Fjölrit RALA - 15.11.1981, Blaðsíða 50
41)
Repja: 1. uppskera á flatareiningu,
2. þurrefnisinnihald.
Geyrad voru sýni af korni og repju til efr.agreinlngr
síðar, ef nauðsynlegt verður tallð.
Gögn úr tilrauninni hafa verið send til Noregs en þar er
unnið úr gögnum frá öllum athugunarstöðunum á Norðurlöndunum
firam.
GARÐ- OG YLRÆKTARRANNSÖKNIR.
Ber - grænmeti og trjáplöntur.
I berjarunnasafnið, sem að undanförnu hefur verið fengist
vlð að koma upp á Korpu, bættust við þrjú afbrigði rifsberja
frá Noregi. Var þeim fjölgað inni 1 gróðurhúsi og reyndist
spretta þeirra það góð að síðla sumars voru 60 plöntur fluttar
út á beð og gróðursettar. Skjólgirðng sem er á tvo vegu,
norðan og austan bygginga á Korpu var stækkuð til austurs og
fékkst þá dálítið viðbótarlandrými innan hennar. Þar var
plantað hluta þeirra sðlberjaafbrigða sem verið hafa 1 uppeldi
hin slðustu ár. Alls var um að ræða 23 afbrigði af 26 sem
safnið ræður nú yfir. Var unnt að koma fyrir tveimur
endurtekningum með 3 plöntum í hvorri. Nokkru var úthlutað af
berjaafbrigðum til Hvanneyrar. Jarðrberjaafbrigði voru
gróðursett 1 hluta plastskýlis til fjölgunar en af sumum
afbrigðum skortir plöntur svo unnt sé að byrja á
samanburðarathugunum.
Ekkert stofnfræ gulrðfna var ræktað á árinu, en smávegis
fræ var til frá árinu áður. Var samið við gulrófnaframleiðenda
um notkun þess, en í haust voru valdar rófur til undaneldis úr
garðlandinu. Voru þær geymdar í nýrri matjurtageymslu á Korpu
og verður ræktað stofnfræ á þeim árið 1981 i plastskýli á
staðnum.
Send voru utan til Danmerkur 2 kg af stofnfræi
Kálfafellsröfu, en af þvi mun sölufræ væntanlega verða fyrir
hendi fyrir vorið 1982. Annars er kvartað mikið yfir
vanskapningum og hvitingjum í þessum stofni, sem sölufræ hefur
verið ræktað af erlendis um langt skeið. Er greinilegt að
nauðsyn ber til að taka sölufræræktina tökum.
Haldið var áfram stofnatilraunum i káltegundum, sem verið
hafa að undanförnu. Full ástæða þykir til að benda á að
tilraun með stofna hvitkáls hefur frá upphafi verið í samvinnu
við Garðyrkjuskóla rlkisins, og framkvæmd bæði þar og á Korpu,
en ekki aðeins á garðyrkjuskólanum eins og vart hefur orðið
við að ýmsir telji. Garðyrkjuskólinn hefur öll árin séð um
uppeldishliðina fyrir þessa tilraun, en Rala hefur annast
útvegun á fræi. Að auki hefur smávegis af plöntum álitlegra
stofna verið sent til prðfunar að Hvanneyri og til einstakra
kálframleiðenda.