Fjölrit RALA - 15.10.2000, Side 7

Fjölrit RALA - 15.10.2000, Side 7
Formáli Ólífræn snefilefni eru bæði næringarefni eins og selen, joð og jám, og aðskotaefni eins og kadmín, kvikasilfur og blý. Ólífræn snefilefni í íslensku umhverfi hafa verulega sérstöðu miðað við önnur lönd. Miðað við meginland Evrópu er íslenskt berg mun ríkara af sumum ólifrænum snefilefnum en snauðara af öðmm. Islenskur jarðvegur er einnig sérstakur, sambærilegur eldijallajarðvegur þekur aðeins lítið brot af landsvæð- um jarðar. Rof er talsvert á sumum svæðum landsins og berast þá ólífræn sneíílefni við áfok jarðvegs yfír á beitarlönd. Einnig geta eldgos og jarðhitavatn verið uppspretta ólífrænna snefilefna. Búskaparhættir á íslandi em í sumum atriðum frábmgnir því sem víða tíðkast. Sem dæmi má nefna verulega notkun fiskimjöls í fóður svína og fugla en fiskimjölið veitir ekki aðeins hollar fitusýrur heldur einnig ýmis ólífræn snefílefni. Það má því ætla að snefilefna- samsetning margra íslenskra matvæla sé nokkuð frábmgðin því sem algengt er erlendis. Miðað við mikilvægi ólífrænna snefílefna verður að telja gögn um þau af skomum skammti. Nokkrir aðilar sinna þó afmörkuðum þáttum. Yfírdýralæknir lætur fylgjast með aðskotaefnum í sláturafurðum og mjólk. Orkuveita Reykja- víkur hefur látið mæla ólífræn snefílefni í drykkjarvatni. Hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hafa verið gerðar mælingar á ólífrænum snefilefnum í fískafurð- um. Aðeins ein úttekt er til á ólífrænum snefilefnum í öllum helstu matvæla- flokkum og er greint frá henni hér í þessu hefti. Sum ólífræn snefilefni hafa aldrei verið mæld í íslenskum matvælum en mælingar á nokkrum efnanna hafa aðeins verið gerðar á fáum tegundum matvæla. Matvæli frá íslenskum landbúnaði eru mikilvæg uppspretta fyrir ýmis ólífræn næringarefnin í fæði Islendinga. Manneldisráð Islands hefur gefíð út ráðlagða dagskammta fyrir jám, sink, joð og kopar. Þekkt er að jám getur skort í fæði Islendinga, einkum kvenna, en margt er enn á huldu um það hversu vel fæðið fullnægir þörfum fyrir sum ólífræn næringarefni. Heilbrigði búfjár er háð nægu framboði af ólífrænum næringarefnum í fóðri. Ef skepnur fá mikið magn af einu efni getur dregið úr nýtingu annars og því er sá möguleiki fyrir hendi að skortur á tilteknum efnum skerði heilbrigði búfjár og dragi úr afurðasemi. Það er því mikilvægt fyrir landbúnaðinn að þekkja sem best ólífræn snefílefni í umhverfí og afurðum. íslenskt umhverfi er minna mengað en víðast annars staðar. Náttúmlegar uppsprettur aðskotaefna geta þó skipt hér máli. Margt bendir til að mengandi ólífrænna snefílefna gæti mjög lítið í matvælum frá íslenskum landbúnaði og þessi efni séu oft í minna mæli en í afurðum í grannlöndunum. Slíkt styrkir 5

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.