Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 106

Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 106
Þarna kemur í ljós, að ef uppskera úr reitunum sem fengu enga umferð er sett sem 100, þá eru meöaltöl á öllum tilraunastöðvunum í reitunum þar sem troðið var árlega með minni uppskeru. Uppskera af troðnu reitunum er frá 75% og upp í tæplega 97% af umferðarlausu reitunum. Þó að óvíst sé hversu raunhæfar svona tilraunir eru ætti samt að vera um ákveðna vísbendingu að ræða, sérstaklega ef haft er í huga að síðan tilraunimar voru gerðar hafa sífellt komið stærri og þyngri vélar í notkun og eins er í tilraununum tæplega um eins mikla þjöppun að ræða eins og víða er orðið í reynd. Það sem eykur óvissuna á raunhæfni þessarar tilrauna er að á sumum tilraunastöðvanna og í sumum árum var jarðvegur þurr þegar troðið var og áhrif umferðarinnar því væntanlega minni en ella. Þá var stundum komin dálítil spretta þegar troðið var og skemmdi þá umferðin gróður án þess að unnt væri að meta áhrif þeirra skemmda. Þá er athyglisvert að sjá þá breytingu sem verður í tilrauninni á Sámsstöðum á þeim þrem árum eftir að hætt er að troða, þó að e.t.v. sé vafasamt að draga of víðtækar ályktanir af aðeins þriggja ára tímabili á einum stað. Tilraunir með loflun jarðvegs. Erlendis hafa verið reyndar ýmsar aðferðir við að losa þéttan jarðveg og fá þannig meiri lofun. Hér verður ekki farið út í að lýsa slíkum aðferðum né áhrifum af þeim aðeins minnst á tilraun 669-87 á Skriðuklaustri með loftun og kölkun túna. Tilraunin var framkvæmd á mýrartúni í Rauðholti. Sumarið 1987 var tilraunalandið loftað með þar til gerðum plóg af ítalskri gerð (Pegoraro). Plógdýpt var 45-50 cm og fjarlægð á milli plógfara 40 cm. Jafnframt voru reyndir vaxandi skammtar af kalki. í örstuttu máli má segja að þarna komi fram örlítill uppskeruauki í loftuðu ókölkuðu reitunum fyrstu tvö árin, en enginn það þriðja. Vaxandi skammtar af kalki virðast gefa uppskeruauka bæði á óhreyfðu og loftuðu reitunum og jafnvel heldur meiri uppskeru á óhreyfðu reitunum. Þá má geta þess að í tilraun (mýrartún) á Hvanneyri með að fella niður mykju, kom fram uppskeruauki fyrstu árin á þeim reitum þar sem tækið var keyrt í gegn um jarðveginn, þó að engin mykja væri felld þar niður og mátti þar greinilega sjá jákvæð áhrif loftunar með niðurfellingatækinu. 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.