Fjölrit RALA - 15.11.1981, Qupperneq 61
- 55 -
TÖLFRÆÐIRANNSÖKNIR.
Tölfræðiaðferðum er beitt í rannsðknum, bæði í
skipulagningu tilrauna og við úrvinnslu á niðurstöðum.
Hagnýting tölfræðinnar er að jafnaði svo samgróin
rannsóknaverkefnunum, að ekki er nema að litlu leyti ástæða
til að fjal.la um hana sem sjálfstæðan lið.
Mat á erfðastuðlum.
Meðal umfangsmestu tö.lfræðilegra útreikninga hafa verið
útreikningar arfgengis ýmissa skrokkmála á sláturlömbum á
Hesti. Hliðstæðum aðferðum er beitt við úrvinnslu á
niðurstöðum mælinga á ýmsum eiginleikum í safni af túngrösum,
sem safnað hefur verið vlðs vegar um landið. I túngrösunum er
unnt að skipta plöntunum og rækta þannig nokkra hnausa sem
hafa sömu arfgerð og fá þannig óháð mat á þeim breytileika sem
er nefndur tilraunaskekkja.
Hvað þarf að gera margar tilraunir ?
Ein helsta aðferðin til tölfræðilegrar framsetningar á
tilraunaniðurstöðum er að finna mismun tilraunaliða og meta
öryggi hans. Við skipulagningu tilrauna eru lögð drög að þvl
hvert öryggið verður, þegar ákveðinn er fjöldi mælinga eða
endurtekninga. Að öðru leyti ræðst öryggið af vali efniviðs 1
tilraunlr, t.d. búfjár I fððrunartilraunir og lands I
ræktunartilraunir, og af vinnubrögðum við framkvæmdina.
Tökum sem dæmi tilraun á Sámsstöðum, þar sem gerður var
samanburður á Korpu og Engmo vallarfoxgrasi. Þegar slegið var
eftlr skrið, var meðaluppskera árið 1973 101,4 hkg/ha, sem
reyndar er mjög mlkll uppskera. 1 þetta sinn gaf Korpa 12,1
hkg/ha meiri uppskeru en Engmo. Út frá mati á tilraunaskekkju
sama ár er meðalskekkja þessa mismunar áætluð 8,7 hkg/ha. Með
95% öryggismörkum er munurinn 12,1 + 18,5 hkg/ha, þ.e.
fullyrða má með 95% öryggi, að sá uppskeruauki (eða -
minnkun), sem fenglst hefði við að rækta Korpu fremur en Engmo
á allstóru svæði við sömu skilyrði, hefði verið á bilinu -6,4
til +30,6 hkg/ha. Þessi niðurstaða er svo ðviss, að ein sér
kemur hún að litlu gagni. Með þvl að tengja saman fleiri
niðurstöður, úr sömu tilraun eða öðrum, fæst meiri nákvæmni. I
tilrauninni var slegið þrisvar. Mismunur stofnanna Korpu og
Engmo var með 95% öryggismörkum + 5,2 ± 10,7 hkg/ha að
meðaltali yfir þessa þrjá sláttutlma árið 1973. Að meðaltali I
þrjú ár var þessi munur - 1,3 ± 4,8 hkg/ha. Með þvl að nýta
ti.t fulls niðurstöður tilraunarinnar hefur bilið nú verið
þrengt niður 1 fjðrðung þess sem fyrst var.
Enn meiri nákvæmni fæst með þvl að tengja saman
niðurstöður margra tilrauna. I umfangsmikilli úrvinnslu
stofnatilrauna, sem náði til allra tilrauna 1955 til 1975,
fannst -0,4 ± 1,9 hkg/ha munur á Korpu og Engmo. Er það
meðalniðurstaða 62 uppskerumælinga. Gefur hún til kynna, að
stofnarnir gefi að jafnaði sömu uppskeru eða þvl sem næst.