Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 20
Þegar landsmenn fór að skorta eldivið fóru þeir að brenna sauðataöi og
raunar einhverju af þurrum saur undan öðru búfé. Miklum búmönnum var þetta
þyrnir í augum, enda skrifaði Torfi Bjarnason þannig 1884: "Þar sem sauðatað er,
höfum vér mikið af góðum áburði í mörgum sveitum ......., en því miður er því
óvíða varið til áburðar, heldur til eldiviðar." En hann bætir því við að gott sé að
bera sauðataðsösku á. '
Frumkvöðlar rannsókna á búfjáráburði.
Upp úr síðustu aldamótum var farið að vinna skipulega að jarðræktaríil-
raunum á íslandi. Að sjálfsögðu var það eitt af fyrstu tilraunaverkefnunum að
reyna að ákveða notagildi búfjáráburðar og annars lífræns áburðar. Skömmu síðar
var farið að bera búfjáráburð saman við tilbúinn áburð og athuga á hvern hátt
mætti nota áburðategundirnar saman. Seinna urðu áberandi tilraunaverkefni um
áburðartíma, aðferðir við notkun áburðarins og um tæknina við dreifingu
búfjáráburðar. Hér verður minnst nokkurra frumkvöðla um rannsóknir á
búfjáráburði, og tækniþróun í meðferð hans svo og þeirra sem fjallað hafa um
hann. Þeirra sem enn eru í starfi verður ekki getið.
Torfi Bjarnason (1838 - 1915) skólastjóri í Ólafsdal 1880 - 1907, kenndi
nemendum sínum búsmíði, þar á meðal smíði á hestakerrum og aktygjum
(Játvarður Jökull Júlíusson, 1986). Tilkoma hestvagna olli byitingu í meðferð
búfjáráburðar.
Sigurður Sigurðsson (1871 - 1940) stofnaði gróðrarstöðina á Akureyri 1903
og veitti henni forstöðu til 1910. Þá voru gerðar ýmsar athuganir með búfjár-
áburð, t.d. á fjörutíu túnum, á grænfóðurökrum og í matjurtagörðum.
Metúsalem Stefánsson (1882 - 1935) veitti fóðurræktardeild gróðrarstöðvar-
innar í Reykjavík forstöðu 1920 - 1932. Á þeim tíma gerði stöðin nokkrar tilraunir
með búfjáráburð.
Erlendur Þorsteinsson (1884 - 1950) var forstöðumaður gróðrarstöðvarinnar
á Eiðum 1925 - 1942. Hann gerði margar mikilvægar tilraunir með búfjáráburð
á tún, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Stöðin hafði t.d. aldrei afnot af dráttarvél.
Óiafur Jónsson (1895 - 1980) gerðist tilraunastjóri á Akureyri 1924 og var það til
1949. Ólafur gerði fjölmargar tilraunir með búfjáráburð. Hann var afkastamikill
fræðimaður og frá hans hendi kom uppgjör á tilraununum sem hann gerði á
Akureyri og tilraunum sem gerðar voru á Eiöum 1906 - 1942.
Klemenz Kr. Kristjánsson (1895 - 1977) hóf starf sitt við gróðrarstöðina í
Reykjavík, en gerðist tilraunastjóri á Sámsstöðum árið 1927 og starfaði þar til
14