur mörkuðum,“ segir Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera á Íslandi. Jóhann nefnir einnig að heimildavinnu skýrsl- unnar sé oft og tíðum ábótavant. Á einum stað í skýrslunni sé þannig talað um langtímaraforkuverð til norskra gagnavera í Noregi, en eina heimildin sem þar er stuðst við er blaðagrein frá árinu 2013. „Stærsta áhyggjuefnið er hins vegar sú stað- reynd að orkunotkun íslenskra gagnavera hefur dregist saman um næstum því helming síðan 2018 og aðrir stórnotendur á landinu virð- ast stefna í svipaða átt. Það er ekki að gerast vegna þess að raforku- verð er svo samkeppnishæft,“ segir Jóhann. thg@frettabladid.is Telja að úttekt gefi ranga mynd af stöðu raforkumarkaðar innanlands Ný skýrsla þýska ráðgjafarfyrirtækisins Fraunhofer, um samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi með tilliti til raforkukostnaðar, var opinberuð í gær. Skýrslan var unnin að beiðni Innanríkisráðuneytisins. Í henni kemur fram að raforkuverð hafi verið samkeppnishæft á síðasta ári. Stórnotendur rafmagns á Íslandi segja að staðan sé gjörbreytt í dag og gagnrýna vinnubrögðin. Stórnotendur rafmagns á Íslandi segja stöðuna stórbreytta og gagnrýna vinnubrögð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Forstjóri Landsvirkj- unnar segir að skýrsla Fraunhofer staðfesti að raforkuverð Landsvirkjunar sé alþjóðlega samkeppnis- hæft 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.