Fjölrit RALA - 15.10.2000, Síða 53

Fjölrit RALA - 15.10.2000, Síða 53
Kopar Niðurstöður Marktækur munur (p<0,01) kom fram á koparinnihaldi lambalifra eftir landshlutum (22. tafla). Tífaldur munur er á hæstu og lægstu kopargildum fyrir lifur í þessari rannsókn. Flest lægstu gildin eru frá Suðurlandi og eru allra lægstu gildin úr Fljótshlíð. Flest hæstu gildin eru frá Þingeyjarsýslum en þó koma há gildi fyrir í öllum landshlutum. Þessi mikli munur er athuganarverður vegna þess að sauðfé er mjög viðkvæmt fyrir koparskorti. Kopar í nýrum var ekki eins breytilegur og í lifúr enda er lifrin það líffæri sem geymir mestan kopar. Tæplega tvöfaldur munur var á hæstu og lægstu kopar- gildum í nýrum. 22. tafla. Kopar í lambalifur og lambanýmm eftir landshlutum. Svæði Fjöldi sýna Kopar (mg/kg) í lifrum Meðaltal (lægst-hæst) Kopar (mg/kg) í nýmm Meðaltal (lægst-hæst) Suðurland 16 19,7 (7,3-68,2) 2,97 (2,57-3,72) Vesturland 16 24,1 (11,3-61,8) 2,65 (2,33 - 2,98) Vestfirðir 16 29,6 (15,4-54,7) 3,14 (2,85 -3,53) Húnavatnssýslur 16 26,2 (17,2-48,1) 2,83 (2,60-3,20) Þingeyiarsýslur 16 33,7 (15,9- 53,3) 2,89 (2,63 - 3,24) Suðausturland 16 35,0 (15,4- 66,5) 2,85 (2,11 -3,97) Öll svæði 96 28,1 (7,3 -68,2) 2,89 (2,11 -3,97) Umhverfisþœttir íslenskt berg er koparríkt borið saman við meginlöndin (Kristján Geirsson 1994). íslenskir mosar innihalda meiri kopar en kom fram í mosum á hinum Norðurlöndunum og var styrkurinn hæstur á gosbeltinu (Rúhling og Steinnes 1998). Svæðamunur á koparinnihaldi lifra tengist ekki gosbeltinu og þarf að leita annarra skýringa. Styrkur kopars í íslenskum lambalifrum er lágur borið saman við önnur lönd. I norskri rannsókn (Froslie o.fl. 1985) var styrkur kopars í lambalifúr að meðaltali ríflega tvöfalt hærri en kom fram í íslensku rannsókninni. Það má því ætla að einhveijir þættir dragi úr nýtingu kopars hjá íslensku lömbunum. Það þarf þó að hafa í huga að talsverður munur kann að vera á koparinnihaldi lifra eftir sauðfjárkynjum. Styrkur kopars í íslenskum grösum hefúr mælst frekar lágur (Bjöm Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson 1980) og koparskortur í lömbum (fjömskjögur) hefur einstöku sinnum greinst hér á landi í sauðfé sem hefúr verið á fjörubeit. Alitið er að í fjörugróðri sé efni sem dregur úr nýtingu kopars. 51

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.