Fjölrit RALA - 15.03.1977, Side 80
74
Búveðurfræði.
Vegna þess hve meðalhiti er lágur á íslandi hafa litlar sveiflur
í veðurfari tiltölulega mikil áhrif á uppskeru gróðurs. Áhrif sem
lækkun hitastigs hefur á uppskeru grasa hafa verið metin út frá tölum
um heybirgðir og uppskeru í jarðræktartilraunum. Uppskeruminnkunin
virðist um 15% fyrir eins stigs lækkun á ársmeðalhita.
Ýinsir örðugleikar eru þó á slíku mati, t.d. er erfitt að meta áhrif áburðar
og misjafnrar túnbeitar eftir árum.
Á árinu var ákveðið að hefja nýjar tilraunir til skoðunar á áhrifum
veðurfars á uppskeru. Til þessarar athugunar var valiðýsygg. Byggið
hefur ýmsa kosti sem athugunarplanta:
1. Plantan er einær og því hefur árferði eitt árið ekki eftirverkun
á vöxt árið eftir, a.m.k. ef notast er við erlent fræ.
2. Það er létt að mæla ýmis mikilvæg vaxtarstig t.d. spírun, hæðar-
vöxt, skrið og þroska.
3. Byggið er sjálffrjóvga jurt og sömu arfgerð má rækta á mörgum
stöðum.
4. Mikið er vitað um ýmsa vaxtarþætti í byggi og áhrif þeirra á
uppskeru.
5. Kynbætur eru hafnar á ný á einærum korntegundum og ítarlegar
athuganir á áhrifum veðurfarsþátta á vöxt og þroska r byggi koma
að notum í kynbótastarfinu.
Framkvæmd tilraunarinnar:
Akka byggi var sáð í hálfs líters mópotta í þurra mold, sjö fræjum
í hvern pott. Áburði var hrært saman við moldina og pottarnir sendir á
tilraunastöðvarnar í jarðrækt og að Hvanneyri. Auk þessa var gróðursett
að Korpu og í Esjunni á 6 mismunandi stöðum í 50, 100, 200, 300, 400 og
500 metra hæð yfir sjó. Á hvern athugunarstað voru sendir 4 pottar.
Pottarnir voru grafnir i jörðu þannig að brún hvers potts nam við yfir-
borð jarðvegsins. Á öllum tilraunastöðvunum var pottunum komið fyrir í
nánd við veðurmæla.
Þann 15. maí var moldin gegnvætt á öllum stöðunum og vaxtarferill
byggsins með því hafinn. Skráð var hvenær spírun hófst'og síðan mæld
hæð fjögurra plantna í hverjum potti á hverjum mánudegi. Auk hæðar-
mælingar voru sérstök einkenni á vaxtarferlinum eins og upphaf og lok
skriðs og sölnun blaða skráð.
í lok vaxtarskeiðsins, 10. september, voru plönturnar teknar upp
með rótum og þær þurrkaðar við herbergishita í myrkri.