Fjölrit RALA - 15.11.1981, Page 51

Fjölrit RALA - 15.11.1981, Page 51
-■45- Ti.lraunakál á Korpu spratt ágsetlega vel, en aðstæður þar geta al.ls ekki talist vel heppilegar fyrir grænmetisrækt. Þar er í kaldara lagi og nær ekkert náttúrulegt skjól. En áþekk skilyrði eru reyndar vlðsvegar hér á landi utan þeirra svæða þar sem atvinnugarðrækt er aðallega stunduð. Reynd var aðeins ræktun grænmetis undir götuðum plastdúk (Ziro-plast), en árangur varð lélegur. Margt benti til að bæði hafi verið of heitt og birtulltið undir dúknum, sem vafalaust var hafður of lengi yfir gróðrinum. á árinu var haldið áfram að gróðursetja smávegis af trjáplöntum ætlaðar sem skjól á Korpu, en brýnt er að stórauka sllka gróðursetningu vlðs vegar á landi tilraunastöðvarinnar. Eins var sett töluvert af birki við bygginguna á Keldnaholti. Skjólbeltatilraunir á kartöflum. á vegum s.n. kartöfluhðps var komið upp skjólgirðingum úr loðnumðtum við nokkra kartöflugarða hjá framleiðendum 1 Þykkvabæ, Djúpárhreppi. Samtals nam lengd belta um 850 m. Fylgst var með vexti og tekin sýnishorn af sprettu skömmu áður en aðalupptakan hðfst og þau mæld og vegin. Mun þessu haldið áfram næsta ár. Ylrækt. áfram var fengist við tvö verkefni sem getið hefur verið áður Annars vegar lýsingu á vetraruppeldi tómata og ræktun þeirra undir ljósum. Er þetta í samvinnu við Garðyrkjuskólann og^framkvæmt í tilraunagrððurhúsi þar undir umsjðn Magnúsar ágústssonar. Til þessa hefur árangur ekki reynst eins og vænst hafði verið. Ræktun tómata 1 slrennsli næringarefnaupplausnar var haldið áfram að Laufskálum 1 Stafholtstungum. á miðju sumri olli roðamaur skyndilega miklum afturkipp og skemmdum á plöntum, og eins reyndist verulegum vanda bundið að halda sýrustigi upplausnarinnar nægilega stöðugu. Stafar þetta fyrst og fremst af þvl að vatnið sem notað var er full basiskt (pH 7,1). Að öðru leyti reyndist uppskera þokkalega góð. VARNXR VIÐ PLONTUSJOKDÖMUM, ILLGRESI OG MEINDÍRUM. 1. Eftirlit með innflutningi og útflutningi plantna. Hin nýju plöntusjúkdðmalög voru ekki afgreidd frá Alþingi á árinu 1980, en drög að þessum lögum voru send frá stofnuninni 1 mars 1978. Hins vegar mun ætlunin að leggja frumvarpið fram á 103. löggjafarþingi 1980-1981. Endurskoðun

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.