Fjölrit RALA - 15.10.2000, Qupperneq 55
20 mg/kg ferskvigt. Um 32% af lifrarsýnum í þessari rannsókn eru undir
mörkunum (20 mg/kg) og er því hugsanlegt að nokkuð sé um dulinn koparskort
hér á landi. Athyglisvert er að átta lægstu kopargildin (undir 11 mg/kg) eru
fyrir lifrar frá Suðurlandi (Fljótshlíð, Hrunamannahreppur, Langholtskot,
Eysta-Geldingaholt, Villingavatn og Ölfus). Önnur lifrarsýni undir 20 mg
kopar/kg voru frá eftirtöldum stöðum: Vesturland (Eyjahreppur, Lundareykja-
dalur, Reykholtsdalur, Helgafellssveit), Vestfirðir (Sveitir við Steingrímsíjörð,
Kaldrananeshreppur), Suðausturland (Nes, Litla-Sandvík, Bæjarhreppur), Þing-
eyjarsýslur (Mývatnssveit, Baldursheimur), Suðurland (Biskupstungur, Holta-
hreppur), Húnavatnssýslur (Káradalstunga, Ashreppur, Stóra-Giljá, Svínavatns-
hreppur).
Of mikill kopar getur einnig leitt til eitrunar hjá öllum dýrum. Engar
niðurstöður fyrir kopar í íslenskum lifrum eru það háar að óttast þurfi
kopareitrun. Aftur á móti getur kopareitrun í sauðfé verið vandamál inn til dala
í Noregi (Froslie o.fl. 1985) þar sem lítið mólýbden er í jarðvegi. A þessum
slóðum mælist kopar í lambalifur allt að 150 mg/kg. Samkvæmt Davis og
Mertz (1987) koma merki um kopareitrun ekki fram fyrr en kopar í lifur fer yfir
150 mg/kg.
Nokkur gildi fýrir kopar í lambalifiir eru tekin saman hér að neðan (ferskvigt):
Kopar í íslenskri lambalifur 7,3 -68,2 mg/kg Þessi rannsókn
Eðlileg gildi fyrir kopar í lambalifur 30-120 mg/kg Davis og Mertz 1987
Hætta á koparskorti: Kopar í lifur <20 mg/kg Grace og Lee 1990
Kopar i lifur lamba með fjöruskjögur 1-2 mg/kg Davis og Mertz 1987
Kopar í lifur lamba með kopareitrun >150 mg/kg Davis og Mertz 1987
Sink
Niðurstöður fýrir sink eru lítið breytilegar (23. tafla) enda er stór hluti sinks í
beinum. Þó kom fram marktækur munur á sinki í nýrum efitir svæðum. Sink í
nýrum var hæst á Vestfjörðum bæði árin. Reyndar gildir það um öll efnin,
nema kvikasilfur, að styrkur þeirra er að meðaltali hæstur á Vestfjörðum. Líta
má á niðurstöður fyrir sink í lifur og nýrum sem eðlileg viðmiðunargildi. Gildin
eru svipuð þeim gildum sem hafa fengist í öðrum löndum (Froslie o.fl. 1985).
Mangan
Gildi fýrir mangan eru lítið breytileg (24. tafla) og má líta á þau sem eðlileg
viðmiðunargildi. Munur eftir svæðum er óverulegur þótt hann sé marktækur
fýrir nýru. Aftur á móti kemur fram marktækur munur eftir árum. Sá litli
breytileiki sem kemur fram bendir til þess að ekki sé um uppsöfnun á mangani
að ræða vegna umhverfismengunar.
53