Fjölrit RALA - 15.03.1977, Page 56

Fjölrit RALA - 15.03.1977, Page 56
Möðruvellir, HÓlar 1976 50 Tilraun nr. 390-76. Afbrigði kartaflna. Fengin voru 39 afbrigði kartaflna og þeim fjölgað á Möðruvöllum með tilraun í huga. Gerð var bragðprófun á öllum þessum afbrigðum. Tilraun nr. 401-76. Stofnar af vallarsveifgrasi. Sáð á Möðruvöllum 9/6, Dýrfinnustöðum 7/6 og Langhúsum 5/6. Á Möðruvöllum kom mikill arfi í tilraunina og á Dýrfinnustöðum var hún ekki völtuð á tilsettum tíma. Hula var metin þar 17/9 (% í svigum): Fylking (25), Holt (10), Atlas (70), Arina Dasas (30), 01 (5), 08 (70), 03 (5) . Á Langhúsum voru reitirnir jafnir að sjá (15/9). Tilraun nr, 414-76. Stofnar af hávingli. Sáð á Möóruvöllum 9/6, Dýrfinnustöðum 7/6, Langhúsum 5/6 og Grund 28/6. Hula stofnanna var metin að Dýrfinnustöðum 17/9 (% í svigum): Dufa (40), Pétursey (40), Löken (70), Salten (60), Sena (50), Boris (70) Winge Pajbjerg (100), Rossa (80). Tilraun nr. 429-76. Stofnar af vallarfoxgrasi. Sáð á Möðruvöllum 9/6. Mikill arfi kom í tilraunina. Varnarlyf barst of seint. Sáð á Grund 28/6. Tilraun nr, 394-76. Stofnar af túnvingli. Sáð á Möðruvöllum 9/6. Mikill arfi kom í tilraunina. Tilraun nr. 424-76. Ýmsar grastegundir. Sáð á Möðruvöllum 9/6. Mikill arfi kom í tilraunina. Sáð á Ærlækjarseli 27/6. Kom seint upp. Sáð var með 0yjord sáðvél í tilraunirnar á Dýrfinnustöðum og Möðruvöllum.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.