Fjölrit RALA - 15.10.2000, Síða 10

Fjölrit RALA - 15.10.2000, Síða 10
Inngangur Mikilvægi ólífrænu næringarefnanna selens, joðs, kopars, mangans, sinks og jáms fyrir líkamsstarfsemi manna er vel þekkt. Þekkingu á hlutverki þessara efna fleygir fram og því er nauðsynlegt að þekkja styrk þeirra í matvælum. Önnur efni, eins og kadmín, kvikasilfur og blý, gegna engu þekktu hlutverki í líkamanum. Öll þessi efni geta haft eiturverkanir ef þeirra er neytt í of miklu magni. Fyrir ólífrænu næringarefnin er munurinn á því magni sem veldur eituráhrifum og því magni sem er nauðsynlegt fyrir líkamsstarfsemi mjög mismunandi eftir efnum. Fyrir selen er þessi munur ekki mikill. Aukinn styrkur óæskilegu efnanna er oft rakinn til iðnaðarmengunar en einnig til náttúmlegra umhverfisþátta. I flestum þróuðum löndum hefur síðustu áratugi verið fylgst með styrk snefílefna í matvælum og samband þeirra við umhverfísþætti og áhrif á heilsu manna hafa verið rannsökuð. Islendingar em alllangt á eftir nágrönnum sínum á þessu sviði, t.d. höfðu nær engar mælingar verið gerðar á seleni, flúor og joði í íslenskum landbúnaðarafurðum þegar hafíst var handa við þessa rannsókn. Á vegum embættis yfírdýralæknis hafa verið gerðar mælingar á kadmíni, kvikasilfri, blýi og arseni í sláturafurðum og mjólk (Brynjólfur Sandholt 1992). Orkuveita Reykjavíkur hefur látið rannsaka ólífræn snefílefni í drykkjarvatni og hafa mælingamar farið fram hjá Rannsóknastofnun fískiðnaðarins og Hafrannsóknastofhun, auk sænskrar rannsóknastofu. Manneldisráð íslands hefur sett ráðlagða dagskammta fyrir selen, joð, sink og jám og því er nauðsynlegt að þekkja styrk þessara efna í algengum matvælum. Umhverfisþættir Jarðfræði hvers svæðis hefur vemleg áhrif á náttúmlegt magn ólífrænna snefilefna í vistkefmu og þar með matvælum. Islenskt berg og jarðvegur hefur mikla sérstöðu. Sambærilegur eldfjallajarðvegur þekur aðeins lítið brot af landsvæðum jarðar. Því má álíta að snefilefnasamsetning íslenskra matvæla sé nokkuð frábmgðin því sem gerist í mörgum öðmm löndum. Eldgos em tíð hér á landi, í þeim berst upp á yfírborðið gífurlegt magn efnis sem getur verið uppspretta aðskotaefna. Kadmín og kvikasilfur em á gufuformi við hitastig basaltkviku og fylgja gosgufum og falla til jarðar. Önnur efni eins og blý em ekki eins rokgjöm við eldgos og dreifast skemmra frá uppsprettu. Blý í bensíni hefur aðra eiginleika og getur borist langar leiðir. Gunnvatn og ár geta mengast og slíkt getur skipt matvælaframleiðsuna máli. íslendingar tóku þátt í norrænni rannsókn á nokkmm ólífrænum snefilefnum í mosum 1990 og 1995-96 (Ruhling o.fl. 1992, Riihling og Steinnes 1998), en slíkar niðurstöður em notaðar til að meta loftboma mengun. Styrkur kadmíns 8

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.