Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 109
Ríkharð Brynjólfsson
Bændaskólanum á Hvanneyri
311 Borgarnes
Tvær tilraunir með búfjáráburð
á Hvanneyri
Inngangur
Eins og fram kemur í yfirliti Magnúsar Óskarssonar (1992) hafa verið
gerðar fjölmargar tilraunir um notkun búfjáráburðar hér á landi. Flestar þeirra
eru allgamlar sem von er, því fyrr á árum var hlutfallslegt verðmæti búfjáráburðar
mun meira en nú er. Niðurstöður þessara tilrauna hafa legið fyrir jafnharðan á
aðgengilegu formi, og notkun, eða a.m.k. leiðbeiningar um notkun búfjáráburðar
tekið mið af þeim, þó ekki hafi verið gerð á þeim endanleg uppgjör á formi
vísindagreina.
Mjög margar þessara tilrauna voru "stakar" í þeim skilningi að þær voru
ekki liðir í tilraunaröð. Undantekningar frá þessu eru nokkrar tilraunir frá 1963
(Sigfús Ólafsson 1979) og 1974 (Hólmgeir Bjömsson 1979). í hinum fyrmefndu
var leitað svara við því hve vel áburðarefnin nýttust með árlegri yfirbreiðslu, í
þeim síðamefndu hvemig stórir skammtar í flög nýttust.
Fyrrnefnda tilraunaröðin
leiddi til þeirrar ályktunar, að með
árlegri yfirbreiðslu skiluðu 20 tonn
mykju jafhgildi h.u.b. 50 kg N/ha, en
sama magn sauðataðs gaf sem
svaraði til 60 kg N/ha. Breytileiki
milli staða með sömu tegund var
lítill, en áramunur var talsverður.
Ekki var að sjá að hlutfall liða með
tilbúinn áburð og búfjáráburð
breyttust með ámm nema í einni
tilrauninni þar sem grindataðsreitir
virtust sækja í sig veðrið.
Eftirhrif misstórra skammta
af búfjáráburði í flag vom prófúð á fjómm tilraunastöðvum með árlegum NPK,
N og PK áburði. Eftirhrif stærsta skammtsins, 150 tonn/ha, í tilraunum á Reykhól-
um, Skriðuklaustri og Geitasandi eru dregin fram í myndum 1-3 þau ár sem
tilraunimar vom uppskomar, en tilrauninni á Hvanneyri em gerð skil aftar.
Mynd 1. Eftirhrif 150 tonna af biífjáráburði með
árlegum NPK áburði á þrem tilraunastöðvum
103