Fjölrit RALA - 15.11.1981, Page 25

Fjölrit RALA - 15.11.1981, Page 25
19 þeirra haustið 1979, en framför þeirra yfir árið var frábær. Dætur Kjöva 398 næstum tvöfölduðu þunga sinn yfir árið. Athyglisvert er, hve mikill munur er á ullarþunga systrahópa á sama ári eftir feðrum. Pramleiðslutilraunir. 1. Samanburðartilraun með þrjár tegundir af fóðurbæti og fóðurgjöf eingöngu handa ám, sjá bls. 18 1 Fjölriti Rala nr. 65, bls. 18, lauk 1979- Þriggja ára niðurstöður þessarar tilraunar bendir til að töðugjöf án kjarnfóðurs gaf sambærilega frjósemi og þegar notað var kjarnfóður (fððurblanda eða graskögglar) þegar taðan var i meðallagi eða betri. Hinsvegar reyndust lömb úr heyflokkum öll árin dálitið rýrari en úr hinum flokkunum, er benti til að heyærnar mjólkuðu of lítið eftir burð, þess vegna var ákveðið að halda tilrauninni áfram með þeirri breytingu að hætt væri við fitublandaða grasköggla, er sist höfðu reynst betur en óblandaðir, i staðinn hafa tvo töðuflokka fram að burði, en gefa ánum i öðrum þeirra sama magn af fóðurblöndu eftir burð og i kjarnfóðurflokki. Aðalniðurstaða tilraunarinnar 1980 var sú, að tvílembur 1 þeim flokki, sem fékk töðu eingöngu allan gjafatimann, gaf 1,16 kg minni fallþunga 1 dilkakjöti en tvilembur 1 kjarnfóðurflokki. I heyflokkunum, sem fékk kjarnfóður eftir burð gáfu tvllembur 0,60 kg minna en í kjarnfóðurflokkunum, þ.e. mismunur minnkaði um helming. 2. Stmagnsrannsðknir og fóðurnýtlng sauðfjár á votheyi og þurrheyi. Tilrauninni er lokið, verður skrifað um niðurstöður 1981. 3a. Tilraun með mismunandi eldi áa á miðhluta meðgöngutlma á fæðingarþunga lamba og fallþunga að hausti. Tilraunin var gerð á 91 tvæveltu, í 2 flokkum VI og VII. Ær i VI voru vel aldar allan veturinn og þyngdust 13,45 kg frá 26/9 - 2/5, en frá 30/1 til 8/4^þyngdust þær um 4,1 kg. ffr í VII voru eins fóðraðar nema á tilraunaskeiðinu frá 30/1 til 8/4 var sparað við þær fóður, sem nam 0,45 F.E. á dag eða alls 31,5 F.E. á á, enda léttust VII ær á þessu 70 daga tilraunaskeiði um 3,84 kg, en frá 26/9 til 2/5 þyngdust þær 4,08 kg minna en VI ær. önnur hver ær i báðum flokkum var rúin 1 febrúar, en hinar ýmist í júní-lok eða að hausti.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.