Fjölrit RALA - 15.03.1977, Page 23
17
Sámsstaðir 1976
Tilraunir með frærækt.
Tilraun nr. 430-75. Samanburður á frætekju af 5 línum af vallarsveifgrasi
frá Korpu.
17. maí var borið á reitina. Vallarsveifgrasið skreið mjög lítið
og voru reitirnir því slegnir 15/7.
Tilraun nr. 431-75. Fjölgun á 10 línum af vallarsveifgrasi.
17. maí var borið á reitina. Vallarsveifgrasið skreið lítið og
voru reitirnir því slegnir 15/7.
Tilraun nr. 423-76. Frætaka af snarrót.
í þessa tilraun voru notaðir sömu reitir og í tilraun 266-70, en
sú tilraun var lögð niður
Áburður, kg/ha
N P K
a. 30 30,6 58,1
b. 50 30,6 58,1
c. 70 30,6 58,1
d. 90 39,3 74,7
Áburðartegundin 17-17-17 var notuð á alla liði og á a- og b-lið
þrífosfat og KCl að auki.
Borið var á 19/5. Endurtekningar 4.
19/5. Töluvert gras komið á tilraunina.
15/6. Snarrótin er farin að skríða. Grasið er um 25 sm hátt. Ekki
er hægt að sjá mun milli reita.
13/7 Snarrótin er falleg á að lita. Stöngullinn er um 80 sm á hæð.
23/9 Snarrótin slegin. Snarrótin stóð best á a-reitum, en var
töluvert farin að leggjast á d-reitum.
Fræið hefur ekki verið hreinsað og uppskerutölur liggja þvi ekki
fyrir.