Fjölrit RALA - 15.10.2000, Page 42
Efni og aðferðir
Sýni
Sýni af lambalifur og lambanýrum voru tekin í sláturhúsunum á Selfossi, í
Borgamesi, á Hólmavík, Blönduósi, Húsavík og Höfn í Homafirði. Sýnatakan
fór fram í sláturtíð árin 1991 og 1992. Sláturtíð var skipt upp í þrjú jafnlöng
tímabil og vom sýni tekin á fyrsta tímabilinu og afitur á því síðasta. Hveiju
sinni vom tekin fjögur sýni og fóm líffæri úr fímm lömbum í hvert sýni.
Tilviljun réð því hvaða bæir lentu í úrtakinu en sýnatakan hveiju sinni dreifðist
á heilan dag. Eftir á var fundið út ffá hvaða bæjum lömbin vom. Staðsetning
bæjanna er sýnd á 1. mynd. Sýnaíjöldi var 192, þ.e. 96 sýni fyrir hvora tegund
líffæris.
A árinu 1991 vom að auki tekin sýni úr lömbum sem gengu nálægt Heklu. Gos
í Heklu hófst þann 17. janúar 1991 og því lauk 11. mars sama ár. Þessi sýni
vom fýrir utan tilraunaskipulagið og vom lömbin valin þannig að þau höfðu
gengið nálægt svæðum þar sem aska féll í gosinu. Lömbin vom ffá bæjunum
Skarði, Hólum og Næfurholti.
I. mynd. Staðsetning bœjanna sem komu við sögu í rannsókninni.
40