Fjölrit RALA - 15.11.1981, Side 45

Fjölrit RALA - 15.11.1981, Side 45
39 var fræi frá ýmsum stöðum á landinu til þessara rannsókna. Rannsóknir á Grænlandi. Lokið er nú fjórða árinu af þeim fimm sem áætlað var að rannsóknir á gróðurfari beitiianda á Suður-Grænlandi stæðu. Unnið var að öllum þáttum verkefnisins: Kortagerð, gróður- og uppskerumælingum,stofnatllraunum, áburðartilraunum, afkvæmarannsóknum á sauðfé, jarðvegsrannsóknum og rannsóknum á efnainnihaldi og næringargildi beitargróðurs. Farnir voru þrlr leiðangrar til Grænlands slðastliðið sumar. I maí fðru tveir menn til þess að annast tilraunir. Seinni hluta júllmánaðar fðr 14 manna hópur til 11 daga dvalar við kortagerð og aðrar rannsóknir. 1 lok september fóru svo þrlr menn til að mæla og vega lömb 1 sláturtíðinni og sinna skipulags og stjórnunarstörfum. 1 ár var kortlagður syðsti hluti sauðfjárræktarsvæðisins ásamt ýmsum minnl svæðum, en teknar voru innrauðar loftmyndir af þeim 1979. Kortlagningu Rala á Eystribyggð á Grænlandi er þvl nær fulllokið. Teiknun gróðurkorta og útreikningar á beitarþoli. A árinu voru teiknuð ný grððurkort af þeim hluta sem kortlagður var af Snæfellsnessýslu og Strandasýslu, Norð-Austurlandi og fyrirhuguðu virkjunarsvæði á F1jðtsdalsheiði. JARÐVEGSRANNSÖKNIR. Jarðvegsefnagreiningar vegna leiðbeininga um áburðarnotkun á sviði túnræktar voru svipaðar að fjölda og undanfarin ár. Var sömu rannsðknaþáttum sinnt og áður, þ.e. fosfór- og kallákvörðunum og mælingu sýrustigs. Þjónusta við framleiðendur 1 ylrækt var einnig með sama sniði og áður en sýnishornafjöldi þð ögn minnl. Tilraunum 1 Austur-Skaftafellssýslu var framhaldið, en ráðgert að ljúka þeim árið 1981. Lausleg nlðurstað ti.1 þessa bendir til, að vægur brennlsteinsskoretur muni vera til staðar 1. sandatúnum austur þar, og að kalknotkun kunni að vera jákvæð á mýratúnum. Gerð var athugun með áhrif brennisteins á sandatúni í landi Skarðs 1 Landsveit. Sú athugun benti til verulegs brennisteinsskorts og uppskeruauka^ með brennisteinsgjöf og leiddi því til verulegra breytinga á áburðarkaupum á svæðinu. Tilraunum, sem verið hafa um skeið 1 Ðalasýslu var hætt að lokinni uppskeru á árinu.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.