Fjölrit RALA - 15.10.2000, Síða 16
mælilausnimii og atómin eru greind með ljósgleypnimælingu. Við þessa mælingu er notuð flæði-
innspýtingaraðferð til að halda sýnastærð í lágmarki.
Selen var mælt með eins punkts staðalíbót. Núll (blankur) var reiknað sem meðaltal allra blanka í
keyrslu eða með aðfalli ef sjá mátti rek (hliðrun grunnlínu). Allir blankamir vom reiknaðir sem sýni
útfrá þessum meðalblanki og nýttir til að reikna greiningarmörk og magngreiningarmörk. Sýmsuðu-
blankar vom allir vel undir greiningarmörkum. íbótarstaðall var 20 ppb selen með 0,5% oxalsým og
500 ppm blýi og 25% v/v Suprapur saltpéturssým. I íbótarblanki var oxalat, blý og Suprapur
saltpémrssýra í sama styrk og að framan greinir. Innspýting í grafítofn var 10 míkrólítrar (upplausn
þynnt 1,5 sinnum) við 85 °C. Þurrkun var í fremur löngu fyrsta þrepi undir 100°C til að ljúka niðurbroti
sýnis. Atómeiming fór fram við 2400°C. Hæð toppa var notuð við útreikninga.
Gæðastýring við mœlingar. Gerðar vom mælingar á viðmiðunarsýnum með þekktan styrk snefílefna til
að ganga úr skugga um nákvæmni mælinganna (2. og 3. tafla). Viðmiðunarsýni vom tekin með í hvert
skipti sem sýni vom undirbúin fyrir mælingar. Heimtupróf vom gerð með því að bæta staðli í fjögur
mismunandi sýni (kjöt, kartöflur, brauð og skyr) áður en þau vom hituð í sým. Greiningarmörk (limit
of detection, LOD) vom reiknuð sem sá styrkur sem svaraði til þrisvar sinnum staðalfráviks fyrir blank.
Niðurstöður fyrir selen í viðmiðunarsýni úr mjólkurdufti vom hærri en uppgefin gildi sem vom aðeins
til hliðsjónar fyrir selen. Niðurstöður fyrir viðmiðunarsýni úr nautavöðva vom ójafnar (n=3) en
meðaltalið var nálægt uppgefnu gildi.
Mælingar á joði og flúor
Mælingar á joði og flúor voru gerðar hjá Rannsóknastoíhun fískiðnaðarins.
Mœling joðs fór fram eftir basíska þurröskun sýnisins og var byggð á joðíð-hvataðri sundmn
þíócýanats með nítríti og nítrati í sk. Sveikina-efnabreytingu. Efnahvarf thíócýanats við nítrat krefst
hitunar en með þátttöku nítrits í nærvem joðíðs (Sveikina-efnahvarfið) gerist efnabreytingin nokkuð
hratt. Hraði Sveikina-efhahvarfsins er í réttu hlutfalli við joðið, þar sem hlutfallsfastinn er háður styrk
H+ og styrk N02' auk hitastigs en hitastig hefur mikil áhrif á hraða þessa efnahvarfs. Styrkur klóríðs í
mælilausninni hefur mikil áhrif á hraða efnahvarfsins, þ.e. klóríð auðveldar hvötun með joðíði, og þess
því gætt við mælinguna að halda klóríðstyrk fostum. Línurit, þar sem styrkur þíócýanats er teiknaður
sem fall af tíma, er bein lína með hallatölu sem er í réttu hlutfalli við styrk joðíðs í lausninni. Til að
fylgjast með SCN' í efnahvarfmu er notast við ljósgleypni við 450 nm á rauðu komplexi þess með Fe3+
en gerð komplexins er þó háð styrk þíósýanatsins ( [Fe(SCN)„]3'n, n=l,....6). Minnsta greinanlega magn
í mælilausn með þessari aðferð er um 0,5 ng/mL sem svarar til um 5 ng/g í matvælum. Ovissa við þessi
greiningarmörk eru um 10% en minnkar þegar styrkur vex. Heimtur á viðbættu joði í matvælum eru
betri en 90%.
Ákvörðun flúoríðs. Með örsveimi (microdiffusion) var flúoríð sýnisins rekið út úr þurrkuðu og
fínmöluðu sýni yfir í móttökulausn með hjálp fleygrar (reikullar) afleiðu. Þessi afleiða er
trímetýlflúorósilan, [(CH3)3SiF (skammstafað TMFS) en suðumark þess er 16,4°C] og er hún útbúin
með hvarfi flúoríðs við hexamethylenedisiloxane, [(CH3)3Si)20 (skammstafað HMDS)] í súrri lausn.
Sýninu (þurrkuðu og finmöluðu) er komið fyrir í Petri-skál, sýnið vætt, og lítill tappi með móttökulausn
(basa) látinn fljóta á sýnislausninni. Loki er komið þétt fyrir á skálinni og HCl mettað HMDS bætt í
sýnislausnina gegnum lítið gat á loki, sem síðan er þétt aftur. HMDS hvarfast við HF sýnisins til
myndunar hins reikula TMFS, sem flyst með örsveimi yfir í tappann, þar sem TMFS sundrast fyrir
áhrif basans, flúorið losnar og HMDS endurmyndast. Það HMDS, sem myndast aftur, fer til baka í súru
lausnina og heldur áfram flutningi á flúor, þ.e. HMDS er burðarefni eða flutningshvati. Eftir
efnahvarfið í tappanum, situr flúoríðið þar fast og safnast allt flúorið sýnisins þar fyrir á minna en
sólarhring við herbergishita. Eftir þessa sýnameðhöndlun fer mæling á flúoríði fram með flúoríðnæmu
rafskauti (LaF3 með örmagni af evrópíum), en mælingar með flúoriðnæmu rafskauti em því sem næst
allsráðandi við lokaákvörðun flúoriðs í matvælum. Mikilvægt er að pH sé haldið við 5,3 við mælinguna
og að jónastyrk sýnis og staðals sé haldið jafnháum og að flúorið sé losað úr málmkomplexum, t.d. ál.
Þetta er gert m.þ.a. nota svokallaðan TISAB-dúa (TISAB: Total Ionic Strength Adjustment Buffer).
TISAB samanstendur yfirleitt af sítrónusým, ediksým og salti og var slík blanda notuð í þessum
mælingum. Minnsta mælanlega magn flúoriðs í lokalausn er við venjulegar aðstæður um 10'6 M eða
um 0,02mg/L. Minnsta mælanlega magn takmarkast yfirleitt af mengun í umhverfmu en við
kjöraðstæður (mikinn hreinleika) má mæla allt að 100 sinnum lægri styrk eða 10'9 M.
14