Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 38
Af þeim veiðitólum
og stóru dýra-
beinum sem fundust í
kumlinu má draga
sterkar ályktanir um að
einstaklingur 6 hafi því
verið stolt veiðikló.
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Þessi forsenda hefur ósjaldan, en þó æ sjaldnar sem betur fer, verið notuð sem veik
rök fyrir því að konan sé því eðli
gædd að sjá um heimilið á meðan
karlinum sé það eðlislægt að fara
út á vinnumarkaðinn. Nýlegar
fornleifarannsóknir sýna þó fram
á að þessi gamla staðhæfing um að
veiði/safnara-samfélög fornaldar
hafi verið verkefnaskipt á grund-
velli kyns er ekki endilega eins rétt
og margir vilja meina.
Þessi saga hefst árið 2018 í
Andesfjöllunum á meðan á
fornleifauppgreftri stendur við
Wilamaya Patjxa, á svæði þar sem
Perú er nú. Eða raunar hefst þessi
saga mun fyrr því um er að ræða
leifar frá því fyrir um 9.000 árum.
Á svæðinu eru kuml og grafir
og ein af gröfunum inniheldur
beinagrind einstaklings, sem
kallaður er einstaklingur 6. Þeim
einstaklingi hafði á sínum tíma
verið komið fyrir í gröf sinni ásamt
veiðitólum fyrir stóra bráð líkt og
örvaroddum úr steini, beittum
steinflísum (líklega til slátrunar),
einhverju sem líkist steinhníf úr
steinflís, feldsköfu og brúnjárn-
steini sem var líklega notaður til
að lita dýrahúðir.
Algengt var í hinum forna heimi
að grafa hina látnu ásamt hlutum
sem þeir notuðu í lifanda lífi.
Þannig voru stríðsmenn grafnir
með vopnum sínum og stjórn-
endur með dýrmætum eigum
sínum til þess að sýna fram á vel-
megun og völd. Af þeim veiðitólum
og stóru dýrabeinum sem fundust
í kumlinu að Wilamaya Patjxa
má draga sterkar ályktanir um að
einstaklingur 6 hafi því verið stolt
veiðikló.
Ekki var allt sem sýndist
Að sögn Randy Haas, aðstoðar-
kennara við mannfræðideild
Háskólans í Kaliforníu, fann
teymið margar grafir á svæðinu en
sú sem vakti hvað mestan áhuga og
undrun var einmitt þessi einstakl-
ingur númer 6. Einn í teyminu,
James Watson frá Háskólanum
í Arizona, sem er sérfræðingur í
að greina bein, grunaði nefnilega
sterklega að einstaklingurinn væri
kvenkyns. Þessu segir vefmiðillinn
IFLScience frá í grein sem birtist á
dögunum.
Með því að greina prótínið í
tönnum einstaklingsins var hægt
að staðfesta þennan grun og kom
þá í ljós að um var að ræða 17-19
ára konu. Hins vegar er ekki mikið
hægt að staðhæfa út frá einni gröf
og er spurningin því sú hvort um
eitt einstakt tilfelli sé að ræða eða
hvort kvenkyns veiðimenn hafi
verið algengir í Ameríku til forna.
Með þessa uppgötvun í huga
héldu fræðingarnir áfram og
endurskoðuðu fjölda fornra veiði-
mannagrafa í Ameríku. Skoðaði
teymið áður útgefnar skýrslur
um 429 einstaklinga sem grafnir
höfðu verið á yfir 100 svæðum vítt
og breitt um Suður- og Norður-
Ameríku á tímabili sem telur frá
lokum pleistósen-tímabilsins og til
upphafs hólósen.
Af öllum þeim einstaklingum
sem grafnir voru með veiðitól
til þess að veiða stóra bráð voru
minnst 16 af þeim karlkyns og
ellefu kvenkyns. Þessar upplýs-
ingar benda til þess að kvenkyns
veiðimenn hafi verið einhvers
staðar á milli 30-50% af öllum
veiðimönnum. Þessar uppgötvanir
setja því allstórt spurningarmerki
við gömlu mýtuna um að í fornum
samfélögum manna hafi karlarnir
séð um að veiða og konurnar verið
safnarar.
Gögnin stangast á við fyrir-
framgefnar hugmyndir
Haas útskýrir að þetta hafi komið
honum mjög svo á óvart. „Ég vann
samkvæmt þeirri staðhæfingu,
eins og flestir gera, að veiðimenn
í veiði/safnara-samfélögum hafi
aðallega verið karlkyns. Því hafði
ég búist við því að flest kuml
með veiðitólum tengdust helst
karlkyns einstaklingum. Þetta
var hins vegar ekki niðurstaðan.
Veiðitól fundust vissulega í gröfum
karlkyns einstaklinga en þau
voru jafnlíkleg til þess að finnast
hjá konum einnig. Ég held ekki
að það hafi verið rangt að vinna
út frá upphaflegu tilgátunni.
Verkaskipting á grundvelli kyns í
nauðþurftarsamfélögum er mjög
algeng í nýlegri veiði/safnara-sam-
félögum. En fornleifafræðingar
lærðu fyrir löngu að endurskoða
allar forsendur og fyrirframgefnar
hugmyndir eins ört og mögulegt er
þegar kemur að fornleifagögnum.
Og gögnin í þessu tilfelli stangast
greinilega á við forskriftina.“
Fleiri dæmi eru um að forn-
leifafræðin gefi tilefni til þess að
endurskoða gamlar hugmyndir
um kynjaskiptingu verka í fornöld.
Fyrr á árinu grófu vísindamenn
upp flokk af fornum skýþverskum
konum í Rússlandi sem grafnar
voru fyrir 2.000 árum ásamt
tylftum vopna og skrautlegra
höfuðfata, sem bendir til þess að
þær hafi verið stríðsmenn.
Konurnar veiddu einnig
Sú gamla mýta er lífseig að í fornum veiði- og safnarasamfélögum hafi karlar verið veiðimenn og
konur séð um söfnun berja, róta og ýmiss annars matarkyns til að draga fram lífið á sléttunum.
Nýleg gögn benda til þess að vítt og breitt um Ameríku til forna hafi verið nokkuð algengt að konur sinntu veiði líkt og karlar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY.
JÓLAHREINGERNING
Sérblaðið Jólahreingerningar kemur út þann 18. nóvember.
Blaðið mun fylgja Markaðnum inn í 500 stærstu fyrirtæki landsins ásamt því að
koma út í tæplega 80.000 eintökum um allt land.
Blaðamenn munu fjalla um heimilis- og fyrirtækjaþrif í þessu blaði.
Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við:
Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R