Fjölrit RALA - 15.11.1981, Side 53
- 47 -
5. Kartöfluafbrigði.
Tilraunlrnar voru með svipuðu sniði og árið 1979- Sumarið
var mjög gott til kartöfluræktar og þvl andstæða sumarsins
1979- Níu afbrigðum var fleygt um vorið vegna lélegrar útkomu
undanfarin ár, en það voru: 59-2-5, Apollo, B-7050, Compagnon,
Dalia, Ottar, Provita, Record og Viking. Eitt nýtt afbrigði
bættist við, Sabina, sem er nýlegt sænskt afbrigði, ætlað
fyrir N-Svlþjóð. 1 tilraun I voru alls 59 afbrigði, og í
tilraun II 26 afbrigði á Korpu, 10 á Sámsstöðum, 19 við
Egilsstaði og 19 á Möðruvöllum.
Uppskerumestu afbrigðin 1 tilraun II haustið 1980 voru:
1) Korpa: Cardinak, Knik, Saturna, Sequoia og
T 67-42-89
2) Möðruvellir: T 67-42-89, Knik, Maris Piper og
Gullauga
3) Sámsstaðir: Sequoia, Knik og Rauðar Islenskar.
4) Höfði við Egilsstaði: 58-4-11,62B-5036-40, Pamir
og Sib. Moroz.
Innan afbrigðatilraunar III voru 2 afbrigði sett niður I
Þykkvabænum, um 50 kg af hvoru. Þessi afbrigði voru 58-4-11 og
T-67-42-89. Hið fyrrnefnda líkist mjög Gullauga, en það
reyndist springa jafn illa eða verr en Gullauga I upptöku.
T-67-42-89 reyndist vel I ræktun, en bragðprófun sýndi, að
ekki þykir það bragðast eins vel og hin hefðbundnu afbrigði.
6. Islenskar kartöflur.
Nú eru I safninu 3 stofnar af Rauðum Islenskum, 2 stofnar
af Gulum Islenskum (frá Vestfjörðum og Akureyri) 2 stofnar af
Blálandsdrottningu og Bláar kartöflur frá Perjunesi. Pékkst
góð uppskera af þessum stofnum.
7. Llfræn varnaraðgerð gegn spunamaur I gróðurhúsum.
Uppeldi og drelfing ránmaurs gekk vel á árinu. Sendar
voru út leiðbeiningar til allra gúrku og tðmatræktenda. Ganga
má út frá því, að ránmaurinn sé nú rlkjandi varnaraðferðir
gegn spunamaurum I Islenskum gróðurhúsum.
8. Könnun á linuron-magni I jarðvegi og kartöflum.
Stofnunin hefur nokkrar áhyggjur af hinni umfangsmiklu
notkun linurons (hið virka efni I illgresiseyðinum Afalon) hér
á landi. Tveir starfsmenn hennar fengu á árinu styrk frá Nato
til að hefja könnun á þvl, hvort um varasama uppsöfnun
linurons væri að ræða.