Fjölrit RALA - 15.10.2000, Side 49

Fjölrit RALA - 15.10.2000, Side 49
Samanburður við erlendar niðurstöður I 18. töflu eru sýndar niðurstöður fyrir kadmín í lifur og nýrum sauðfjár ffá nokkrum löndum. Kadmín í lifur og nýrum íslenskra lamba er með því lægsta sem þekkist og mun lægra en gefið er upp í ýmsum löndum. Há gildi ffá Suður- Noregi vekja athygli en verið getur að súr jarðvegur geri kadmín aðgengilegt fyrir plöntur. 18. tafla. Kadmín í líffærum sauðflár í ýmsum löndum raðað eftir vaxandi styrk í lifur. Land Aldur mánuðir Lifur mg/kg Nýru mg/kg Svíþjóð a 0,031 (0,015-0,13, n=l 1) 0,12 (0,018-1,3, n=98) íslandb 4-6 0,045 (0,009-0,230, n=96) 0,058 (0,007-0,254, n=96) Þýskalandc 6-7 0,048 (0,005-0,191, n=207) 0,092 (0,017-0,457, n=207) Finnlandd 0,060 (n=4) 0,140 (n=4) Kanadae 0,06 (0,01-0,40, n=152) 0,17 (0,01-2,42, n=155) Holland f 2-48 0,089 (<0,001-1,89, n=123) 0,289 (<0,001-2,57, n=124) N-Noregur6 5-6 0,180 (0,09-0,320, n=l 5) Þýskalandh 6-24 0,27 (0,005-1,25, n=62) 0,547 (0,043-1,818, n=71) S-Noregur' 5-6 0,390 (0,040-0,850, n=15) Heimildir:a Jorhem 1999.b Þessi rannsókn.c Knoppler o.fl. 1979.d Nurtamo o.fl. 1980.c Salisbury o.fl. 1991. fVos o.fl. 1988.s Froslie o.fl. 1985.h Schulz-Schröder 1991.' Froslie o.fl. 1985. Kvikasilfur Niðurstöður fyrir kvikasilfur koma fram í 19. töflu. Gildin eru mjög lág og hluti þeirra er undir greiningarmörkum, 7 pg/kg (þeim styrk sem hægt var að ákvarða með nægjanlegri vissu). Gildi sem eru lægri en greiningarmörkin eru venjulega birt sem „<greiningarmörk“ eða <7 pg/kg í þessu tilfelli, en í þessari skýrslu eru öll útreiknuð gildi gefin upp og notuð við tölfræðilegt uppgjör. Að meðaltali var kvikasilfur í lambalifur 8,6 gg/kg en miðgildið var 7,8 jig/kg. Meðaltal fyrir kvikasilfur í nýrum var 11,5 pg/kg en miðgildi var 9,0 pg/kg. Marktækur munur kom ffam eftir svæðum fyrir bæði líffærin (p<0,001). Að meðaltali kom fram mest kvikasilfur í sýnum ffá Þingeyjarsýslum. Á óvart kom að sýni af Suðurlandi innihéldu minnst kvikasilfur og ekkert hæstu gildanna kom af þessu svæði. Lítill munur var á kvikasilfri í lifrum og nýrum, nema helst fyrir Þingeyjarsýslur og Vestfirði. Þetta gæti bent til þess að uppsöfnun á 47

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.