Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 117
11. mynd. Próteinuppskera sauðataðsiiða umfrara viðmiðunaríiði. Heildaruppskera nema 1.
sláttur 1977.
viðmiðunarliði eftir árum. Þó er eftirtektarvert, að nokkur ár þegar uppskera
þurrefnis á lið e er meiri en viðmiðunarliða er próteinuppskeran minni. Þetta
gefur sterklega til kynna að fleira hangi á spítunni en uppsafnaður áburður.
Jarðvegurinn er vel framræst mýri sem virðist vera frjósöm ef ekki skortir
fosfór; eina 50 metra frá tilrauninni eru tilraunareitir sem ekki hafa fengið köfnun-
arefnisáburð í tvo áratugi en gefa talsverða uppskeru af hreinu vallarfoxgrasi.
Samkvæmt reynslu eru 30 kg P/ha ríkulegt magn. Sáð var í landið 1971 og
vallarfoxgras er enn ríkjandi tegund í 1. slætti og ekki tiltakanlegur munur á
gróðurfari tilraunareita eftir liðum.
Umræður
Ekki verður annað sagt en að eftirhrif stórra, niðurfelldra skammta af
búfjáráburði hafi varað lengi í mýrinni á Hvanneyri. Sérstakar jarðvegsaðstæður
gera það að verkum að steinefnahrifm er illa mælanlæleg, en þau mældust meiri
en köfnunarefnishrifin í samskonar tilraunum á Reykhólum, Skriðuklaustri og
Geitasandi. Köfnunarefnishrifin hurfu hratt á Geitasandi og Skriðuklaustri, á
báðum stöðum nær alveg eftir 2. ár. Á Reykhóum voru þau enn talsverð þegar
tilrauninni lauk eftir 9 ár. ári. Eftirhrifin eru mun meiri á þeim reitum sem fengu
aðeins N, og jafnvel NPK en steinefnaáburð eingöngu, sem bendir til að í þeim
tilraunum hafi eftirhrif steinefna í búfjáráburðinum skipt verulegu máli.
í Hvanneyrartilrauninni eru eru eftirhrif 150 tonna af mykju um 200 hkg
þe/ha þegar aðeins er borið á P og K, og um 1900 kg af próteini sem samsvarar
300 kg N. Þessi skammtur samsvarar "venjulegri" yfirbreiðslu í 7-8 ár, og ætti
samkvæmt niðurstöðum Sigfusar Ólafssonar (1979) að samsvara, þannig notað
350-400 kg af N í tilbúnum áburði. Uppskeruauki fyrir 20 tonn af mykju í tilraun
á Hvanneyri var í tilraun Sigfúsar um 30 hkg þe/ha; í 7 ár væri hann þá rúmlega
111