Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 111
Fljótlega kom í ljós að liðir c liðu alvarlega af fosfórskorti eins og títt er á
Hvanneyri ef enginn fosfór er borinn á. Lengi voru þeir reitir nær gróðurvana,
en hin síðari ár er geitvingull allsráðandi og uppskera afar lítil. Munur stórreita
í þessu efni er nánast enginn, þó má helst finna vallarfoxgrasplöntur á stangli á
liöum VI.
í 2. töflu er sýnd meðaluppskera liða og fervikgreining yfir ailan til-
raunatímann að liðum c slepptum, enda er skekkja þeirra allt önnur og lægri en
liða a og b.
Munur liða á stórreitum og smáreitum eru hvorttveggja marktækir, en víxlhrif
þeirra ná ekki marktækni, sem liggur beinast við að túlka svo að eftirhrif með-
ferðar nýræktarárið séu óháð því hvort borið er á köfnunarefni eða ekki.
1. tafla. Tilraunaliðir í tilraun 354-74 á Hvanneyri
Stórreitir, nýræktaráburður Smáreitir, árleg meðferð
I 50 P/ha a 100 N, 20 P og 50 K/ha
II 80 N, 50 P og 80 K/ha b 0 N, 20 P og 50 K/ha
III 25 tonn mykja c 100 N, 0 P og 0 K/ha
IV 50 tonn mykja
V 100 tonn mykja
VI 150 tonn mykja
2. tafla. Meðaluppskera liða að undanskildum smáreitaliðum c og fervikagreining á meðalupp-
skeru yfir tilraunaárin. Heildaruppskera f hkg þe/ha.
Meðferð nýræktarárið
Árl. áburður I II III IV V VI
a 48,0 47,9 47,0 47,2 48,8 51,
b 30,0 29,8 29,3 32,8 35,6 40,!
Þáttur DF MS F
Endurtekningar 3 45,3 4,35“
Meöferö 1974 5 79,0
Skekkja a 15 18,1
Árl. áburður 1 3151,5 299,33“
Víxlhrif 5 23,7 1,73NS
Skekkja b 18 13,7
Þegar reiknuð er fervikagreining á uppskerutölum einstakra ára koma í ljós
marktæk víxlhrif ára og liða, jafnt á stórreitum og smáreitum. Það þýðir að hinn
hóflegi munur sem er á meðaluppskeru liða á stórreitum yfir ár geti dyljist
mismunandi svörun einstök ár, og er eðlilegt að leita efitir því hvort sá munur sé
kerfisbundinn eftir árum.
105