Fjölrit RALA - 15.10.2000, Síða 13

Fjölrit RALA - 15.10.2000, Síða 13
Efni og aðferðir Val sýna Rannsókn Manneldisráðs á neyslu landsmanna 1990 var hagnýtt við val á sýnum. Eftirfarandi var haft að leiðarljósi: (1) Byrjað var á því að velja þær fæðutegundir sem leggja mest til neyslunnar mælt út ffá orku og áætuðu magni snefilefnanna samkvæmt erlendum heimildum. Mest var byggt á jámi þar sem takmarkaðar upplýsingar vom til um sum efnanna. (2) Bætt var við nokkmm fæðutegundum sem sumir einstaklingar neyta í umtalsverðu magni, t.d. kjöti af sjófuglum og eggjum þeirra. (3) Loks var bætt við séríslenskum matvælum með óþekkta samsetningu, svo sem hangikjöti. Heildarfjöldi landbúnaðarsýna varð 102. Framkvæmd sýnatöku Við sýnatökuna var lagt til gmndvallar að sýnin væm dæmigerð fyrir matvæli sem Islendingar neyta. Til þess að fá sem marktækust sýni og til að halda efnagreiningakostnaði niðri vom sýni útbúin í öllum tilvikum sem safnsýni úr nokkmm hlutasýnum. Miðað var við að fjöldi hlutasýna væri 10, nema fyrir unnin matvæli með nokkuð stöðuga samsetningu en fjöldi hlutasýna var þá a.m.k. fimm. Lágmarksþyngd hlutasýnis var 200 g en fyrir unnin matvæli var miðað við eina pökkunareiningu. Þessar sýnatökureglur vom byggðar á leiðbeiningum Greenfield og Southgate (1992). Sýnataka fór eingöngu fram á Stór-Reykjavíkursvæðinu og var álitið að með því fengist viðunandi mat fyrir landið allt. Flest sýnin voru keypt í verslunum en í nokkrum tilfellum vom sýni fengin frá framleiðendum. Hlutasýnum var skipt á framleiðendur eftir áætlaðri markaðshlutdeild. Stundum þurfti að áætla markaðshlutdeildina eftir hilluplássi í verslunum en markaðshlutdeild í prósentum var venjulega ekki þekkt nákvæmlega. Þegar matvæli vom alfarið unnin og pökkuð í matvælafyrirtækjum var hvert hlutasýni talið vera ein pökkunareining merkt með ákveðinni dagsetningu eða lotunúmeri. Þessi sýni vom ýmist fengin hjá ffamleiðendum eða keypt í verslun. Sýnum af matvælum sem vom unnin eða pökkuð í verslunum var skipt þannig: Hagkaup (þrjú sýni), Bónus (tvö sýni), Nóatún (tvö sýni), Fjarðarkaup (eitt sýni), Þín verslun (1 sýni) og Tíu-ellefu verslanir (1 sýni). Hér fara á eftir viðbótampplýsingar um nokkur sýnanna. Lambaframhryggjarsneiðar vom úr 10 skrokkum (þremur frá Borgameskjötvömm, fjórum frá Kjötumboðinu og þremur ffá Höfn- Þrihymingi), sex sneiðar úr hvetjum. Hangikjöt var frá Húsavík, SS, Borgameskjötvömm og Kjötumboðinu. Pítsur vom ffá Ömmubakstri (þrjár með skinku, þrjár með pepperóní, fjórar með hakki). Hænuegg vom ffá fjórum ffamleiðendum, samtals 61 egg. Sýni af Brie ostum var Dalabrie, bóndabrie, hvítlauksbrie, Dalayrja og kastali. Skyr án ávaxta var dósaskyr frá MBF. Mysa var frá MBF og var ekki súrsunarmysa. Rjómais var Skafís (14% fita) með vanillu ffá Emmess ís. Kaffi og te var lagað við raunvemlegar aðstæður, fimm sýni á heimilum og fimm á stofnunum. Súkkulaði var rjómasúkkulaði frá Nóa-Siríus. Poppkorn var Stjömupopp frá Iðnmarki. Avaxtajógúrt var óskajógúrt, skólajógúrt og Húsavíkurjógúrt og var fituinnihald á bilinu 3,3-3,5%. Vinnsla sýna Fylgt var ströngum vinnureglum til að koma í veg fyrir mengun sýnanna. Plastdósir og lok fyrir sýni vom skoluð rækilega með afjónuðu vatni. Við ll

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.