Fjölrit RALA - 15.11.1981, Blaðsíða 52
46
reglugerðar um innflutnlng plantna hefur því enn verið slegið
á frest eða þar til hin nýju lög hafa verið samþykkt. Fylgst
var með innflutningi og ákvarðað um vafatilfelli.
2. Eftirlit með ræktun kartöfluútsæðis.
Parin var ein skoðunarferð um stofnaræktunarsvæðin við
Eyjafjörð dagana 11.-13- ágúst. Að mati stofnunarinnar eru
gæði kartöfluútsæðis hér á landi ekki nægjanleg, og þvl hefur
hún farið af stað með verkefni, er stuðla eiga að bættum gæðum
og verður nánar sagt frá þeim hér á eftir.
3. Myndun heilbrigðra kartöflustofna og varðveisla
þeirra.
Þetta verkefni er 1 þremur liðum, auk þess tengjast því
tvö önnur verkefni, sótthreinsun kartöfluútsæðis og Islenskar
kartöflur.
a) Þrlr bændur innan stofnræktunarinnar eru aðstoðaðir
við að koma upp heilbrigðari stofnum með úrvali og
sótthreinsun. Haustið 1980 eru þessir stofnar orðnir um 5
tonn af afbrigðunum Bintje, Gullauga, Helgu og Rauðum
Islenskum.
b) Hjá RALA hafa verið myndaðir græðlingastofnar af
fyrrnefndum fjórum afbrigðum. Með þessum stofnum ætti að
vera mögulegt að draga verulega úr bakterlu- og
sveppasmiti, en ekki veirusmiti. Haustið 1980 voru þessir
stofnar orðnir á bilinu 70-120 kg, af hverju afbrigði.
c) Merlstemstofnar. Með þvl að einangra vaxtarpunkt
(merlstem) plöntunnar og rækta I tilraunaglasi má fá fram
veirulausa og fullkomlega smitlausa plöntu.
I upphafi ársins voru 9 vlrushreinar plöntur af Rauðum
íslenskum og 5 plöntur af Helgu tilbúnar til fjölgunar. Hver
planta var látin mynda stofn og haldið aðskildum. Fjölgað var
með græðlingum og smáplöntum plantað út I Þormóðsdal og á
Korpu. Um haustið fékkst hnýðisuppskera frá 700 g og upp I 6
kg, allt eftir stofnum.
4. Sótthreinsun kartöfluútsæðis.
Haustið 1980 var sótthreinsað með thiabendazol innan
stofnræktarinnar. Bæði var úðað með dælu og duftað. Stefnt er
að þvl að fá efnið skráð hér á landi árið 1981 og að fá
hentugan útbúnað til að setja á upptökuvélar.